Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1981, Side 16

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1981, Side 16
Elli- og hjúkrunarheimilið í Borgarnesi. Að rekstri þess standa Mýra- og Borgarfjarðarsýsla, allir hreppar Mýrasýslu, nokkrir hreppar Borgarfjarðarsýslu og Samband borgfirzkra kvenna. 10 þjónustustofnun, sem öldruðum hefur verið ætluð hér á landi auk langlegudeilda á sjúkrahúsum. Megin stefnubreyting í þessum málum er sú, að auka beri þjónustu við aldraða í heimahúsum og stuðla þannig að sem lengstri veru þeirra þar. Þau almennu markmið þjónustunnar við aldraða, sem telja verður eðlilegt að stefna að, eru eftirfar- andi: 1. að tryggja, að þeir, sem þurfa aðstoðar við eða þrotnir eru að kröftum, njóti viðunandi aðstoðar og aðhlynningar. 2. að skapa þeim aðstöðu til vinnu og endurþjálf- unar, svo þeir geti nýtt krafta sína, meðan þeir endast, þeim sjálfum og samfélaginu til heilla. 3. að skapa þeim þannig aðstöðu, að sem minnst röskun verði á högum þeirra og að þeir geti búið sem lengst í átthögunum. Gömul kona í peysufötum. 4. að viðhalda möguleikum þeirra til sjálfstæðis og óháðs lífernis. Ekki verður þessum markmiðum náð, nema með fjölþættri starfsemi, sem miðar að þvi að veita þjón- ustu jafnt á stofnunum sem í heimahúsum. I mesta dreifbýli er ekki auðvelt að ná þeim markmiðum, sem hér'hafa verið nefnd, nema með verulegum mannafla og miklum tilkostnaði. Þeir þættir þjónustu við aldraða, sem ég tel að þurfi að koma upp, svo framangreindum mark- miðum verði náð, eru eftirtaldir: 1. Langlegudeildir í sjúkrahúsum, sem þjóni ákveðnum svæðum, t.d. eins og sjúkrahúsin á Akranesi og í Stykkishólmi, sem þjóna Vestur- landi. 2. Dvalarheimili i tiltölulega litlum einingum, er tengist heilsugæzlustöðvum og þjóni hverju heilsugæzlusvæði. 3. Þjónustuhús í tengslum við dvalarheimili, er annist heimilishjálp, vinnumiðlun, tómstunda- störf og dagvistun. 4. íbúðir fyrir aldraða, einstakar eða í sambýli. íbúðirnar geta verið í tengslum við dvalarheim- ilin eða t.d. í þeim byggðarkjörnum, sem víða hafa myndazt í sveitum. 5. Heimilishjálp í sveitum er vafalaust einn mikil- vægasti þáttur þjónustu við aldraða, ekki sízt vegna þess, hve aldurshlutfall þar er víða hátt. Þessi þjónusta gæti verið skipulögð frá heilsu- gæzlustöðvunum í samvinnu við viðkomandi sveitarstjórnir og sýslufélög. SVEITARSTJÖRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.