Sveitarstjórnarmál - 01.02.1981, Side 60
TVEIR STARFSHÓPAR
UM TÓNLISTARFRÆÐSLU
Menntamálaráðuneytið skipaði sl.
haust tvo starfshópa til að gera yfirlit
um núverandi ástand í tónlistar-
fræðslu í landinu, gera tillögur um
meginstefnu í málefnum tónlistar-
fræðslunnar og undirbúa og gera til-
lögur um námsskrár i tónlistargrein-
um. 1 þessu felst m. a. að tillögugerð
um tengsl og samstarf grunnskóla og
framhaldsskóla annars vegar og tón-
listarskóla hins vegar, tillögugerð um
það, hvernig unnt sé að ráða bót á
kennaraskorti í tónmennt og með
hvaða hætti halda megi uppi lögboð-
inni fræðslu i tónmennt á grunn-
skólastigi.
Starfshóparnir eru þannig skipað-
ir:
1 starfshópi til að gera yfirlit um
núverandi ástand tónlistarfræðslu i
landinu eru Kristin Stefánsdóttir,
tónlistarkennari, Njáll Sigurðsson,
námsstjóri i menntamálaráðuneyt-
inu, og Kristinn Hallsson, fulltrúi í
menntamálaráðuneytinu, sem er for-
maður starfshópsins.
I starfshópi til að gera tillögur um
meginstefnu í málefnum tónlistar-
fræðslu o. fl. eru Stefán Edelstein,
skólastjóri Tónmenntaskóla Reykja-
vikur, formaður starfshópsins; Hall-
dór Haraldsson, píanóleikari; Jón
Hlöðver Áskelsson, skólastjóri Tón-
listarskólans á Akureyri; Jón Nordal,
skólastjóri Tónlistarskólans i Reykja-
vik, og Njáll Sigurðsson, námsstjóri i
menntamálaráðuneytinu.
Eins og sjá má af þessu, eiga sveit-
arfélög ekki fulltrúa í framangreind-
um starfshópum, en þau bera fjár-
hagslega ábyrgð á rekstri nær allra
tónlistarskóla landsins og reka alla
grunnskólana.
SKJALASAFNANEFND
Hinn 24. október 1980 skipaði
menntamálaráðuneytið nefnd til þess
að gera tillögur til ráðuneytisins um
vörslu og grisjun embættisgagna, sem
Þjóðskjalasafn á að gildandi lögum
að veita viðtöku. Einnig ber nefnd-
inni að fjalla um þátt héraðsskjala-
safna í gagnavörzlu.
Ráðuneytið telur æskilegt, að op-
inberar stofnanir hagi skráningu
skjala og skipulegri skjalavörzlu með
þeim hætti, að þessi gögn falli inn i
skráningu Þjóðskjalasafns og héraðs-
skjalasafna án umskráningar, þegar
þau á sínum tíma berast söfnunum og
æskir, að nefndin taki það til athug-
unar.
Nefndinni er falið að gera tillögur
um lagabreytingar að því leyti sem
hún telur þurfa í sambandi við til-
lögur sínar.
1 nefndinni eiga sæti: dr. Aðalgeir
Kristjánsson, skjalavörður, tilnefndur
af Þjóðskjalasafni; dr. Gunnar Karls-
son, prófessor, tilnefndur af Háskóla
Islands og Jón E. Böðvarsson, borg-
arskjalavörður, skipaður án tilnefn-
ingar.
Dr. Aðalgeir er formaður nefndar-
innar.
NÝTT ÆSKULÝÐSRÁÐ RÍKISINS
Stjóm sambandsins hefur nýlega á
fundi tilnefnt Unnar Stefánsson, rit-
stjóra, sem aðalmann, og Hermann
Sigtryggsson, íþrótta- og æskulýðs-
fulltrúa á Akureyri, sem varamann
hans til að eiga áfram sæti í æsku-
lýðsráði ríkisins af hálfu sambands-
ins.
Þrír fulltrúanna af fimm í ráðinu
eru valdir á kjörfundi 16 landssam-
banda æskulýðsfélaga, og eru aðal-
menn næsta kjörtímabil þau Þuríður
Ástvaldsdóttir frá Bandalagi ís-
lenzkra skáta, Hafdís Stefánsdóttir
frá Islenzkum ungtemplurum og
Hrólfur Ölvisson frá Landssambandi
mennta- og fjölbrautaskólanema.
Varamenn þeirra eru Ólafur Ást-
geirsson, Iðnnemasambandi íslands,
Einar Gunnar Einarsson, Sambandi
ungra sjálfstæðismanna, og Sölvi
Ólafsson, Æskulýðsnefnd Alþýðu-
bandalagsins.
Formaður ráðsins hefur verið
skipaður af menntamálaráðherra
Guðmundur Guðmundsson, fræðslu-
fulltrúi hjá Sambandi islenzkra sam-
vinnufélaga og varaformaður Niels
A. Lund, kennari á Samvinnuskólan-
um á Bifröst í Borgarfirði.
LEIÐRÉTTINGAR Á ALAGNINGU FAST-
EIGNASKATTS HEIMILAÐAR TIL 1. ÁGÚST
Hinn 21. júll 1980 setti félags-
málaráðuneytið reglugerð um breyt-
ingu á reglugerð um fasteignaskatt
nr. 320 19. desember 1972 þess efnis,
að heimilt er nú að leggja fasteigna-
skatt á þær fasteignir, sem láðst hefur
af einhverjum ástæðum að taka í
fasteignamat í ársbyrjun, en hefðu átt
að vera á fasteignaskrá hinn 1. janú-
ar, en tilskilið er, að fasteignamat og
álagning skattsins fari þá fram eigi
síðar en 1. ágúst á gjaldárinu.
Reglugerð þessi er nr. 391/1980 og
birt á bls. 644 i B-deild Stjórnartíð-
inda nr. 36.
SVEITARSTJÓRNARMÁI.