Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1993, Blaðsíða 44

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1993, Blaðsíða 44
FRÁ LANDSHLUTASAMTÖKUNUM koma á laggirnar vinnuhópi er móti tillögur að því hvernig staðið verði að uppbyggingu vegasamgangna á Norðausturlandi með tilliti til heils- árstengingar við samgöngu- kerfi Austurlands. Verði leitað til Sambands sveitarfélaga í Austur- landskjördæmi um tilnefningu í slík- an vinnuhóp. Þá verði þess óskað að yfirvöld samgöngumála tilnefni einn fulltrúa í vinnuhópinn." Starfsemi EYÞINGS Formaður EYÞINGS flutti í upp- hafi fundar skýrslu stjórnar, og vara- formaðurinn, Halldór Jónsson, bæj- arstjóri á Akureyri, lagði fram rekstraryfirlit fyrir fyrstu sjö mánuði ársins. Einnig kynnti hann tillögu að fjárhagsáætlun fyrir árið 1994 sem var samþykkt síðar á fundinum. Niðurstöðutölur hennar eru tæpar 5 millj. króna og tekjur eingöngu frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Aætlun um gjöld miðast við að opnuð verði skrifstofa og ráðinn starfsmaður í allt að 50% starf. í skýrslu stjórnar kom fram að frá því að EYÞING tók til starfa hefði stjórnin haldið 16 stjórnarfundi og að umfangsmesta málið hefði verið ný skipting landshlutans í sveitarfélög. Stjórnin var á stofnfundi kjörin til tveggja ára. Ávarp og kveðjur Avarp flutti á fundinum Vilhjálm- ur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sam- bands íslenskra sveitarfélaga, og ræddi sameiningu sveitarfélaga og verkefnaskiptingu ríkis og sveitarfé- laga. Kveðjur bárust fundinum frá Birni Sigurbjörnssyni, formanni SSNV, frá Fjórðungssambandi Vest- firðinga, SSA og Hirti Þórarinssyni, framkvæmdastjóra SASS, og var sú kveðja þannig: Framabraut til framtíðar Fjórðungssamband reisti. Eyþingi til afreka engu síður treysti. Við setningu fundarins bauð for- maður Áskel Einarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra Fjórðungssam- bands Norðlendinga, sérstaklega velkominn, en hann var heiðursgest- ur fundarins. Fundinn sátu 40 af 49 kjörnum fulltrúum sem rétt áttu til setu á fundinum svo og alþingismenn Norðurlandskjördæmis eystra og nokkrir aðrir gestir. Fundarstjórar voru Björn Jósef Arnviðarson, bæjarfulltrúi á Akur- eyri, og Sveinn Jónsson, oddviti Ár- skógshrepps, og fundarritarar Birgir Þórðarson, oddviti Eyjafjarðarsveit- ar, og Guðlaug Björnsdóttir. bæjar- fulltrúi á Dalvík. Þorsteinn Jón- atansson, fv. ritstjóri, færði fundar- gerðina til bókar. Næsti aðalfundur á Raufarhöfn I lok fundarins bauð Guðmundur Guðmundsson, sveitarstjóri á Rauf- arhöfn, að næsti aðalfundur EY- ÞINGS yrði haldinn á Raufarhöfn á árinu 1994. Varþvíboði fagnað. 290
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.