Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1981, Page 37

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1981, Page 37
DAS Hrafnista fremst á myndinni milli Kleppsvegar og Brúnavegar í Reykjavík; Laugarásbíó lengst tll vinstri, en hitt eru vistálmur. Um 400 manns búa á heimilinu. Handan þess er Norðurbrún 1, íbúðlr fyrir aldraða og félagsmiðstöð aldraðra, sem Reykjavíkurborg rekur. í baksviði Elliðavogur, Kleppsspítali lengst til vinstri og loks áburðarverksmiðjan í Gufunesi. sjúkrahúsum aðeins 452 dvalardagar. Á hinn bóginn voru fjarvistir af fólkinu, sem dvelst á vistheimilinu, tiltölulega meiri. Til þess að gefa nokkra hugmynd um það, hvernig skipting er á milli stétta með hliðsjón af því, að þetta heimili var á sínum tíma. byggt fyrir aldraða sjó- menn og sjómannskonur, má geta þess, að í árs- byrjun 1979 voru 149 karlar, sem höfðu verið starf- andi sjómenn meginhluta lífsstarfs síns, og 120 sjómannskonur, eða samtals 269. Er hluti sjómanna stærri á vistdeildinni af augljósum ástæð- um. Happdrætti DAS Auk þess, sem þegar hefur verið getið í sambandi við fjármögnum bygginga Sjómannadagsins, ber að geta þeirrar fjáröflunar, sem hefur reynzt hvað drýgst til þeirra framkvæmda. Á sjómannadaginn 1954, þegar hornsteinn Hrafnistu í Reykjavík var lagður, hóf Happdrætti DAS einnig starfsemi sína, skv. nýsamþykktum lög- um Alþingis. Það náði strax öruggri fótfestu, þótt í harðri samkeppni væri við tvö gróin landshapp- drætti. Var það strax mikils virði fyrir uppbygging- arstarfsemi Sjómannadagsins. Þótt happdrættisleyfi hefði verið veitt á sínum tíma, m. a. til að bæta samtökunum fjárhagsleg skakkaföll, sem þau urðu fyrir, er þau lánuðu söfnunarfé sitt til uppbyggingar fiskiskipastólsins um allt land, liðu ekki nema rúm 8 ár, unz það var gleymt. Árið 1963, eða eftir aðeins 9 ára starf, voru þær breytingar gerðar á lögum happdrættisins, að 40% af tekjum þess var ráðstafað í byggingarsjóð aldraðra. Af þeim peningum hafa sjómannasamtökin aldrei fengið krónu að láni né SVEITARSTJÓRNARMÁL 31

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.