Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1993, Blaðsíða 54

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1993, Blaðsíða 54
STJÓRNSÝSLA ríkjanna hefur verið tekið án þess að tvenns konar skilyrði væru fyrir hendi: Annars vegar pólitísk sam- staða milli aðildarríkjanna um frek- ari takmarkanir á sjálfsákvörðunar- rétti þeirra og hins vegar tiltölulega gott efnahagsástand, sem hefur gert aðildarríkjunum kleift að mæta skammtíma áföllum af frekara sam- starfi, sem til lengri tíma litið hefur verið talið skila meiri árangri. í þessu sambandi er vert að minnast þeirra erfiðleika sem Evrópubandalagið hefur gengið í gegnum við að koma í framkvæmd Maastrichtsamningn- um. Strax frá byrjun komu fram miklar efasemdaraddir frá l'lestum aðildarríkjum, enda efnahagsástand bágborið og ljóst að nokkrar fórnir hlytu að fylgja þeim nýju reglum sem mótaðar eru með samningnum. Efling héraðs- og sveitar- stjórna í Evrópu Þróun sveitarstjórnarmála í Evr- ópu er athyglisverð nú þegar umræða um sameiningu sveitarfélaga hér á landi stendur sem hæst. í mörgum Evrópulöndum varð umtalsverð sameining sveitarfélaga á árabilinu frá 1960 til 1975. Ástæðan var sú sama og nú er fyrir sameiningu sveitarfélaga á Islandi; breyttar þjóðfélagsaðstæður, flutningur fé- lagslegrar þjónustu til sveitarfélag- anna og breytt efnahagsþróun. Sam- eining varð umtalsverð í Þýskalandi, Skandinavíu, Belgíu og á Bret- landseyjum. Frakkar héldu á hinn bóginn fast við hina gömlu skipan og í Frakklandi eru enn mörg og fámenn sveitarfélög. Þar sem samruni varð hefur honum víðast hvar verið fylgt eftir á þann hátt að vald sveitarstjórna og hér- aðsstjórna í ákveðnum málaflokkum hefur aukist. Áberandi undantekning í þessu efni er Bretland, en þar hefur markvisst verið unnið að því að veikja sveitarstjórnir allan níunda áratuginn. Ástæða þess er þó fyrst og fremst flokkspólitísks eðlis, þar sem Ihaldsflokkurinn hefur fyrst og fremst litið á sveitarstjórnir sem valdagrunn Verkamannaflokksins. Sterk og valdamikil sveitarfélög eru álitlegur kostur. Þau eru betur í stakk búin til að taka á sínar herðar mikilvæga málaflokka og skapa þannig forsendur fyrir auknu lýð- ræði, þar sem mikilvægar ákvarðanir fyrir borgarana eru teknar nær þeim. Þau stuðla að meiri sveigjanleika og betri nýtingu fjármuna til félagslegr- ar þjónustu, þar sem svigrúm er betra til að mæta þörfum tiltekinna hópa, sem geta verið misfjölmennir eftir svæðum. Allir þekkja þessar rök- semdir úr umræðunni hér á landi um sameiningu sveitarfélaga. En það sem ef til vill er mest um vert í evr- ópsku samhengi er sú staðreynd að efling sveitar- og héraðsstjórna á kostnað miðstjórnarvaldsins hefur verið mikilvæg fyrir ríkisstjórnir margra Evrópuríkja til að skapa frið um ríkin sjálf, hvert fyrir sig. Það gleymist oft þegar rætt er um Evrópuríki og Evrópuþjóðir í sömu andránni að einungis tvö Evrópuriki geta talist þjóðríki, þ.e. ísland og Portúgal. Önnur Evrópuríki eru að meira eða minna leyti sett saman af H-Laun ■HBui Heildarlausn sem einfaldar Launabókhald Og það máttu bóka! TÓLVUmrÐLUn Tölvumiðlun hf, | Grensásvegi 8, Sími:68 88 82 | 300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.