Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1981, Page 8

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1981, Page 8
SVEITARSTJORNIR OG FÉLAGSMÁLIN Á þessu ári eru fjörutíu ár síðan Sveitarstjórnar- mál hófu göngu sína. I tilefni af því munum við líta yfir liðna tíð í nokkrum málaflokkum sveitarfélag- anna og reyna að skyggnast til framtíðar. Hér er ekki um tæmandi úttekt að ræða, heldur tilraun til að staldra við, eins og títt er á tyllidögum og spyrja: Hvar stöndum við, hvert stefnir? Uppruni hreppanna er talinn nátengdur félags- málum, sem nú eru kölluð í hinni þrengri merkingu orðsins. Hrepparnir eru taldir stofnaðir sem sam- ábyrgðarfélag búenda á tilteknu svæði til að ala önn fyrir þeim, sem eigi gátu sjálfir, er skylduframfærinu sleppti, séð sér og sínum farborða. Ástæður til þess gátu verið margar, fyrirvinnumissir, æska eða elli, fötlun, andleg eða líkamleg, eða almenn fátækt og bjargarleysi í landinu. Eðli málsins samkvæmt eru frumverkefni sveitarfélaganna enn hin sömu, að annast sameiginleg velferðarmál þegna sinna, þótt úrræðin séu nú önnur og verkefnin orðin sérgreind og margvísleg, miðað við breyttar þjóðfélagsað- stæður. Þó að ríkisvaldið hafi tekið mestu fram- færslubyrðina af herðum sveitarfélaganna í formi almannatrygginga og yfirstjórnar á ýmsum sviðum, hlýtur hin beina forsjá félagslegrar þjónustu við íbúana að vera í höndum kjörinna sveitarstjórna. Þau eru það stjórnvaldið, sem næst stendur hverjum þegni, og hafa m. a. það hlutverk að tryggja, að hver borgari landsins eigi aðgang að sambærilegri félags- legri þjónustu án tillits til búsetu. Hér er um að ræða undirstöðuverkefni sveitarstjórna í sérhverju vel- ferðarríki. Blikur eru þó á lofti, sem benda til, að sveitar- stjórnarmenn þurfi að halda vöku sinni í þessum efnum. Ýmis félagsleg verkefni, sem nú ber að höndum, leita sér farvegs utan eða ofan við sveitar- stjórnarkerfið í landinu. Málefni þroskaheftra voru fyrir tveimur árum sett í hendur svæðisstjórnum, sem ná yfir heila landshluta, og horfur eru á, að öll málefni fatlaðra muni nú felld að sömu skipan. For- fallaþjónusta í strjálbýli, sem hið opinbera kostar, var á seinasta ári sett í hendur búnaðarsambanda, en ekki hreppa. Hugmyndir eru uppi um nýja um- dæmaskipan á sviði barnaverndarmála. Sama mun uppi á sviði öldrunarmála. Heilsugæzla og bruna- varnir kalla af tæknilegum ástæðum á samstarf sveitarfélaga innbyrðis, og líku máli gegnir um heil- brigðis- og byggingareftirlit. En þegar veigamiklir málaflokkar, sem snerta sjálfa undirstöðu sveitar- stjórnanna í landinu, eru settir í hendur fjarlægra umboðsstjórnvalda, sem ekki bera beina ábyrgð gagnvart íbúum þeim, sem þjónustunnar eiga að njóta, er þá ekki nærri hlutverki hreppanna gengið? Eða hvert verður þá hlutverk hinna fornu hreppa, ef hver málaflokkurinn af öðrum er þannig falinn yfirstjórn, sem lýtur forsjá ríkis-, og hagsmunaaðila en aðild sveitarstjórnarmanna aðeins óbein og óveruleg? Sambandið hefur tvívegis á undanförnum árum leitað samstarfs við ríkisvaldið um stefnumörkun á sviði félagsmála. Nefnd var skipuð á árinu 1978 með aðild sambandsins, en leyst frá störfum á árinu 1980 án efnislegrar niðurstöðu. Og enn eru horfur á, að einstakir þættir félagsmála þróist án samræmdrar stefnu að því er snertir hlutverk sveitarfélaga í með- ferð þeirra. Að þessum málum leiðum við hugann í þessu fyrsta tölublaði afmælisársins. Til þess virðist ærin ástæða. Unnar Stefánsson. SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.