Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1993, Blaðsíða 49

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1993, Blaðsíða 49
ÍÞRÓTTIR OG ÚTIVIST íþróttahúsiö aö Flúöum. Myndirnar meö greininni tók Siguröur Sigmundsson. heimili Hrunamanna verið erfitt að fullnægja þörf fyrir íþróttasali þar sem svo margþætt starfsemi fer fram í félagsheimilinu og notkun á því húsi einhver sú mesta sem gerist í sam- bærilegum húsum. Þá verður að telj- ast mjög óhagkvæmt að stunda íþróttir á sömu gólfum og dansleikir og aðrar skyldar samkomur fara fram. Einnig var baðaðstaða í algeru lág- marki. Byggingarnefnd kosin 1988 A fundi hreppsnefndar hinn 15. mars 1988 var skipuð fimm manna byggingarnefnd íþróttahússins. í henni áttu sæti Loftur Þorsteinsson, Helga G. Halldórsdóttir, Bjarni H. Ansnes, Matthías B. Guðmundsson og Björn H. Einarsson. Nefndin vann að undirbúningi og framkvæmdum í samráði við hreppsnefnd og situr enn að störfum. Þá lá fyrir í skipulagi staðarval hússins; þvf var ætlaður staður vestan við skólahúsnæðið á Flúðum og gert var ráð fyrir samtengingu bygging- anna með gangi. Einnig lágu fyrir ýmsar tillöguteikningar svo og stærð- arútreikningar sem fylgt höfðu um- sóknum sem áður höfðu voru sendar. Byggingarnefndin aflaði sér upplýs- inga um önnur íþróttahús og ferðaðist nokkuð til að skoða slíkar byggingar. Strax í upphafi voru nefndarmenn sammála um að byggja skyldi húsið úr límtrésgrind og klæða hana með einingum frá Yleiningu hf., sem þá var að taka til starfa í Reykholti. Einnig voru menn sammála um að ekki væri geta til að byggja hús af fullri stærð, þ.e. sal sem er 28 x 40 m en til að spilla ekki möguleikum á að eignast þannig hús væri skynsamleg- ast að byggja húsið í fullri breidd og nota salinn þversum í húsinu til að byrja með, þá væri fyrir hendi mögu- leiki á lengingu salarins seinna. Varð það úr að stærð salarins er tæplega helmingur af löglegum handboltavelli en annað rými, þ.e. búnings- og bað- aðstaða, miðuð við fullstórt hús. Límtré hf. gerði tillöguteikningu að húsi sem uppfyllti þessi skilyrði og var ákveðið að styðjast við það fyrir- komulag að mestu. Það var síðan 13. febrúar 1990 að hreppsnefnd hélt fund með Skúla H. Norðdahl skipulagsarkitekt, Narfa Hjörleifssyni, verkfræðingi hjá VST, og Guðmundi Osvaldssyni, fram- kvæmdastjóra Límtrés hf. I framhaldi af þeim fundi var Skúla H. Norðdahl arkitekt falið að teikna húsið enda hafði Skúli teiknað Flúðaskóla. Lím- tré hf. var falið að annast hönnun á burðarvirki enda húsið byggt úr lím- trésrömmum með Yleiningarklæðn- ingu. Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen hf. annaðist síðan aðrar verkfræðiteikningar. Byggingarnefnd átti síðan marga og stranga fundi með arkitekt þar sem farið var yfir hugmyndir varðandi út- lit og ýmsar útfærslur á húsinu sem mætti gera það sem hagkvæmast í byggingu og auka notagildi þess. Vegna staðarvals hússins í nálægð skólans þótti ekki annað fært en að hafa samræmi í útliti að svo miklu leyti sem aðstæður leyfa. Því var ákveðið að láta húsið standa einni hæð neðar í landi en skólinn gerir auk þess sem hæð hússins hefði orðið mjög áberandi annars. Húsið er á sömu hæð og væntanlegur íþrótta- völlur verður en honum er ætlaður 295
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.