Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1975, Blaðsíða 8

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1975, Blaðsíða 8
arfélögum með upplýsingum um tæknileg og fjárhagsleg atriði. 200 ÍBÚA ÞORP FÁ ÞÉTTBÝLISFÉ Þá var sú breyting gerð á vegalögunum, að íbúatala þeirra staða, sem hlotið geta þéttbýlisfé, var lækkuð úr 300 í 200, þannig, að nú geta sveit- arfélög með 200 íbúa eða fleiri í þéttbýli hlotið framlag úr vegasjóði. Fimm þéttbýlisstaðir njóta góðs af þessari lagabreytingu i ár, Búðardalur, Súðavík, Hofsós, Hrísey og Breiðdalsvík, sem allir telja milli 200 og 300 íbúa. ÞÉTTBÝLISFÉÐ 1141 KRÓNA Á ÍBÚA 1975 Auk þeirra breytinga á vegalögunum, sem áður getur og áhrif hafa á upphæð þéttbýlisvegafjár- ins til sveitarfélaganna á þessu ári, er þess enn að geta, að fellt var niður ákvæði, sem undanskilur þær tekjur, sem varið er til hraðbrautarfram- kvæmda, þegar reiknuð eru út þau I2y2 af heild- artekjum vegamála, sem verja skal til gatnagerðar í þéttbýli. Hraðbrautarframlagið í ár nemur 336.3 milljónum króna, svo þessi breyting verkar til nokkurrar hækkunar á almenna framlaginu frá því, sem ella hefði orðið með hliðsjón af breytingunni úr 10% í 25% á framlaginu, sem varið er til að flýta framkvæmdum, þar sem sér- stök ástæða þykir til að ljúka tilteknum áfanga eða stuðla að hagkvæmari vinnubrögðum. Vegagerð ríkisins hefur þegar reiknað út þétt- býlisféð í ár og skiptingu þess milli sveitarfélaga, með hliðsjón af þeim lagabreytingum, sem gerð- ar voru í maí og hér hefur verið getið. Til skipta koma í ár um 213.6 millj. króna og skiptast þær jafnt milli þéttbýlisstaðanna með 200 íbúa og fleiri, en þeir hafa samanlagt 187334 íbúa. Skiptitalan verður því kr. 1141 á hvern íbúa. Getur þá hver reiknað út þéttbýlisféð með því að margfalda þá tölu með íbúatölu staðarins 110 hinn 1. desember 1974. HREPPAR FÁ HLUTVERK í VEGAMÁLUM Veigamikil breyting var nú gerð á vegalögun- um að því er varðar frumkvæði hreppa í sam- bandi við sýsluvegi innansveitar. Sýsluvegasjóðs- gjöld hvers hrepps eru reiknuð eins og áður sem andvirði þriggja dagvinnustunda fyrir hvern íbúa hreppsins, miðað við kaupgjald í almennri verkamannavinnu hjá Vegagerð ríkisins 1. des. ár- ið áður en gjaldið er lagt á. Breytingin er fólgin í því, að þetta gjald ber nú að skoða sem lágmark, og er hreppsnefndum heimilt að ákveða gjaldið allt að tvöfalt hœrri upphœð heldur en sem nem- ur lágmarkinu, og ber pá ríkissjóði að reiða fram i mótframlag tvöfalda þá fjárhceð, sem hrepps- nefnd hefur ákveðið að leggja fram og skal það fé renna óskipt til sýsluvega i viðkomandi hreppi. Hreppsnefnd, sem ákveður að hagnýta sér þessa möguleika, skal tilkynna sýslumanni um það fyr- ir 15. febrúar ár hvert, og reiknar þá sýslumaður út framlag hreppsins, sem greiðist eigi síðar en á manntalsþingi næst á eftir. Um nokkurt árabil hafa hreppsnefndir ekki átt þess kost að láta til sín taka vegamál, hvernig sem ástand innansveitarvega hefur verið, og hef- ur það valdið nokkurri óánægju hjá ýmsum. Með þessari lagabreytingu opnast hreppsnefndum á nýjan leik tækifæri til frumkvæðis í þá átt að leggja meira fé en ella til sýsluvega innan eigin umdæmis, og leggur ríkissjóður tvær krónur fyrir hverja eina, sem hreppssjóður leggur í þessu skyni. Samkvæmt upplýsingum Vegagerðar ríkisins var nokkurri fjárveitingu ráðstafað í þessu skyni í ár, og verður þetta nýmæli í lögunum fram- kvæmt á þessu ári, eftir því sem sú fjárveiting hrekkur til. Unnar Stefánsson. SVEITARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.