Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1975, Blaðsíða 10

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1975, Blaðsíða 10
þrjú, og skal þá lækka útsvarið um 3000 krónur fyrir hvert barn umfram þrjú í stað 2000 króna áður. Ennfremur er ákveðið, að fjárhæðir þessar breytist í samræmi við skattvfsitölu eins og hún er á hverjum tíma. Lækkunarheimild útvíkkuð Á 27. grein laganna er gerð sú breyting, að sveitarstjórn er heimilt við ákvörðun á lækkun út- svars hjá einstökum gjaldendum að taka tillit til slysatryggingabóta til jafns við lífeyristrygginga- bætur eins og ákveðið var í a-lið greinarinnar. Dráttarvextir reiknast frá gjalddaga Þá breytist útreikningur dráttarvaxta á þá leið, að þeir eru reiknaðir á gjöld, sem ekki eru greidd áður en tveir mánuðir eru Iiðnir frá gjald- daga, H/2% fyrir hvern mánuð eða brot úr mán- uði, sem líður, talið frd og með gjalddaga gjalds- ins, í stað þess að áður mátti ekki reikna dráttar- vexti tvo fyrstu mánuðina eftir gjalddaga. Nýjar reglur um útreikning dráttarvaxta frá næstu áramótum Frá og með næstu áramótum gildir það ákvæði um útreikning dráttarvaxta, að séu gjöld ekki greidd innan mánaðar frá gjalddaga, skal greiða dráttarvexti frá gjalddaga. Ákvæðið um li/>% dráttarvexti á mánuði fellur niður frá næstu ára- mótum, og í stað þess segir, að dráttarvextir verði þeir sömu og hjá innlánsstofnunum sam- kvæmt því er Seðlabanki Islands ákveður á hverj- um tíma, og reiknast með sama hætti og hjá inn- lánsstofnunum. Slíkir dráttarvextir eru nú 2%. Heimilt að breyta gjöldum, sem miðast við fasteignamat, til samræmis við byggingarvísitölu Þá eru í lögunum um ráðstafanir í efnahags- málum o. fl. nr. 11 1975 ákvæði til bráðabirgða, þar sem segir, að þar til nýtt fasteignamat hafi tekið gildi, sé rdðherra heimilt að ákveða fyrir 15. nóvember ár hvert, að gjöld næsta árs, sem reikn- uð eru sem hlutfall af fasteignamati, megi breyt- ast í hlutfalli við þá breytingu byggingarvísitölu, sem orðið hefur frá 1. nóv. árið áður til 1. nóv. ákvörðunarársins. Breyttar forsendur fyrir lækkun útsvara skv. 27. grein Sambandið hefur með bréfi 26. maí vakið at- hygli sveitarstjórna á breyttum forsendum til lækkunar á útsvörum gjaldenda skv. 27. grein tekjustofnalaga eftir tilkomu nýrra lagaákvæða í B-lið 9. greinar umræddra laga um ráðstafanir í efnahagsmálum o. fl. frá 28. apríl 1975. Persónu- afsláttur frá tekjuskatti er þar ákveðinn 97.000 krónur fyrir einstaklinga, 145.000 krónur fyrir hjón, sem eru samsköttuð, og sama fjárhæð fyrir einstætt foreldri, sem heldur heimili og framfærir þar barn sitt, sem ekki er fullra 16 ára í byrjun gjaldársins. Nemi þessi persónuafsláttur hærri fjárhæð en reiknaður skattur af skattgjaldstekjum, skal ríkissj. leggja fram fé, sem getur numið allt að þessum mun, og skal því ráðstafað fyrir hvern mann til greiðslu útsvars gjaldársins. Sá hluti per- sónuafsláttar mannsins, sem enn er óráðstafað, fellur niður. Á því er vakin athygli í áðurgreindu bréfi, að lækkun útsvara með sama hætti og tíðk- azt hefur í mörgum sveitarfélögum samkvæmt heimild í 27. grein tekjustofnalaganna, myndi í flestum tilvikum ekki nýtast gjaldendum, t. d. ekki öllum þorra þeirra, sem hafa ekki aðrar tekj- ur en almennan elli- eða örorkulífeyri, heldur aðeins vera í þágu ríkissjóðs, sem þá greiddi lægri fjárhæð vegna ónotaðs persónuafsláttar en ella. Bamabætur til greiðslu þinggjalda, útsvars og aðstöðugjalds Þá er rétt að vekja athygli sveitarstjórna á öðru nýmæli, sem upp var tekið í sömu lögum. í stað- inn fyrir fjölskyldubætur, sem nú eru lagðar nið- ur, eru nú upp teknar svokallaðar barnabætur. SVEITARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.