Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1975, Blaðsíða 28

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1975, Blaðsíða 28
um skulu hafa borizt endurskoðanda sýslunefnd- ar á sveitarsjóðsreikningum eigi síðar en 31. marz ár hvert. Skil á reikningum sveitarfélaga til ráðu- neytisins og Hagstofu íslands skulu samkvæmt 59. gr. laganna gerð fyrir 31. júlí ár hvert. í 60. gr. laganna segir, að hafi ársreikningum ekki verið skilað innan tiltekins tíma, skuli fé- lagsmálaráðuneytið leggja fyrir hlutaðeigendur, sbr. 59. gr., að afhenda reikningana fyrir tiltek- inn dag, sem ráðuneytið ákveður. í þessu sambandi er rétt að vekja athygli sveit- arstjórnarmanna á því, að 1. nr. 36/1973 um breyting á tekjustofnalögunum nr. 8/1972 mæla svo fyrir, að séu ekki gerð skil á ársreikningum sveitarfélaga, sbr. 60. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 58/1961, þá greiðist því sveitarfélagi ekki fram- lag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, fyrr en skil á ársreikningi hafa verið gerð. Búast má við, að þessu lagafyrirmœli verði beitt, ef þurfa þykir Mikill misbrestur hefur orðið á því, að sveitar- stjórnir gæti þess að skila ársreikningum sveitar- félaganna á réttum tíma, þannig að ráðuneytið hefur margoft þurft að gefa þeim viðbótarfrest til að koma því í verk. í einstaka tilfellum hefur þessi dráttur gengið svo langt, að ráðuneytið hef- ur orðið að beita ákvæðum 61. gr. laganna og hlutast til um rannsókn og endurskoðun á bók- haldi, fjárreiðum og rekstri nokkurra sveitar- félaga. Niðurjöfnun útsvara Samkvæmt ákvæðum 6 mgr. 28. gr. tekjustofna- laganna nr. 8/1972, sbr. 22. gr. reglugerðar um útsvör nr. 118/1972, skulu skattstjórar og sveitar- stjórnir hafa lokið niðurjöfnun útsvara eigi síðar en 20. júní ár hvert. Á þessu hefur verið mikill misbrestur og er enn, þótt rétt sé að viðurkenna, að ástandið hefur farið batnandi í þessum efn- um. í 1. mgr. 25. gr. tekjustofnalaganna segir, að útsvar skuli vera ákveðinn hundraðshluti af tekj- um næstliðins almanaksárs, sem þó má ekki vera hærri en 10%, o. s. frv. 130 í 3. mgr. sömu greinar segir, að hrökkvi útsvör SVEITARSTJÓKNARMÁL skv. 1. mgr. ekki fyrir áætluðum útgjöldum, þá sé sveitarstjórn heimilt að hækka þau um 10% að fengnu samþykki ráðherra. Ég held, að rétt sé i þessu sambandi að skýra frá þvi, að félags- málaráðherra hefur ákveðið að samþykkja að veita þeim sveitarstjórnum, sem um þessa hœkk- un kunna að sœkja vegna ársins 1975, heimild til umrœddrar heekkunar, enda verði nefndum skil- yrðum 3. mgr. 25. gr. fullneegt. Þess má hér geta, að á árinu 1972 bárust ráðu- neytinu beiðnir um heimild til að leggja á 11% útsvör á því ári frá 12 kaupstöðum (öllum nema Akranesi og Húsavík) og 14 hreppsfélögum, og var þessum sveitarfélögum veitt hin umbeðna heimild. í janúar 1973 lét ráðuneytið hins vegar birta fréttatilkynningu í fjölmiðlum, þar sem skýrt var frá því, að félagsmálaráðherra hefði ákveðið að veita ekki samþykki sitt til hækkunar útsvara á árinu 1973. Sams konar ákvörðun ráðherra var birt í maímánuði s.I. varðandi árið 1974. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga III. kafli tekjustofnalaganna frá 1972 með síð- ari breytingum fjallar um Jöfnunarsjóð sveitar- félaga. Samkvæmt 8. gr. laganna er hlutverk sjóðsins: a. Að greiða framlag til sveitarfélaganna sam- kvæmt ákvæðum þessa kafla. b. Að greiða úr sérstökum fjárhagserfiðleikum sveitarfélaga, samkvæmt ákvæðum sveitar- stjórnarlaga. c. Að leggja út greiðslur þær milli sveitarfélaga, sem ríkissjóður ber ábyrgð á samkvæmt fram- færslulögum, þar til þær hafa verið endur- greiddar af því sveitarfélagi, sem þær voru inntar af hendi fyrir. d. Að greiða aukaframlag, sbr. 15. gr. e. Að greiða fólksfækkunarframlag, sbr. 16. gr. f. Að greiða 1% af tekjum sjóðsins til Sam- bands íslenzkra sveitarfélaga og 1% til lands- hlutasamtaka sveitarfélaga, sem skiptist jafnt á milli þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.