Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1975, Blaðsíða 55

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1975, Blaðsíða 55
 TRÁ Q REYKJA- HREPPUR Gjörbreytt viðhorf Með lagningu Kísilvegarins milli Húsavíkur og Mývatnssveitar eftir endlöngum Reykjahreppi gjörbreyttust viðhorf fólksins í hreppnum að ýmsu leyti. Áður var ófært meiri hluta vetrar á marga bæi, en nú er nýja veginum alltaf haldið opnum. Öll sveitabýli hreppsins eru tengd Kísilveginum, og er hvergi lengra en 1200 metrar að bæ frá veginum. Fjærsti bær ei um 20 km frá Húsavík, og hinn næsti um 5 km leið. Hitaveita á flestum bæjum í hreppnum Með lagningu hitaveitu frá Hveravöllum í Reykjahreppi til Húsavíkur á árinu 1970 opnuðust möguleikar á því að tengja öll býli í hreppnum við hitaveitulögnina. Lögnin Iiggur nær samhliða vegin- um, og innan við 1100 metrar til allra býla. Þegar sainið var við Húsavíkurkaupstað um hitaréttind- in og lagningú veitunnar um jarð- ir bænda, var jafnframt samið um það, að hitaveita kaupstaðarins legði hitaveitu á hvern bæ, í hreppnum. Þetta skyldi gert fyrir árslok 1975. Við byrjun þessa árs voru aðeins þrú býli ótengd. í hreppnum eru um 20 íbúðarhús hituð upp með jarðvarma, og þyk- ir að þessu mikill munur, frá því sem áður var. Fjölbreytt atvinnulíf í Reykjahreppi eru hverir, svo sem kunnugt er. Mestur hiti er á Hveravöllum og þar i grennd. Þar er garðyrkjustöð með ræktun bæði úti og inni i einum 15 gróðurhús- um, og stendur til að byggja eitt til viðbótar næsta sumar. Þótt vatn hafi verið tekið handa hitaveitu Húsavíkur á Hveravöllum álíta jarðfræðingar, að nógur varmi sé í jörð á staðnum til að hita upp Akureyri; og er nú verið að kanna hvort tök séu á að leggja hitalögn þangað. Jarðvarminn er einnig notaður til að hita upp ferskvatn fyrir seiði í fiskeldisstöð, sem rekin er á I.axamýri í 700 ferm. húsi. Heita vatnið hefur einnig verið notað til að hita upp loft til súgþurrkunar í heyhlöðum og gefið góða raun. Heykögglaverksmiðja í Saltvík Landnám ríkisins keypti jörðina Saltvík á árinu 1972 með það fyrir augum að reka þar heykögglaverk- smiðju. Síðan hefur verið unnið að undirbúningi þess verks með því að brjóta land til ræktunar og girða ræktunarlandið. Kögglaverksmiðj- an mun verða rekin með innlendri orku og á öll þurrkun að fara fram með jarðhita. Fyrirtæki þetta ætti að geta orðið mikil lyftistöng fyrir landbúnaðinn á norðaustanverðu landinu, því að engin kögglafram- leiðsla á sér stað í þeim lands- hluta. í Saltvík eru talin hin ákjósan- legustu hafnarskilyrði fyrir stærstu úthafsskip, og má geta þess, að þar er talinn æskilegur staður fyrir ál- ver eða annan slíkan rekstur, þegar stórfljótin í nágrenninu verða \ irkjuð. Aðild að skóla á Hafralæk Reykjahreppur stendur að skóla- rekstri að Hafralæk, og er börnum hreppsbúa ekið daglega í og úr skóla. Akstur hefur gengið nokkuð vel í þá þrjá vetur, síðan skólinn tók til starfa. Menn eru yfirleitt ánægðir með akstursformið, en ýms- ir telja þó, að aksturstíminn, sem er allt að tvær klukkustundir á dag, það er klukkustund kvölds og morguns, fyrir þau börn, sem lengst eiga, sé of langur fyrir yngstu börnin. Austasti hreppur Suður-Þingeyjarsýslu Reykjahreppur er austasti hrepp- ur Suður-Þingeyjarsýslu. Hann var ásamt Tjörneshreppi hluti af Húsa- SVEITARSTJÓRNARMÁL 157
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.