Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1975, Page 28

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1975, Page 28
um skulu hafa borizt endurskoðanda sýslunefnd- ar á sveitarsjóðsreikningum eigi síðar en 31. marz ár hvert. Skil á reikningum sveitarfélaga til ráðu- neytisins og Hagstofu íslands skulu samkvæmt 59. gr. laganna gerð fyrir 31. júlí ár hvert. í 60. gr. laganna segir, að hafi ársreikningum ekki verið skilað innan tiltekins tíma, skuli fé- lagsmálaráðuneytið leggja fyrir hlutaðeigendur, sbr. 59. gr., að afhenda reikningana fyrir tiltek- inn dag, sem ráðuneytið ákveður. í þessu sambandi er rétt að vekja athygli sveit- arstjórnarmanna á því, að 1. nr. 36/1973 um breyting á tekjustofnalögunum nr. 8/1972 mæla svo fyrir, að séu ekki gerð skil á ársreikningum sveitarfélaga, sbr. 60. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 58/1961, þá greiðist því sveitarfélagi ekki fram- lag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, fyrr en skil á ársreikningi hafa verið gerð. Búast má við, að þessu lagafyrirmœli verði beitt, ef þurfa þykir Mikill misbrestur hefur orðið á því, að sveitar- stjórnir gæti þess að skila ársreikningum sveitar- félaganna á réttum tíma, þannig að ráðuneytið hefur margoft þurft að gefa þeim viðbótarfrest til að koma því í verk. í einstaka tilfellum hefur þessi dráttur gengið svo langt, að ráðuneytið hef- ur orðið að beita ákvæðum 61. gr. laganna og hlutast til um rannsókn og endurskoðun á bók- haldi, fjárreiðum og rekstri nokkurra sveitar- félaga. Niðurjöfnun útsvara Samkvæmt ákvæðum 6 mgr. 28. gr. tekjustofna- laganna nr. 8/1972, sbr. 22. gr. reglugerðar um útsvör nr. 118/1972, skulu skattstjórar og sveitar- stjórnir hafa lokið niðurjöfnun útsvara eigi síðar en 20. júní ár hvert. Á þessu hefur verið mikill misbrestur og er enn, þótt rétt sé að viðurkenna, að ástandið hefur farið batnandi í þessum efn- um. í 1. mgr. 25. gr. tekjustofnalaganna segir, að útsvar skuli vera ákveðinn hundraðshluti af tekj- um næstliðins almanaksárs, sem þó má ekki vera hærri en 10%, o. s. frv. 130 í 3. mgr. sömu greinar segir, að hrökkvi útsvör SVEITARSTJÓKNARMÁL skv. 1. mgr. ekki fyrir áætluðum útgjöldum, þá sé sveitarstjórn heimilt að hækka þau um 10% að fengnu samþykki ráðherra. Ég held, að rétt sé i þessu sambandi að skýra frá þvi, að félags- málaráðherra hefur ákveðið að samþykkja að veita þeim sveitarstjórnum, sem um þessa hœkk- un kunna að sœkja vegna ársins 1975, heimild til umrœddrar heekkunar, enda verði nefndum skil- yrðum 3. mgr. 25. gr. fullneegt. Þess má hér geta, að á árinu 1972 bárust ráðu- neytinu beiðnir um heimild til að leggja á 11% útsvör á því ári frá 12 kaupstöðum (öllum nema Akranesi og Húsavík) og 14 hreppsfélögum, og var þessum sveitarfélögum veitt hin umbeðna heimild. í janúar 1973 lét ráðuneytið hins vegar birta fréttatilkynningu í fjölmiðlum, þar sem skýrt var frá því, að félagsmálaráðherra hefði ákveðið að veita ekki samþykki sitt til hækkunar útsvara á árinu 1973. Sams konar ákvörðun ráðherra var birt í maímánuði s.I. varðandi árið 1974. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga III. kafli tekjustofnalaganna frá 1972 með síð- ari breytingum fjallar um Jöfnunarsjóð sveitar- félaga. Samkvæmt 8. gr. laganna er hlutverk sjóðsins: a. Að greiða framlag til sveitarfélaganna sam- kvæmt ákvæðum þessa kafla. b. Að greiða úr sérstökum fjárhagserfiðleikum sveitarfélaga, samkvæmt ákvæðum sveitar- stjórnarlaga. c. Að leggja út greiðslur þær milli sveitarfélaga, sem ríkissjóður ber ábyrgð á samkvæmt fram- færslulögum, þar til þær hafa verið endur- greiddar af því sveitarfélagi, sem þær voru inntar af hendi fyrir. d. Að greiða aukaframlag, sbr. 15. gr. e. Að greiða fólksfækkunarframlag, sbr. 16. gr. f. Að greiða 1% af tekjum sjóðsins til Sam- bands íslenzkra sveitarfélaga og 1% til lands- hlutasamtaka sveitarfélaga, sem skiptist jafnt á milli þeirra.

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.