Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1993, Síða 12

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1993, Síða 12
NÝJUNGAR í ATVINNULÍFINU Dyrhólaey - Háey séð frá norðvestri. Ljósm. Gunnar Ágúst Gunnarsson. þar sem byrjað var að bruðla með al- mannafé í fjárfestingu áður en arð- semi þeirra, tæknilegar forsendur og markaðsmöguleikar væntanlegrar framleiðslu voru nægilega ígrundað- ir. Stóru vinningamir - virkjanir og álver - hafa látið á sér standa og falla aðeins fáum útvöldum í skaut ef þeir þá koma. En reynsla Islendinga af stóriðju er blendin og hæpið að veðja á þann hest í framtíðinni. Þetta ástand þekkja Mýrdælingar a.m.k. jafnvel og aðrir. Þó er óhætt að fullyrða að vandi þeirra sé að sumu leyti meiri en flestra annarra byggða vegna þess hversu mjög þeir eru háðir landbúnaði. Framleiðslu- skerðing, tekjusamdráttur og fækkun ársverka í greininni hefur víðtæk og umsvifalaus áhrif á allt atvinnulíf og byggð í héraðinu, en ekki síst í Vík- urþorpi. Atvinnuleysi er viðvarandi og ungt fólk, sem er að hefja búskap, hefur að litlu að hverfa. Enda hefur íbúum í Mýrdal fækkað á árabilinu 1970-1992 um tæp 17% um leið og íbúum Suðurlandskjördæmis í heild fjölgaði um rúm 15%. Nokkrir aðilar hafa leitað hófanna í ferðaþjónustu en ljóst er að tekjur af þeirri grein eru árstíðabundnar, háðar veðurfari og sveiflum í almennu efnahagsástandi. Mönnum hefur orðið æ ljósara að horfur í atvinnulífí í Mýrdal muni ekki batna á næstu árum nema því aðeins að heimamenn sjálfir leiti nýrra og ferskra leiða á breyttum forsendum. Aukinn skilningur manna á efnahagsástandinu, minnk- andi tiltrú á fyrirgreiðslu ríkisvalds og stjómmálamanna og vaxandi vit- und um þróunarmöguleika héraðsins hafa orsakað röð tilrauna til að bregðast við. Eitt af fyrstu merkjum þessa var sameining héraðsins í eitt sveitarfélag í upphafi síðasta áratug- ar. En hún stórbætti möguleika heimamanna til að takast á við ný og stærri verkefni. Átaksverkefni í at- vinnumálum 1991-1993 var tilraun sveitarfélagsins til að virkja Mýr- dælinga til frumkvæðis og þátttöku í nýsköpun atvinnulífsins. Átti verk- efni þetta ríkulegan þátt í að opna umræðu meðal fólks um framtíð sína, stöðu og horfur mála. Gerjunar nýrra hugmynda varð þó mest vart meðal einstakra framleiðenda vöru og þjónustu, fyrirtækja og einstakl- inga sem sýndu árangursríka aðlögun að breyttum kröfum um arðsemi og gæði framleiðslunnar. Lengst af beindist athygli manna fyrst og fremst að afmörkuðum vandamálum, tímabundnum verkefnum, björgun- araðgerðum vegna rekstrarerfiðleika fyrirtækja o.s.frv. Á síðustu misser- um hafa hins vegar verið að mótast þróunarhugmyndir sem lúta í aukn- um mæli að heildinni, þ.e. atvinnu- lífi, umhverfi og menningu héraðsins alls. Auðlindir og umhverfi Mýrdælingar byggja afkomu sína að meginhluta á nýtingu tvenns kon- ar auðlinda: ræktunarlanda og sér- stæðrar náttúru. Héraðið nýtur þess að land er gott til ræktunar, veðurfar er tiltölulega milt og sumur eru ívið lengri en víðast annars staðar. Hér vorar fyrr og vetrar seinna en í flest- um öðrum héruðum. Eigi landbún- aður einhvers staðar framtíð fyrir sér á Islandi hlýtur svo að vera í Mýr- dalnum. Svæðið er sömuleiðis rómað fyrir náttúrufegurð og hér er að finna heimsþekkt náttúrufyrirbæri á borð við Kötlu, Reynisdranga og Dyr- hólaey, auk eyðisandanna báðum megin héraðs. Árlega koma hingað tugþúsundir ferðamanna til að njóta þessa umhverfis og þeirrar þjónustu sem hér stendur til boða. Ræktunarlönd og stórbrotin nátt- úra eru hvort tveggja endumýjanleg- ar auðlindir. Nýting þeirra byggist á því að þær séu vemdaðar - vemdaðar gegn ofnotkun, eyðingu, mengun og öðmm umhverfisspjöllum sem draga úr nytjaþoli þeirra, tmfla vistfræði- legt jafnvægi eða skaða ímynd fram- leiðendanna. Vemdun auðlinda hlýt- ur því að teljast liður í framleiðslu- starfinu. Hófleg beit og lífræn ræktun eru fjárfesting í auknum gæðum jarðvegs og afurða. Náttúruvemd á viðkvæmum en fjölsóttum svæðum er liður í langtíma verðmætasköpun ferðamannaþjónustu. Strangar kröfur um vistvænt fyrirkomulag skipu- lagsmála, iðnreksturs, hreinlætis- mála og opinberra framkvæmda er fjárfesting í framtíðarvelferð íbúanna og traustri ímynd héraðsins og fram- leiðslu þess. Umhverfisvemd hlýtur því að vera umgjörð landnýtingar í framtíðinni en nýtingarmöguleikar ráðast þó vit- 258

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.