Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1981, Page 44

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1981, Page 44
38 Myndir 5 og 6. Fyrirmyndar uppsetning á bryggjudekkjum. Til vinstri er bryggja Eimskipafélags fslands hf. á Akureyri og til hægri ytri viðlegukantur bryggjunnar á Stöðvarfirðl. Þar reynir mikið á dekkin bæði vegna hafróts og núnings skipa við þau. Framhorn bryggjunnar er þó algertega óvarið. Betra væri að draga vír eða keðju gegnum dekkin til öryggis, ef burðarkeðja slitnar. Myndirnar með greininni tók höfundur hennar, Erlendur Jónsson, skipstjóri. Einnig væri til athugunar að fá gamlar sverar olíuslöngur, þó ekki með stálbarka, er oft falla til hjá olíufélögunum, og setja stönsuðu gúmmíhringina i slönguna og setja þær svo lóðréttar i viðlegukantinn með stuttu millibili. Þetta auðveldar minni skipunum að liggja við slikar bryggjur, þar sem þau renna upp og niður á slöngunum eftir sjávarföllum og hreyfingu, án þess að lunning eða skjólborð lendi — fiski — undir þybbuna eða dekkin, eins og stund- um kemur fyrir. (Ljósmynd nr. 4). Notið dekkin Auðvelt er að fletta upp í auglýsingabæklingum fyrirtækja i Reykjavík, sem selja eða hafa umboð fyrir sérhannaðar þybbur á bryggjur. Þetta eru án efa albeztu þybburnar, sem völ er á, enda hafa sérþjálfaðir menn með margra ára tilraunastarf að baki hannað þær. Þybbur þessar (fendarar) eru á hinn bóginn mjög dýrar, svo draga verður í efa, að fé- litlir hafnarsjóðir hafi efni á að setja upp slíkan útbúnað, og er út frá því gengið, þegar hér er lagt til, að notað sé það efni, sem nóg er af í öllum byggðarlögum hér á landi og fáanlegt er höfnunum að kostnaðarlausu, en það eru hinar ýmsu tegundir hjól- barða af bílum eða dráttarvélum, sem notaðir hafa verið árum saman víða um land með sæmilegum árangri. Það er til fyrirmyndar, hvernig sumir forráðamenn hafna hafa varið bryggjur sínar. Má sjá dæmi um það á ljósmyndum númer 5 og 6. MikiU sparnaður vona, að forráðamenn hafna geri sér grein fyrir því, að það er mik- ill sparnaður fyrir alþjóð, ef unnt er að einhverju leyti að minnka þær miklu skemmdir, sem verða á skipum i höfn og á hafnarmannvirkjum. Vona ég, að þessir sömu menn setji sig í spor skipstjórnarmanna, er verða oft að leggjast að illa vörðum bryggj- um við erfið skilyrði. Einnig gæti verið mjög mikið öryggi fyrir hafnir og skip, ef hafnar- verðir á erfiðum höfnum gætu haft til taks góðar þybbur, ef skip verða ein- hverra hluta vegna að liggja i mjög slæmu veðri við bryggju, sem þau annars myndu sigla frá. Einnig ber að hafa í huga, að skip eru nú byggð með meira fríborð en áður og í flestum tilvikum með veikari efri síður. Með þvi að Skipstjórafélag Islands hefur nýverið sett á stofn hafnamála- nefnd, væri mjög æskilegt, að hafnarstjórnir hinna ýmsu hafna og hin nýstofnaða nefnd skiptust á skoðunum um hin ýmsu hafnarmál, báðum aðilum til hagsbóta. SVEITARSTJÖRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.