Sveitarstjórnarmál - 01.10.1993, Blaðsíða 59
FÉLAGSMÁL
Fötluðum börnum ber að búa sem eðlilegast líf hjá fjölskyldu sinni. Ljósm. Halldóra Sigurgeirsdóttir.
aðrar hindranir og taka til-
lit til mannlegra sjónar-
miða. Fagfólk viðurkennir
það sem mikilvægan þátt í
uppeldi og kennslu fatl-
aðra bama að þau sæki
skóla með öðrum ófötluð-
um börnum, en þegar til á
að taka er þeim oftar en
ekki vísað í sérskóla ríkis-
ins.
„Hvað ve!dur?“ spyrja
foreldramir og segja: „Við
viljum eiga þess kost að
hafa líf okkar og barnanna
sem eðlilegast. Við viljum
sjálf fara með bamið okkar
í leikskólann eða skólann
í stað þess að kveðja það
við skólabílinn. Við viljum
kynnast foreldrum annarra
barna með daglegu sam-
neyti í stað þess að þekkja
þá aðeins sem nöfn á lista.
Við viljum tala við þá um
flensur, magakveisur eða
annað sem er okkur ofar-
lega í huga hverju sinni.
Við viljum fá tækifæri til
að búa bömin okkar í af-
mæli vinanna í hverfinu.
Við viljum vera með þegar
foreldrar hittast til að ræða róluvell-
ina í hverfinu eða ferð fótboltafé-
lagsins. Það er þátttaka af þessu tagi
sem segir okkur að við tilheyrum rétt
eins og aðrir.“
En þegar leitað er eftir stuðningi í
sveitarfélaginu eru svörin oftar en
ekki: „Þetta eru ekki okkar böm -
það er ríkið sem á að sjá um þau.“
Þáttur laganna
Þjónusta við fatlaða í dag grand-
vallast á lögum um málefni fatlaðra
sem öðluðust gildi 1. september
1992. Fyrstu lögin voru lög um að-
stoð við þroskahefta frá 1979 og þar
var í fyrsta sinn gerð tilraun til að
koma á heildstæðri þjónustu við
þennan þjóðfélagshóp. Þar áður voru
ekki nein lög sem tryggðu fötluðum
félagslega þjónustu og vísuðu sveit-
arfélög fötluðum nær undantekning-
arlaust á ríkisreknar stofnanir sem
oftast voru langt frá alfaraleið. Þegar
þetta er haft í huga skal engan undra
þótt það hafi ríkt og ríki enn ákveðin
tortryggni í garð sveitarfélaganna,
því séð í sögulegu samhengi hafa þau
ekki veitt fötluðum sambærilega
þjónustu og öðrum.
Allir voru sammála um að nauð-
synlegt væri á þeim tíma að setja
sérlög til að færa fötluðum ákveðin
gmndvallarmannréttindi.
En síðan hefur mikið áunnist. Nú-
gildandi lög eru að vísu enn sértæk,
en styrkja þó rétt fatlaðra til al-
mennrar þjónustu. Ýmsar greinar
laganna gera ráð fyrir aukinni þátt-
töku sveitarfélaganna í þjónustu við
fatlaða. I dag era þau viðhorf ríkjandi
innan Landssamtakanna Þroska-
hjálpar að vinna eigi markvisst að því
með framkvæmd laganna að það skili
þeim árangri að þau verði óþörf. Það
er að segja að almenn lög gildi jafnt
fyrir fatlaða og aðra þegna þjóðfé-
lagsins.
Það er til mikilla bóta að í nýju
lögunum er gert ráð fyrir því að
skipta megi starfssvæðum í þjón-
ustusvæði sem miðist við einstök
sveitarfélög, héraðsnefnd eða
byggðasamlög. Þá er gert ráð fyrir að
svæðisráð geti stuðlað að gerð
samnings milli ríkis og sveitarfélaga
um að þau taki að sér að annast
þjónustuna að hluta til eða að öllu
leyti, en ríkissjóður greiði kostnað-
inn. Bæði þessi ákvæði geta haft
veralega þýðingu, ekki eingöngu í
stærstu sveitarfélögunum, heldur líka
þar sem landfræðileg einangrun
305