Sveitarstjórnarmál - 01.02.1981, Síða 11
Þátttakendur í fyrstu Mallorkaferð aldraðra, sem farin var á vegum Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar haustið 1977.
Myndin er tekin við sundlaug Hótel Columbus, þar sem hópurinn dvaldist í góðu yfirlæti í þrjár vikur.
sem hún varð í tugi ára fyrir meira aðkasti á Alþingi
en flest önnur lög á íslandi, enda eru óteljandi allar
þær breytingartillögur, sem komu fram á þingi á
reglugerðinni í öll þessi ár.
Sóknin gegn fátækrareglugerðinni hófst strax á
fyrsta ráðgefandi þingi fslendinga árið 1845. Urðu
þá miklar orðasennur á Alþingi um fátækramálefni,
og ollu ákvæði laga um 5 ára sveitfestitíma þar
mestum deilum.
Þriggja manna nefnd, sem kosin var á Alþingi
vegna framkominna breytingatillagna á fátækra-
reglugerðinni, skilaði áliti, þar sem hún einkum
gagnrýnir 5 ára sveitfestitíma. Rökstuddi nefndin
mál sitt á margan hátt. M.a. lýsti nefndin því yfir, að
hinn stutti sveitfestitími legðist einkum þungt á
sjávarhreppana, er teygðu venjulega til sín gamal-
menni og örvasa fólk, er reyndi að sjá sér þar far-
borða.
Tillaga nefndarinnar varð endanlega sú, að 6. gr.
fátækrareglugerðarinnar yrði breytt og sveitfestitími
20 ár, en þingið samþykkti loks, að sveitfestin yrði
bundin við 10 ár.
Þetta eina dæmi sýnir, hvaða afstöðu landsmenn
tóku til þessara mála í þá daga. Allir reyndu að koma
ómögum af sér, en auðvitað má almenn fátækt
landsmanna á þessum tíma ekki gleymast. Er fram-
færsluskylda þjóðfélagsins var til umræðu á Alþingi
árið 1885, tók einn þingmanna til máls og lýsti áliti
sínu með þessum orðum: „Sveitarstjórn á að útvega
þurfalingum hið allra nauðsynlegasta viðurværi,
það sem ómissandi er fyrir líf hans og heilsu, lengra
nær eigi sú skylda.“
„Sveitarstjórnin á að sjá um það tvennt: í fyrsta
lagi að reyna að aftra og afstýra leti og ómennsku, og
í öðru lagi að sjá um, að menn deyi ekki úr sulti,
klæðleysi né húsnæðisleysi.“ (Alþt. 1885, B. 1289).
Það er mjög athyglisvert, að þingmaðurinn er
þarna talinn túlka skoðun alls þorra þingmanna.
Nú á tímum kemur okkur undarlega fyrir sjónir,
hversu lítillar samúðar og mannúðar þeir þegnar
þjóðfélagsins nutu, sem af einhverjum ástæðum
voru hjálpar þurfi til að framfleyta lífinu.
Þætti okkur það lítilfjörleg hjálp í dag, ef t.d.
aðstoð við aldraðan, óvinnufæran og eignalausan
einstæðing væri miðuð við það eitt, að hann dæi ekki
úr sulti, klæðaleysi eða húsnæðisleysi. 5
SVEITARSTJÓRNARMÁL