Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1975, Blaðsíða 52

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1975, Blaðsíða 52
154 Ársreikningar og fjárhagsáætlun Ársreikningar samtakanna voru samþykktir samhljóða á fundinum. Niðurstöðutölur rekstrarreiknings frá 1. 10. 1973 - 30. 9. 1974 eru kr. 4.007.300,00 og efnahagsreiknings pr. 30. 9. 1974 kr. 1.385.499,00. Rekstrarreikningur sálfræðiþjón- ustu SASÍR sama reikningstímabil var einnig samþykktur. Niður- stöðutölur hans voru 2.780.400,00 kr. Niðurstöðutölur fjárhagsáætlunar SASÍR frá 1. 10. 1974-30. 9 1975 eru kr. 5.100.000,00. Árni Grétar Finnsson lagði til í umræðum, að árgjöld sveitarfélaga til samtakanna á komandi starfsári yrðu felld niður, þar sem SASÍR myndi fá 1.8 millj. króna framlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Til- laga þessi var felld með öllum þorra atkvæða gegn 4. Tillaga, sem Ólafur Jónsson, bæjarfulltrúi úr Kópavogi, flutti þess efnis, að ár- gjöld sveitarfélaga yrðu á komandi starfsári óbreytt frá því, sem þau voru seinasta starfsár, var felld með jöfnum atkvæðum. Fjárhags- áætlunin var síðan samþykkt með 17 atkvæðum gegn 4. Stjórn SASÍR í stjórn samtakanna næsta starfs- ár hlutu kosningu: Jóhann Einvarðsson, bæjarstjóri í Keflavík; Árni Gunnlaugsson, bæjarfull- trúi í Hafnarfirði; Björn Ólafsson, bæjarfulltrúi í Kópavogi; Eirfkur Alexandersson, bæjar- stjóri 'í Grindavík; Garðar Sigurgeirsson, sveitar- stjóri, Garðahreppi. í varastjórn voru kjörin: Salome Þorkelsdóttir, hrepps- nefndarfulltrúi, Mosfellshreppi; Alfreð G. Alfreðsson, sveitar- stjóri Miðneshreppi; Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri, Seltjarnarneskaupstað; Ólafur Sigurjónsson, hrepps- nefndarmaður, Njarðvíkurhreppi; og Ólafur Haraldsson, bæjarfull- trúi í Kópavogi. Endurskoðendur SASÍR á starfs- árinu voru kjörnir Einar Ólafsson, oddviti Bessastaðahrepps, og Björg- vin Sæmundsson, bæjarstjóri í Kópavogi. Stjórn SASÍR kom saman til fundar fljótlega eftir aðalfundinn. Skipti hún með sér verkum. For- maður var kosinn Jóhann Ein- varðsson. NORÐURBRAUT HF. 15 þéttbýlissveitarfélög á Norð- urlandi hafa stofnað með sér hluta- félag um varanlega gatnagerð. Nefnist það Norðurbraut h.f. Mark- mið félagsins er að koma fram fyr- ir hönd aðildarsveitarfélaganna í sambandi við gatnagerð úr varan- legu efni, að samræma og skipu- leggja gatnagerðarframkvæmdir sveitarfélaganna, að annast sam- eiginlega fjármögnun framkvæmd- anna og útlagningu slitlags. Skömmu eftir að félagið var stofnað, hinn 15. ágúst 1974, réði það verkfræðing í þjónustu sína. Ferðaðist hann milli aðildarsveit- arfélaganna, kannaði framkvæmda- þörf á hverjum stað og leitaði að steinefnum. Áherzla er lögð á að leita að steinefni til gatnagerðar sem næst hverjum þéttbýlisstað. SVEITARSTJÓRNARMÁL Þá hefur félagið leitað eftir til- boðuin í mulningssamstæðu, færan- lega blöndunarstöð bæði fyrir mal- bik og olíumöl og Jtjappara og út- lagningarvél. Einnig hefur félagið kannað möguleika á sameiginlegri fjármagnsútvegun til tækjakaupa og framkvæmda. Stefnt er að því, að mulningsvél geti tekið til starfa síðari liluta sumars, svo unnt verði að vinna efni í hauga á hinum ýmsu stöð- um, en ekki er gert ráð fyrir, að unnt varði að leggja slitlag á götur fyrr en á næsta sumri. Hlutafé félagsins er 10 milljónir króna, og er eignarhlutfall ein- stakra sveitarfélaga í félaginu sem hér segir: Hvammstangi .......... 4.0% Blönduós ............. 6-0% Höfðahreppur ............. 5-0% Sauðárkrókur ............. 8-5% Hofsóshreppur............. 3.0% Siglufjörður ............. 9-0% Ólafsfjörður ............. 6.5% Dalvík ................... 7.0% Akureyri ............... 24.0% Grýtubakkahreppur . . 3.0% Skútustaðahreppur .... 3.0% Húsavík .................. 9.5% Kópasker ................. 3.0% Raufarhöfn .............. 4.5% Þórshöfn ................. 4.0% Samtals 100% Fyrstu stjórn Norðurbrautar h.f. skipa Heimir Ingimarsson, sveitar- stjóri á Raufarhöfn; Þorvaldur Vestmann, bæjartæknifræðingur, Húsavík; Lárus Ægir Guðmunds- son, sveitarstjóri, Höfðahreppi; Þorsteinn Jóhannesson, bæjarverk- fræðingur, Siglufirði; og Guð- mundur Guðlaugsson, verkfrÆðing- ur, Akureyri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.