Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1993, Blaðsíða 66

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1993, Blaðsíða 66
KYNNING SVEITARSTJÓRNARMANNA Nýr byggingarfulltrúi í Reykjavík Magnús Sædal Svavarsson hefur verið ráðinn nýr byggingarfulltrúi í Reykjavík frá 1. nóvember. Magnús er fæddur í Ytri- Njarðvík 11. mars 1946 og voru for- eldrar hans Sigurbjörg Magnúsdóttir, húsmóðir frá Hnjóti, og Svavar Sig- finnsson, bifreiðarstjóri og múrara- meistari. Þau eru bæði látin. Magnús stundaði nám í húsasmíði og iðnskólanám í Keflavík, hlaut sveinsbréf 1965 og meistarabréf 1974. Hann tók lokapróf frá Tækni- skóla Islands í byggingatæknifræði í júní 1973. Að loknu sveinsprófi 1965 vann hann við húsasmíðar jafnframt tækninámi. Eftir lokapróf í tækni- fræði 1973 starfaði hann hjá Örygg- iseftirliti ríkisins og var þar fyrstur til að hafa eftirlit með öryggi á bygg- ingavinnustöðum. Réðst til Raf- magnsveitu Reykjavíkur 1. janúar 1974 og veitti forstöðu bygginga- deild þess fyrirtækis frá miðju ári 1975. Hann réðst 1. ágúst 1984 til bygg- ingadeildar borgarverkfræðings, fyrst sem deildarstjóri áætlanasviðs en frá 1986 tæknideildarstjóri. Auk almennra stjómunarstarfa og yfireft- irlits með verkum byggingadeildar hefur Magnús haft með höndum byggingastjóm við Borgarleikhús og endurbyggingu Viðeyjarstofu og Viðeyjarkirkju ásamt verkefnisstjóm við húsdýragarð og fjölskyldugarð, Korpúlfsstaði og endurbyggingu Iðnó. Hann átti sæti í stjóm Tæknifræð- ingafélags íslands 1974-1977 og var í fulltrúaráði Bandalags háskóla- manna. Formaður í stjóm Félags há- skólamanna hjá Reykjavíkurborg. Hann hefur verið í stjóm Sambands tæknimanna sveitarfélaga (SATS) frá 1992. Kona Magnúsar er Vilborg Gests- dóttir, ritari á lögfræðistofu, og eiga þau tvö börn. Nýr vatnsveitustjóri í Reykjavík Guðmundur Þóroddsson, verk- fræðingur og við- skiptafræðingur, hefur verið ráðinn vatnsveitustjóri í Reykjavík frá 1. nóvember. Tekur hann við starfinu af Þóroddi Th. Sigurðssyni, sem verið hefur vatns- veitustjóri í Reykjavík frá árinu 1958 en lætur nú af störfum fyrir aidurs sakir. Guðmundur er fæddur 20. desem- ber 1957 í Reykjavík, sonur Kristínar Guðmundsdóttur og Þórodds Th. Sigurðssonar, fráfarandi vatnsveitu- stjóra. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund í Reykja- vík árið 1978, prófi í vélaverkfræði frá Háskóla íslands 1983, meistara- prófi í vélaverkfræði frá Danska tækniháskólanum í Kaupmannahöfn 1985 og meistaraprófi í viðskipta- fræði og stjómun frá Wisconsinhá- skóla í Bandaríkjunum 1992. Hann starfaði á tæknideild Rannsókna- stofnunar fiskiðnaðarins 1985-90 þar sem hann var aðstoðardeildar- stjóri og í eitt ár deildarstjóri. Frá 1990 hefur hann starfað hjá fyrir- tækinu Verkvís sf. við almenn verk- fræðistörf, m.a. við hönnun á dælu- stöðvum, varaaflsstöðvum, loft- þurrkunarkerfum og fleiru fyrir Vatnsveitu Reykjavíkur. Guðmundur er kvæntur Halldóru Bjömsdóttur lækni og eiga þau eina dóttur. ÝMISLEGT Nýr forstjóri Innkaupa- stofnunar ríkisins sem nú heitir Ríkiskaup Júlíus Sæberg Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Hlaðbæjar-Colas hf., hefur verið ráðinn forstjóri Innkaupastofnunar ríkisins sem heita á Ríkiskaup frá 1. desember. Tekur hann við starfinu af Asgeiri Jóhann- essyni, fyrrum bæjarfulltrúa í Kópa- vogi, sem starfað hefur hjá Inn- kaupastofnun ríkisins frá árinu 1959, þar af sem forstjóri frá 1966. Júlíus er fæddur 20. mars 1943 á ísafirði og eru foreldrar hans Guð- laug Gísladóttir, húsmóðir frá Með- alnesi í Fellum, og Ólafur Kristinn Júlíusson, frá Snæfjöllum á Snæ- fjallaströnd. Júlíus lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1964 og kandídatsprófi í viðskiptafræði frá Háskóla íslands 1969. Var fram- kvæmdastjóri Félags íslenskra stór- kaupmanna 1969 til 1977, Félags bifreiðainnflytjenda 1969 til 1970 og Bílgreinasambandsins 1970 til 1977. Hann var skrifstofustjóri hjá Iðn- lánasjóði 1977 til 1978, fram- kvæmdastjóri hjá Kristjáni Ó. Skag- fjörð hf. 1978 til 1990 og mal- bikunarstöðinni Hlaðbæ-Colas hf. frá 1990. Júlíus átti sæti í stjóm Stjómunar- félags íslands 1970 til 1973, Sam- bands málm- og skipasmiðja 1975 til 1977, Húss verslunarinnar 1976 til 1977, Fjárfestingarsjóðs stórkaup- manna 1983 til 1992 og Verslunar- ráðs íslands frá 1988. Hann hefur verið formaður stjómar Tollvöru- geymslunnar hf. frá 1988. Kona Júlíusar er Sigríður Ingbjörg Claessen kennslumeinatæknir og eiga þau þrjú böm. 312
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.