Sveitarstjórnarmál - 01.02.1981, Side 19
Grunnmynd núverandi dvalarheimllls aldraðra í Stykkishólml, 1. og 2. hæð. Telknistofan hf., Ármúla 6 gerðl uppdráttlnn.
Konur Karlar Samt.
Strax 6 3 9
Síðar 35 30 65
Aldrei 2 6 8
Ekki svar 3 5 8
Svörin við þessari fyrstu spurningu gáfu til kynna
verulega þörf, auk þ ess sem vitað var um allmarga i
nágrannasveitum, sem biðu eftir vist á elliheimili.
A árinu 1978 var tekið í notkun dvalarheimili fyrir
aldraða í Stykkishólmi, og er þar rúm fyrir 16 vist-
menn. Heimilið er í gömlu húsi, sem áður var
heimavistarhús og er því ekki sérhannað fyrir þessa
starfsemi. Til þess að gefa hugmynd um skipulag
'hússins, birti ég hér uppdrætti, sem sýna:
a. Skipulag svæðisins og tillögur um viðbyggingu
við núverandi byggingu, en þar eru fyrirhugaðar
ibúðir. Sjá uppdrátt á bls. 12.
b. Innra skipulag hússins, sem skiptist í: herbergi
vistmanna, snyrtingar, setustofu, borðstofu,
bókaherbergi, föndurherbergi og eldhús, svo
helztu einingar séu taldar. Sjá myndir hér ofar.
c. Ein af þremur gerðum herbergja vistmanna.
SVEITARSTJÖR.NARMÁL