Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1993, Blaðsíða 32

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1993, Blaðsíða 32
SAMEINING SVEITARFÉLAGA í tengslum við breytta verkaskiptingu beita sér fyrir því að tekjur flytjist frá ríki til sveitarfélaga þannig að þau geti tryggilega staðið undir þeim kostnaði sem aukin verkefni krefjast. í því sambandi verði stefnt að því að afla sveitarfélögunum sjálfstæðra tekjustofna. 3. Ríkisstjórnin mun sérstaklega fjalla um auknar fjárveitingar til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga á árunum 1995-1998 vegna aðgerða sem greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga og vegna breyttrar verkaskiptingar. Reglugerð jöfnunarsjóðs verði breytt svo hún verði enn frekar hvetjandi fyrir sameiningu sveitarfélaga, t.d. þannig að þau tapi ekki fjárhagslega á því að sameinast. Stefnt verði að því að auka þjónustuframlög úr sjóðnum svo sveitarfélögin geti veitt íbúum sínum góða þjón- ustu. Ríkisstjórnin mun leita eftir því með samkomulagi við Samband íslenskra sveitarfélaga að fjármunum verði varið úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til að greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga enda gefi úrslit fyrir- hugaðrar atkvæðagreiðslu tilefni til þess. 4. A svæðum þar sem erfiðleikar eru í atvinnumálum mun ríkisstjórnin fela Byggðastofnun að beita sér fyrir tillögum að sérstökum aðgerðum í atvinnumálum í tengslum við sameiningu sveitarfélaga, einkum er varðar fjárfestingu og hagræðingu í rekstri. 5. Við ákvörðun um fjárveitingar og forgangsröðun framkvæmda í samgöngumálum á næstu árum verði m.a. tekið tillit til sameining- ar sveitarfélaga. Innkaupastofnun ríkisins Nafni Innkaupastofnunar ríkisins hefur verið breytt í RIKISKAUP, til samræmis við nýja tíma og að nokkru breytt þjónustusvið. Innkaupastofnun hefur annast innkaup fyrir ríkisstofnanir, en einnig margs konar útboð vegna vörukaupa, verkframkvæmda og þjónustu. Jafnframt hefur verið lögð aukin áhersla á viðskiptalega aðstoð og leiðbeiningar um vörukaup. Þá hefur sala á eignum ríkisins, svo sem notuðum bílum, fasteignum, tækjum og búnaði, farið fram á vegum Innkaupastofnunarinnar á undanförnum árum. Hér hefur því skapast eins konar kaupvangur á vegum ríkisins og því er við hæfi að breyta nafni stofnunarinnar í hentugra og þjálla orð. RÍKISKAUP U t b o ð s k i I a á r a n g r i ! BORGARTÚNI 7, 105 REYKJAVÍK SÍMI 91-26844, BRÉFAS.91-626739 FRÁ STJÓRN SAMBANDSINS Nefnd um aukna hagræðingu dagvöruverslunar í strjálbýli og þéttbýli Stjórn sambandsins hefur tilnefnt Kristján G. Magnússon, hreppsnefnd- armann í Vopnafjarðarhreppi, til þess að vera fulltrúi sambandsins í sjö manna nefnd sem viðskiptaráðherra hefur skipað til þess að kanna mögu- leika á aukinni hagræðingu dagvöru- verslunar í strjálbýli og þéttbýli og hugsanlegan þátt ríkis og sveitarfé- laga í slíkri hagræðingu, t.d. með breyttum starfsreglum, skipulagsað- gerðum og samgöngubótum. Aðrir í nefndinni eru Jóhannes Jónsson, framkvæmdastjóri Bónuss í Reykjavík, Úlfar S. Ágústsson, fram- kvæmdastjóri söluskálans Hamra- borgar á ísafirði, Pálmi Guðmunds- son, kaupfélagsstjóri á Höfn í Hornafirði, Sigurður Jónsson, rekstr- arráðgjafi, Reykjavík, Sigurður Guð- mundsson, skipulags- og áætlunar- fræðingur í Byggðastofnun, og Atli Freyr Guðmundsson, skrifstofustjóri í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu, og er hann formaður nefndarinnar. 278
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.