Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1993, Blaðsíða 50

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1993, Blaðsíða 50
ÍÞRÓTTIR OG ÚTIVIST staður vestan við íþróttahúsið. A teikningum er gert ráð fyrir að húsið verði tengt við skólann með gangi með sama hætti og núverandi gangur skólans tengir kennsluálmu við heimavistarálmu. Fyrsta skóflustungan - verktakar Fyrsta skóflustungan að húsinu var tekin 4. október 1990. Leitað var til- boða í flesta verkþætti eftir því sem byggingu hússins miðaði. Verktakar við það voru því margir. Halldór Ein- arsson, húsasmíðameistari í Hafnar- firði, smíðaði sökkla og sá um aðra steypuvinnu við húsið. Jarðvinnu önnuðust Ræktunarfélag Hruna- manna með jarðýtu og Vignir Svav- arsson með skurðgröfu. Vörubílaeig- endur í sveitinni önnuðust akstur á fyllingarefni í grunn. Hreiðar Her- mannsson, byggingameistari á Sel- fossi, sá um uppsetningu á húsinu sjálfu, það er límtrésrömmunum og einingunum á þær, og gerði húsið fokhelt nema útbyggingu og lágbygg- ingu að norðanverðu. Trésmíðameist- ararnir Guðmundur Magnússon, Smári Vignisson og Þröstur Jónsson sáu um smíði á lágbyggingu og vest- urálmu svo og Helgi Guðmundsson á lokasprettinum. Viðar Magnússon pípulagningameistari annaðist pípu- lögn, Rafn Thorarensen múrarameist- ari múrverk og Rafsel hf. sá um raf- lögn. Blikk og Stál hf. sá um loftræstikerfi hússins, en heimantað- ur, Skúli Guðmundsson blikksmiður í Hvammi, sá um alla vinnu á bygg- ingarstað. Árvirkinn hf. á Selfossi annaðist raflagnir í steypu. Málning- arþjónustan sá um málningarvinnu. Á gólfí fþróttasalarins er parket með tilheyrandi tvöfaldri grind keypt hjá Agli Árnasyni hf. en gólfefni á böðum og búningsaðstöðu eru frá Gólf hf. Dúkalögn annaðist Oddur B. Gríms- son dúklagningameistari. Selós hf. smíðaði allar hurðir og aðrar innrétt- ingar. Vélsmiðja Bjarna Harðarsonar smíðaði festingar úr járni undir bekki og fatahengi og hannaði og smíðaði festingar fyrir allar körfur í húsinu, og eru það mikil snilldarvinnubrögð og miklum mun ódýrari heldur en að kaupa slíkar festingar innfluttar hjá umboðsaðila. Á byggingartímanum kom upp sú hugmynd að leysa vandamál sveitar- félagsins varðandi leikskólahúsnæði í þessari byggingu og var ákveðið að svo yrði gert. Steypt plata er yfir búnings- og baðaðstöðu, 260 nf að flatarmáli. Þar var ákveðið að leik- skóli skyldi fá húsnæði. Gert var gott skilrúm milli salar í íþróttahúsi og leikskóla og milliloft yfir leikskóla- rýminu, bæði til að gera leikskólann skemmtilegri og einnig til að fá 90 m2 sal sem nýtist vel sem áhorfendasvæði auk annarra nota sem upp kunna að koma. Iþróttatæki, s.s. handboltamörk, dýnur, hestar, rimlar og kaðlar, eru annars keypt hjá Ágústi Oskarssyni hf. Stærö hússins Salur hússins er 538 m2 að stærð, búningsaðstaðan er 260 m2, forstofan 150 m2, leikskólarými með forstofu er urn 240 m2, annað rými á annarri hæð ca 40 nf. Þá er þriðja hæðin ca 90 nf, eins og áður greinir. Þannig er heild- argólfflötur hússins 1318 m2. Byggingarkostnaður Kostnaðaráætlun hússins var upp- haflega 65 millj. króna sem þýðir framreiknað nálægt 75 milljónunt króna, en húsið kostar fullbúið um 85 milljónir. Nokkrar breytingar voru gerðar á byggingartímanum, m.a. var ákveðið að innrétta fyrir leikskóla sem ekki var gert ráð fyrir í upphaf- legri áætlun og verður að taka tillit til þess. Miðað við 85 milljónir kostar hver fermetri á gólfi kr. 65.400,-. Sam- kvæmt áðurnefndum normtölum og nýlegum upplýsingum frá Jöfnunar- sjóði sveitarfélaga er gert ráð fyrir kostnaði um kr. 80.000,- á nf og eitt- hvað hærri í leikskóla og getum við því unað allvel við árangurinn hvað hagkvæmni í byggingu varðar. Inn í þessar tölur er í báðurn tilfellum reiknaður lágmarksútbúnaður vegna íþróttatækja. Samkvæmt reglum jöfn- unarsjóðs tekur sjóðurinn ekki þátt í kostnaði vegna íþróttaaðstöðu í sveit- arfélagi af okkar stærð nema sem svarar 756 m2. Umframstærð ber sveitarfélagið eitt en af þessum 756 fermetrum greiðir sjóðurinn 40% samkvæmt normum sínum. Leik- skólarýmið er hins vegar innan þeirra stærðarmarka, sem við eigum rétt á, og mun því sjóðurinn greiða að fullu 40% af normum fyrir hvern m2. Auk fjármagns frá sveitarfélaginu hefur fé borist húsinu frá Ungmenna- félagi Hrunamanna, kr. 1.000.000,-, frá Kvenfélagi Hrunamannahrepps og ágóði af basar og tveimur hlutavelt- um, sem börn héldu til styrktar bygg- ingunni, samtals kr. 238 þús. kr. Stigatafla á vegg er gjöf til hússins frá Flúðasveppum. Auk þessa var unnin allmikil sjálfboðavinna við steinrif og grunnun undir málningu. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga hefur greitt kr. 16.940.000,- en á ógreiddar um 15 milljónir. Vantar ekki nema lítið á að framlag jöfnunarsjóðs í heildarbyggingarkostnaði nemi 40% en eigi að síður er hlutur hreppsins yfir 50 milljónir kr. Ég vil geta þess að forsendan fyrir því að þetta hús er risið er breytt verkaskipting ríkis og sveitarfélaga. Fyrst er að telja að alveg er óvíst hvort byggingin hefði komist á fjárlög gegnum fjárveitinganefnd þá - og kannski ekki síður hagnaðist okkar sveitarfélag verulega á breytingunni. Við höfum alla tíð haft ntjög lágar meðaltekjur á íbúa og fyrir verka- skipti stóð jöfnunarsjóður varla undir nafni því megnið af greiðslum úr honum fór eftir höfðatölureglu þannig að sterk og tekjuhá sveitarfélög eins og Reykjavíkurborg fengu mest. Tekjujöfnunarframlög voru á hinn bóginn skert þannig að síðasta árið fyrir breytinguna voru aðeins greidd rúm 20% af þörfinni. Nú er tekju- jöfnunin hins vegar greidd að fullu sem þýðir í okkar tilfelli yfir kr. 20.000,- á hvern íbúa, heildargreiðsla kr. 13 milljónir. Ég veit að nýja íþróttahúsið á eftir að verða lyftistöng íþróttaiðkun og heilbrigðu félagslífi í sveitinni og í mínum huga ber að stefna að stækkun hússins sem allra fyrst, helst innan fárra ára. Þá vænti ég þess að leik- skólinn megi efla þroska barna okkar og standa vörð um það uppeldislega hlutverk sent honum er ætlað. 296
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.