Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1975, Side 52

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1975, Side 52
154 Ársreikningar og fjárhagsáætlun Ársreikningar samtakanna voru samþykktir samhljóða á fundinum. Niðurstöðutölur rekstrarreiknings frá 1. 10. 1973 - 30. 9. 1974 eru kr. 4.007.300,00 og efnahagsreiknings pr. 30. 9. 1974 kr. 1.385.499,00. Rekstrarreikningur sálfræðiþjón- ustu SASÍR sama reikningstímabil var einnig samþykktur. Niður- stöðutölur hans voru 2.780.400,00 kr. Niðurstöðutölur fjárhagsáætlunar SASÍR frá 1. 10. 1974-30. 9 1975 eru kr. 5.100.000,00. Árni Grétar Finnsson lagði til í umræðum, að árgjöld sveitarfélaga til samtakanna á komandi starfsári yrðu felld niður, þar sem SASÍR myndi fá 1.8 millj. króna framlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Til- laga þessi var felld með öllum þorra atkvæða gegn 4. Tillaga, sem Ólafur Jónsson, bæjarfulltrúi úr Kópavogi, flutti þess efnis, að ár- gjöld sveitarfélaga yrðu á komandi starfsári óbreytt frá því, sem þau voru seinasta starfsár, var felld með jöfnum atkvæðum. Fjárhags- áætlunin var síðan samþykkt með 17 atkvæðum gegn 4. Stjórn SASÍR í stjórn samtakanna næsta starfs- ár hlutu kosningu: Jóhann Einvarðsson, bæjarstjóri í Keflavík; Árni Gunnlaugsson, bæjarfull- trúi í Hafnarfirði; Björn Ólafsson, bæjarfulltrúi í Kópavogi; Eirfkur Alexandersson, bæjar- stjóri 'í Grindavík; Garðar Sigurgeirsson, sveitar- stjóri, Garðahreppi. í varastjórn voru kjörin: Salome Þorkelsdóttir, hrepps- nefndarfulltrúi, Mosfellshreppi; Alfreð G. Alfreðsson, sveitar- stjóri Miðneshreppi; Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri, Seltjarnarneskaupstað; Ólafur Sigurjónsson, hrepps- nefndarmaður, Njarðvíkurhreppi; og Ólafur Haraldsson, bæjarfull- trúi í Kópavogi. Endurskoðendur SASÍR á starfs- árinu voru kjörnir Einar Ólafsson, oddviti Bessastaðahrepps, og Björg- vin Sæmundsson, bæjarstjóri í Kópavogi. Stjórn SASÍR kom saman til fundar fljótlega eftir aðalfundinn. Skipti hún með sér verkum. For- maður var kosinn Jóhann Ein- varðsson. NORÐURBRAUT HF. 15 þéttbýlissveitarfélög á Norð- urlandi hafa stofnað með sér hluta- félag um varanlega gatnagerð. Nefnist það Norðurbraut h.f. Mark- mið félagsins er að koma fram fyr- ir hönd aðildarsveitarfélaganna í sambandi við gatnagerð úr varan- legu efni, að samræma og skipu- leggja gatnagerðarframkvæmdir sveitarfélaganna, að annast sam- eiginlega fjármögnun framkvæmd- anna og útlagningu slitlags. Skömmu eftir að félagið var stofnað, hinn 15. ágúst 1974, réði það verkfræðing í þjónustu sína. Ferðaðist hann milli aðildarsveit- arfélaganna, kannaði framkvæmda- þörf á hverjum stað og leitaði að steinefnum. Áherzla er lögð á að leita að steinefni til gatnagerðar sem næst hverjum þéttbýlisstað. SVEITARSTJÓRNARMÁL Þá hefur félagið leitað eftir til- boðuin í mulningssamstæðu, færan- lega blöndunarstöð bæði fyrir mal- bik og olíumöl og Jtjappara og út- lagningarvél. Einnig hefur félagið kannað möguleika á sameiginlegri fjármagnsútvegun til tækjakaupa og framkvæmda. Stefnt er að því, að mulningsvél geti tekið til starfa síðari liluta sumars, svo unnt verði að vinna efni í hauga á hinum ýmsu stöð- um, en ekki er gert ráð fyrir, að unnt varði að leggja slitlag á götur fyrr en á næsta sumri. Hlutafé félagsins er 10 milljónir króna, og er eignarhlutfall ein- stakra sveitarfélaga í félaginu sem hér segir: Hvammstangi .......... 4.0% Blönduós ............. 6-0% Höfðahreppur ............. 5-0% Sauðárkrókur ............. 8-5% Hofsóshreppur............. 3.0% Siglufjörður ............. 9-0% Ólafsfjörður ............. 6.5% Dalvík ................... 7.0% Akureyri ............... 24.0% Grýtubakkahreppur . . 3.0% Skútustaðahreppur .... 3.0% Húsavík .................. 9.5% Kópasker ................. 3.0% Raufarhöfn .............. 4.5% Þórshöfn ................. 4.0% Samtals 100% Fyrstu stjórn Norðurbrautar h.f. skipa Heimir Ingimarsson, sveitar- stjóri á Raufarhöfn; Þorvaldur Vestmann, bæjartæknifræðingur, Húsavík; Lárus Ægir Guðmunds- son, sveitarstjóri, Höfðahreppi; Þorsteinn Jóhannesson, bæjarverk- fræðingur, Siglufirði; og Guð- mundur Guðlaugsson, verkfrÆðing- ur, Akureyri.

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.