Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1975, Page 8

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1975, Page 8
arfélögum með upplýsingum um tæknileg og fjárhagsleg atriði. 200 ÍBÚA ÞORP FÁ ÞÉTTBÝLISFÉ Þá var sú breyting gerð á vegalögunum, að íbúatala þeirra staða, sem hlotið geta þéttbýlisfé, var lækkuð úr 300 í 200, þannig, að nú geta sveit- arfélög með 200 íbúa eða fleiri í þéttbýli hlotið framlag úr vegasjóði. Fimm þéttbýlisstaðir njóta góðs af þessari lagabreytingu i ár, Búðardalur, Súðavík, Hofsós, Hrísey og Breiðdalsvík, sem allir telja milli 200 og 300 íbúa. ÞÉTTBÝLISFÉÐ 1141 KRÓNA Á ÍBÚA 1975 Auk þeirra breytinga á vegalögunum, sem áður getur og áhrif hafa á upphæð þéttbýlisvegafjár- ins til sveitarfélaganna á þessu ári, er þess enn að geta, að fellt var niður ákvæði, sem undanskilur þær tekjur, sem varið er til hraðbrautarfram- kvæmda, þegar reiknuð eru út þau I2y2 af heild- artekjum vegamála, sem verja skal til gatnagerðar í þéttbýli. Hraðbrautarframlagið í ár nemur 336.3 milljónum króna, svo þessi breyting verkar til nokkurrar hækkunar á almenna framlaginu frá því, sem ella hefði orðið með hliðsjón af breytingunni úr 10% í 25% á framlaginu, sem varið er til að flýta framkvæmdum, þar sem sér- stök ástæða þykir til að ljúka tilteknum áfanga eða stuðla að hagkvæmari vinnubrögðum. Vegagerð ríkisins hefur þegar reiknað út þétt- býlisféð í ár og skiptingu þess milli sveitarfélaga, með hliðsjón af þeim lagabreytingum, sem gerð- ar voru í maí og hér hefur verið getið. Til skipta koma í ár um 213.6 millj. króna og skiptast þær jafnt milli þéttbýlisstaðanna með 200 íbúa og fleiri, en þeir hafa samanlagt 187334 íbúa. Skiptitalan verður því kr. 1141 á hvern íbúa. Getur þá hver reiknað út þéttbýlisféð með því að margfalda þá tölu með íbúatölu staðarins 110 hinn 1. desember 1974. HREPPAR FÁ HLUTVERK í VEGAMÁLUM Veigamikil breyting var nú gerð á vegalögun- um að því er varðar frumkvæði hreppa í sam- bandi við sýsluvegi innansveitar. Sýsluvegasjóðs- gjöld hvers hrepps eru reiknuð eins og áður sem andvirði þriggja dagvinnustunda fyrir hvern íbúa hreppsins, miðað við kaupgjald í almennri verkamannavinnu hjá Vegagerð ríkisins 1. des. ár- ið áður en gjaldið er lagt á. Breytingin er fólgin í því, að þetta gjald ber nú að skoða sem lágmark, og er hreppsnefndum heimilt að ákveða gjaldið allt að tvöfalt hœrri upphœð heldur en sem nem- ur lágmarkinu, og ber pá ríkissjóði að reiða fram i mótframlag tvöfalda þá fjárhceð, sem hrepps- nefnd hefur ákveðið að leggja fram og skal það fé renna óskipt til sýsluvega i viðkomandi hreppi. Hreppsnefnd, sem ákveður að hagnýta sér þessa möguleika, skal tilkynna sýslumanni um það fyr- ir 15. febrúar ár hvert, og reiknar þá sýslumaður út framlag hreppsins, sem greiðist eigi síðar en á manntalsþingi næst á eftir. Um nokkurt árabil hafa hreppsnefndir ekki átt þess kost að láta til sín taka vegamál, hvernig sem ástand innansveitarvega hefur verið, og hef- ur það valdið nokkurri óánægju hjá ýmsum. Með þessari lagabreytingu opnast hreppsnefndum á nýjan leik tækifæri til frumkvæðis í þá átt að leggja meira fé en ella til sýsluvega innan eigin umdæmis, og leggur ríkissjóður tvær krónur fyrir hverja eina, sem hreppssjóður leggur í þessu skyni. Samkvæmt upplýsingum Vegagerðar ríkisins var nokkurri fjárveitingu ráðstafað í þessu skyni í ár, og verður þetta nýmæli í lögunum fram- kvæmt á þessu ári, eftir því sem sú fjárveiting hrekkur til. Unnar Stefánsson. SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.