Sveitarstjórnarmál - 01.10.1993, Blaðsíða 39
SAMEINING SVEITARFÉLAGA
Embættismenn, sem bera ábyrgð á
rekstri þessara sviða, verði svokall-
aðir sviðsstjórar. Fagnefndir, sem
kjörnar eru til að fjalla uni einstaka
málaflokka, skiptast niður á þessi
svið:
1. Atvinnumálasvið. Undir það
heyri m.a. atvinnumálanefnd og
landbúnaðarnefnd.
2. Félags- og frœðslusvið. Undir
það heyri m.a. félagsmálanefnd,
skólanefnd og húsnæðisnefnd.
3. Fjármála- og stjórnsýslusvið.
Undir það heyri m.a. kjörstjórn og
kjarasamninganefnd.
4. Tœkni- og umhverftssvið.
Byggingarnefnd, skipulagsnefnd og
umhverfisnefnd heyri m.a. undir
það.
5. Orku- og veitnasvið. Undir það
svið heyri t.d. stjórn veitustofnana.
6. Lögfrœðisvið. Gert er ráð fyrir
að þetta svið heyri beint undir fram-
kvæmdastjóra og sé jafn rétthátt og
önnur svið en hafi jafnan aðgang inn
á hvert þeirra.
Þjónustustjórar og þjónustu-
deildir
Gert er ráð fyrir að stofnaðar verði
sérstakar þjónustuskrifstofur til að
veila nándarþjónustu í einstökum
hlutum sveitarfélagsins, eftir því sem
þörf verði talin á, m.a. vegna fjar-
lægðar frá aðalþjónustukjarna (sjá
umfjöllun um svæðisnefndir). Þess-
um deildum stjórni þjónustustjóri.
Þjónustustjórar eru starfsmenn
(deildarstjórar) á fjármála- og stjórn-
sýslusviði sveitarfélagsins og ráðn-
ingarkjör þeirra með líku sniði og
annarra embættismanna.
Eftir umfangi þjónustudeildanna
er gert ráð fyrir að á vegum þeirra
starfi sérfræðingar og starfsmenn af
hverju hinna fimm meginsérsviða
sem þjónusta sveitarfélagsins skiptist
í. Dæmi um þetta eru starfsmenn sem
væru ráðnir til að sjá um félags- og
fræðslumál á hlutaðeigandi svæði.
Gert er ráð fyrir að þjónustudeildir
hafi ennfremur með höndum daglega
umsjón læknimála á viðkomandi
svæði, svo sem snjómokstur, sorp-
hirðu og rekstur ýmissa staðbund-
inna véla og tækja.
Héraðsnefnd fellur út
Miðað við ofangreinda uppbygg-
ingu stjórnkerfis á Eyjafjarðarsvæð-
inu verður ekki lengur þörf fyrir
héraðsnefnd Eyjafjarðar og ýmsar
nefndir og ráð sem starfa á vegum
hennar.
Dæmi um stjórn nokkurra
málaflokka
Fjallskil
Lagt er til að sameinað sveitarfé-
lag við Eyjafjörð verði eitt fjallskila-
umdæmi sem skiptist í einstakar
fjallskiladeildir. Ekki er gert ráð fyrir
breytingum á þeirri skiptingu í fjall-
skiladeildir sem er samkvæmt nú-
verandi sveitarfélagaskipan. Sveitar-
stjórn ákveður takmörk deilda og
hefur á hendi yfirstjórn allra afrétta-
og fjallskilamála í fjallskilaumdæm-
inu samkvæmt gildandi lögum um
afréttarmál, fjallskil o.fl. Sveitar-
stjórn skipar í fjallskilanefnd fulltrúa
ábúenda í hverri fjallskiladeild sem
fer með stjórn og framkvæmd fjall-
skilamála í viðkomandi deild.
Ekki verður annað séð en að í öll-
um meginatriðum geti fjallskilasam-
þykkt fyrir Eyjafjarðarsýslu nr. 402/
1988 gilt fyrir stjórn þessara mála í
sameinuðu sveitarfélagi við Eyja-
fjörð.
Skólamál
Ekki þykir ástæða til þess að ætla
að breytingar verði á skólafyrir-
komulagi við sameiningu sveitarfé-
laga á svæðinu miðað við núverandi
stöðu þeirra mála, og jafnvel þótt
slíkt sveitarfélag tæki að sér allan
rekstur grunnskólans. Ákvörðun um
kennslustaði eða kennslufyrirkomu-
lag verður að ráðast af aðstæðum á
hverjum tíma (nemendafjölda
o.þ.h.). Sameiningin gæti aftur á
móti stuðlað að ýmiss konar hag-
ræðingu í skólarekstri og starfi, s.s.
uppbyggingu skólahúsnæðis, og
sameiginlegri markmiðssetningu
fyrir skóla svæðisins.
Nefndin gerir ráð fyrir að skólamál
heyri undir félagsmálasvið sveitarfé-
lagsins og félagsmálastjóra, líkt og
t.d. menningarmál, æskulýðsmál og
íþróttamál. Ekkert virðist mæla á
móti því að í þjónustudeildum starfi,
ef þess er þörf, starfsmaður sem
meðal annars hefði umsjón með
skólamálum á sínu svæði.
Félagsmál
Nefndin fékk félagsmálastjóra
Akureyrarbæjar til þess að meta á
hvern hátt stjórna mætti félagsmálum
í sameinuðu sveitarfélagi við Eyja-
fjörð. I stórum dráttum var hugmynd
hans sú að miðstöð fyrir stjórnun fé-
lagsmála yrði á Akureyri og auk þess
yrðu útibú (þjónustudeildir) á
nokkrum stöðum á svæðinu sem
sinntu nærþjónustu við fbúa. Félags-
málafulltrúi í þessum útibúum gæti
haft nokkuð víðfeðmt verksvið og
sinnt m.a. leikskólum, vinnumiðlun
og atvinnuleysisskráningu, frum-
barnavernd og umsjón með félags-
legum íbúðum. I miðstöð félagsmála
á Akureyri yrðu í grundvallaratriðum
leyst sömu verkefni og hjá félags-
málafulltrúum í útibúum, en ráðgjöf
yrði ítarlegri og erfiðari og við-
kvæmari mál, t.d. barnaverndarmál,
fullunnin. íbúar utan Akureyrar gætu
einnig valið um að sækja þjónustu
beint þangað, t.d. þegar um er að
ræða persónuleg málefni.
Verði þjónustukerfi sem þetta
byggt upp telur nefndin að aðstöðu-
munur íbúa innan Eyjafjarðarsvæð-
isins til að njóta sambærilegrar þjón-
ustu minnki.
Eignir og skuldir núverandi
sveitarfélaga
Um meðferð eigna, skulda og fyr-
irtækja sveitarfélaga segir í greinar-
gerðinni að gert sé ráð fyrir að allar
eignir núverandi sveitarfélaga verði
eignir sameiginlegs sveitarsjóðs.
Skuldir sveitarsjóða og skuldir
285