Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1975, Blaðsíða 56

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1975, Blaðsíða 56
víkurhreppi, eða til ársins 1912, er Húsavíkurhreppur var stofnaður, en þessir hreppar skildu síðan árið 1932, enda lágu þeir sitt hvorum megin Húsavíkur og áttu fátt sameiginlgt. Hreppurinn hefur því aðeins verið til í rúm- lega fjóra áratugi. Sækja um leiguíbúðir „Ég tel, að lireppurinn eigi mikla framtíð fyrir sér, og þá ekki síður við ýmiss konar atvinnurekstur annan en landbúnað, þar sem nú þegar er rekin gróðrarstöð, tré- srniðja og fiskeldisstöð og hey- kögglaverksmiðja er í bígerð,“ sagði Stefán Óskarsson, oddvid lirepps- ins í samtali við Sveitarstjórnarmál. „Hreppurinn hefur sótt um fjórar leiguíbúðir samkvaemt nýju lögun- um um það efni, og eru þær ætl- aðar starfsfólki þessara fyrirtækja." Húsnæðisleysi liáir öllum at- vinnurekstri til sveita, því að það er grundvallaratriði, til þess að liægt sé að reka atvinnufyrirtæki til sveita, að unnt sé að sjá starfs- fólki fyrir húsnæði. Ég er sjálfur með trésmíðaverkstæði, sem greiddi umtalsverða fjárhæð í vinnulaun á árinu 1974, og finn vel, að slík- ur iðnaður er liverju sveitarfélagi fjárhagsleg stoð.“ HÚSAVÍK Á síðastliðnu ári lét Hitaveita Húsavíkur framkvæma rannsókn á jarðhitasvæðinu á Hveravöllum í Reykjahverfi. Verkið unnu vísinda- menn hjá Jarðhitadeild Orkustofn- unar. Á grundvelli þeirra rann- sókna lét hitaveitan bora eftir 158 heitu vatni skammt frá bænum Hveravöllum. Var borunin fram- kvæmd af jarðborunardeild Orku- stofnunar og gekk verkið vel. Þegar komið var í 450 metra dýpi í fyrstu holunni, hitti borinn á mjög kraftmikla vatnsæð. Síðan hafa sérfræðingar jarðborunardeild- ar Orkustofnunar og verkfræðifyr- irtækisins Fjarhitunar unnið að rannsóknum og mælingum á bor- holunni og hverum á svæðinu. Einnig hefur verið unnið að virkj- un borholunnar og lauk því verki 9. október, þegar vatni úr nýju bor- holunni var hleypt inn á aðalveitu- æð Hitaveitu Húsavíkur á Hvera- völlum. Mælingar á borholunni leiddu í ljós, að vatnsmagnið í henni er 42 lítrar á sekúndu af 100 gráðu heitu vatni, auk 2.5 kg af gufu, en hita- stig borholunnar er tæplega 126 gráður. Vegna hins liáa hitastigs reyndist nauðsynlegt að setja gufuskilju á borlioluna, og er gufan ekki nýtt ennþá, cn í henni er fólgin mikil varmaorka. Álitið er, að þessi borhola á Hveravöllum gefi mest sjálfrenn- andi vatnsmagn, sem fengizt hefur við borun hér á landi til þessa, og er varmaorka borholunnar um 14 megavött. Mælingar á hverunuin á Hvera- völlum, sem framkvæindar voru, er borholan hafði staðið opin í 10 daga, sýndu enga breytingu á vatns- magni þeirra með tilkoinu borhol- unnar. Hitaveita Húsavíkur, sem tók til starfa árið 1970, hefur til þessa ein- ungis notað vatn úr hverunum á Hveravöllum, og hefur vatnsmagn- ið verið um 45 lítrar á sekúndu. í frosthörkunum síðastliðinn vetur tók nokkuð að bera á vatns- skorti í einstöku húsum á veitu- svæði Hitaveitunnar. Með tilkomu borholunnar tvöfaldast vatnsmagn Hitaveitu Húsavíkur næstum því, auk þess sem vatnið verður algjör- lega sjálfrennandi að undanskil- inni einni smádælu á dreifikerfinu á Húsavík. Því má vænta þess, að rekstraröryggi hitaveitunnar sé nú tryggt um alllanga framtíð, auk þess sem drjúgur varaforði er til að mæta þörfum örtvaxandi byggð- ar á Húsavík. Samsæti til heiðurs sýslumanns- hjónum Húsavíkurbær og sýslunefndir Suður- og Norður-Þingeyjarsýslu héldu fyrir nokkru kveðjusamsæti hjónunum Jólianni Skaptasyni, fyrrv. sýslumanni og konu hans, Sigríði J. Víðis. Jóhann liefur nú látið af starfi sem sýslumaður Þing- eyinga og bæjarfógeti á Húsavík, eftir 18 ára starf þar. Samsætið var haldið í Félagsheimili Húsavíkur. í samsætinu var þeini hjónunum afhent málverk af þingeysku lands- lagi, málað af Pétri Friðrik, en þeim hjónum hafði verið gefinn kostur á að velja sér listamann og við- fangsefni hans. Við sama tækifæri var Safnahúsi Þingeyinga afhent málverk af þeim hjónum. Það mál- aði Halldór Pétursson, listmálari. Húsavíkurbær og sýslunefndirnar gera þetta i viðurkenningarskyni við hið mikla starf, sem Jóhann Skaptason og kona hans hafa unnið í þágu Safnahússins fyrr og síðar. SVEITARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.