Sveitarstjórnarmál - 01.02.1981, Side 38
styrk til byggingarframkvæmda sinna fyrir aldrað
fólk.
Þessu fé hefur þó verið varið til góðra verkefna, til
styrktar íbúðarbyggingum aldraðra víðs vegar um
land. Nemur fjárhæð þessi á verðlagi í marz 1979 um
200 milljónum króna.
Tekjur happdrættisins hafa minnkað mikið sem
hlutfall í ráðstöfunarfé samtakanna hin síðari ár.
Kemur þar auk framangreindrar ástæðu tvennt að-
allega til: Mikill hluti vinninga er bundinn í vinn-
ingaskrá, og kemur verðbólgan með fullum þunga
þar á, stóraukinn launa- og auglýsingakostnaður og
gífurlega aukin samkeppni margra happdrætta, sem
nemur tugum, með sambærilega vinninga við
happdrætti DAS.
Tekjur Happdrættis DAS skiptast mjög misjafn-
lega eftir landshlutum.
Þannig komu í ársbyrjun um 54% tekna þess úr
Reykjavíkurkjördæmi og 12% úr Reykjaneskjördæmi.
Vistun á heimilin hefur ekki til þessa verið bundin
búsetu í ákveðnum sveitarfélögum.
Kvikmyndahús í Reykjavík
og í Hafnarfiröi
En tekjur samtaka þessara koma víðar frá. Sjó-
mannadagurinn í Reykjavík rekur eitt umboða
happdrættisins þar, „aðalumboðið“, og fara allar
tekjur af því einnig til bygginga aldraðra á félags-
svæðinu. Auk þess rekur Sjómannadagurinn Laug-
arásbíó í Reykjavík og Bæjarbíó í Hafnarfirði. Allur
ágóði af þeim rekstri fer einnig í þessa uppbyggingu.
Þótt ágóði sá sé ekki mikill í krónum, er rétt að geta
þess, að sú upphæð hefur farið vaxandi, sem sam-
tökin hafa fengið til ráðstöfunar af skemmtanaskatti.
En Laugarásbíó borgar alla skatta eins og þau kvik-
myndahús, sem rekin eru í einkarekstri, og þ. á m.
skemmtanaskatt eins og þau.
Samtökin fá endurgreiddan skemmtanaskattinn
að frádregnum 10%, sem renna til reksturs Sin-
fóníuhljómsveitarinnar, og er þetta fé notað að öllu
leyti til byggingar dvalarheimilanna.
En að langmestu leyti hafa byggingar þessar, og
þó sérstaklega hin nýja bygging í Hafnarfirði, verið
fjármögnuð með lánsfé. Munar þar mestu um lán úr
Byggingarsjóði ríkisins og frá Lífeyrissjóði sjómanna,
sem aðildarfélög Sjómannadagsins byggðu fyrst og
fremst upp, auk annarra lífeyrissjóða, sem samtök
sjómanna eiga aðild að. Hafnarfjarðarkaupstaður og
Garðabær leggja fram lóðir endurgjaldslaust og
Grindavíkurbær, einn allra bæja, fjárupphæð til
þess áfanga vistheimilisins, sem þegar er lokið. Þá
hafa sveitarfélög, Lions-klúbbar og einstaklingar
gefið verulegar fjárupphæðir. Einnig hafa borizt til
Hrafnistu í Hafnarfirði, eins og í Reykjavík, mjög
verðmætar bókagjafir. Á fjárlögum 1978 og 1979 voru
veittar samtals 100 milljónir króna í styrk til þessarar
byggingar. Var hann veittur með því skilyrði, að
vistheimili þetta væri svo í stakk búið, að þar gæti
dvalizt fólk, sem þyrfti á sérstakri umönnun, eftirliti
og léttari hjúkrun að halda. Eru slíkir aðilar nú mikill
meirihluti þeirra, sem á heimilinu dveljast.
200 manna starfsliö
í Reykjavík
Á Hrafnistu í Reykjavík eru nú eða voru um síð-
ustu áramót u. þ. b. 200 stöðugildi, þ. e. heilsdags-
störf, en starfsfólk í ársstarfi á launaskrá Hrafnistu i
Reykjavík var nokkuð á þriðja hundrað.
Með 407 vistrými á heimilinu þýðir þetta, að 1
starfsmaður sé fyrir 2.15 vistmenn og sjúklinga.
Niðurstöðutölur á rekstrarreikningi Hrafnistu í
Reykjavík voru um s. 1. áramót túml. 1403 milljónir
króna. Heimilið greiddi í laun á þessu sama ári um
kr. 854 milljónir.
Brunabótamat Hrafnistu í Reykjavík og hjóna-
íbúðanna við Jökulgrunn var 31/12’79 340
milljónir, en Hrafnistu i Hafnarfirði 1.575 milljónir
króna. Bygging Hrafnistuheimilanna, þ. á m. teikn-
ingar, búnaður, öll þjónusta o. fl. og hin síðari ár
daggjöld fara eftir ákvæðum laga og reglugerða þar
um, sem settar eru af viðkomandi stjórnvöldum.
Hrafnista í Hafnarfiröi
Áður en ráðizt var í byggingu Hrafnistu í Hafn-
arfirði, höfðu forráðamenn samtakanna ekki aðeins
eigin reynslu hér heima í veganesti, heldur höfðu
SVEITARSTJORNARMÁL