Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1981, Síða 46

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1981, Síða 46
Um borð í Fagranesi á sigllngu milli ísafjarðar og Bolungarvíkur í hinu fegursta veðri. Bergsteinn Gizurarson, deildarverkfræðingur á Hafnamálastofnun, tók myndina svo og myndina á næstu blaðsíðu. Gunnar B. Guðmundsson, hafnar- stjóri, gerði nokkra grein fyrir vörn- um á bryggjum Reykjavíkurhafnar í framhaldi af framsögu Erlendar. Að morgni siðari fundardagsins hófst fundur með almennum um- ræðum um framsöguerindin. Gísli Viggóssson, verkfræðingur á Hafnamálastofnun, upplýsti, að stofnunin ynni nú að rannsóknum á hreyfingum skipa í höfnum. Enn- fremur ræddi hann ljósabúnað við innsiglingu í hafnir. Að loknum nokkrum umræðum almennt gerði Björgvin Guðmunds- son, borgarfulltrúi, grein fyrir niður- stöðum allsherjarnefndar fundarins. Lagði nefndin til, að nokkrar til- lögur yrðu samþykktar eins og stjórn sambandsins hafði lagt þær fram, en öðrum yrði nokkuð breytt. Fara hér á eftir ályktanir þær, sem gerðar voru að tillögu allsherjar- nefndar fundarins. Ellefti ársfundur Hafnasambands sveitarfélaga skorar á vitamálastjóra að láta þegar í stað fara fram könnun á þessum þáttum og gera tillögur til úrbóta, þannig að fé fáist á næstu fjárlögum í því skyni. Ennfremur beinir hafnasam- bandið þeirri eindregnu ósk til sam- gönguráðherra og Alþingis, að frum- varp að vitalögum verði að nýju lagt fram i haust og afgreitt frá Alþingi. Einföldun á gjaldskrám Fundurinn felur stjórn sambands- ins að gera tillögur um einföldun á gjaldskrám hafnanna. Skal stjórnin leggja fram tillögur um málið á næsta ársfundi hafnasambandsins. arðsemi heildarfjárfestingar verði i hámarki. Fundurinn telur, að uppbygging hafna, þar með talið innra skipulag, hafi dregizt verulega aftur úr öðrum þáttum í þessari keðju og orsakað óhagkvæma nýtingu flota og vinnslustöðva. Jafnframt því að benda á ofan- greindar staðreyndir, skorar fundur- inn á stjórnvöld að láta fram fara þjóðhagslegt mat á hagkvæmni verk- efna og láta það ráða framkvæmda- röð. Þybbur Ársfundurinn beinir þeim tilmæl- um til hafnamálastjóra, að hann láti vinna að tillögum að gerð á ódýrum og hagkvæmum þybbum til notkun- ar á bryggjum og hafnarbökkum. Einkum er bent á nauðsyn þess, að hentug lausn fáist á vörnum á bryggjuhornum, þar eð reynslan hefir sýnt, að stórtjón á skipum orsakast oft af óvörðum hornum. Væntanlegri stjórn er falið að vinna að framgangi þessa máls. Fjögurra ára áætlanir um hafnargerðir Fundurinn bendir á, að fjögurra ára áætlanir um hafnargerðir skv. 10. gr. hafnalaga frá 11. april 1973 hafa aldrei fengið þá meðferð á Alþingi, sem lögin gera ráð fyrir. Fundurinn beinir þeirri áskorun til samgönguráðherra, að hann beiti sér fyrir því, að umræddu ákvæði lag- anna verði framfylgt. Hagkvæmni ráði verkefnaröó Vita- og siglingamerki Athygli hefir verið vakin á, að gerð vita- og siglingaljósa með ströndum landsins og innsiglingar að höfnum er víða ábótavant. Ársfundurinn bendir á þjóðhags- legt mikilvægi vel búinna og vel staðsettra fiskihafna umhverfis land- ið og nauðsyn þess, að í hendur hald- ist stærð og gerð fiskiflotans, hafnar- aðstaða og vinnsluaðstaða, þannig að Rannsóknir á hreyfingum skipa í höfnum Ársfundurinn þakkar forgöngu ís- lenzku fulltrúanna I norrænni nefnd um samgöngumál (NET) um, að nefndin kosti vinnu að sameiginleg- SVEITARSTJÖRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.