Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1993, Blaðsíða 16

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1993, Blaðsíða 16
UMHVERFISMÁL ítarleg framkvæmdaáætlun í um- hverfis- og þróunarmálum Umhverfisráðuneytið hefur hafið undirbúning að gerð ítarlegrar fram- kvæmdaáætlunar í umhverfis- og þróunarmálum. Framkvæmdaáætlunin skal gerð á grundvelli skýrslu um stefnu ríkis- stjórnarinnar í umhverfismálum, sem kynnt var í mars sl. og ber heitið „Á leið til sjálfbærrar þróunar". Til þess að vinna að gerð þessarar framkvæmdaáætlunar hefur ráðu- neytið m.a. skipað sjö starfshópa og á sambandið fulltrúa í fjórum þeirra. Starfshópur um úrgangsmynd- un, sorphiröu og meöferö spilli- efna Starfshópur um úrgangsmyndun, sorphirðu og meðferð spilliefna hef- ur það verkefni að skilgreina sjálf- bæra þróun í þessum málaflokki, að setja honurn markmið til skenrmri og lengri tíma og að semja fram- kvæmdaáætlun í umhverfis- og þró- unarmálum til aldamóta. Starfshóp- urinn á að ljúka störfum eigi síðar en í mars 1994. Formaður starfshópsins er Sigur- björg Sæmundsdóttir, deildarstjóri í umhverfisráðuneytinu, en af hálfu sambandsins hafa Guðrún Hilmis- dóttir verkfræðingur og Ingvar Ingv- arsson, bæjarfulltrúi á Akranesi, ver- ið tilnefnd í starfshópinn. Umhverfismál og byggöarþróun Annar starfshópur ráðuneytisins hefur til umfjöllunar umhverfismál og byggðarþróun. í þann starfshóp skipaði stjórn sambandsins Guðrúnu Zoéga, borgarfulltrúa í Reykjavík, og Kristján G. Magnússon, hrepps- nefndarnrann í Vopnafjarðarhreppi. Formaður starfshópsins er Jón Gunnar Ottósson, skrifstofustjóri í umhverfisráðuneytinu. Umhverfismál, feróa- og samgöngumál Þriðji hópurinn ræðir umhverfis-, ferða- og samgöngumál. í þann hóp tilnefndi stjórn sambandsins Þórunni Gestsdóttur, ritstjóra í Reykjavík, og Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum. Formaður starfs- hópsins er Þórhallur Jósepsson, deildarstjóri í samgönguráðuneyt- inu. Umhverfismál, iönþróun og orkumál Fjórði hópurinn hefur til meðferð- ar umhverfismál, iðnþróun og orku- mál. Fulltrúar sambandsins í starfs- hópnum eru Eiríkur Finnur Greipsson, oddviti Flateyrarhrepps, og Jóhanna Reynisdóttir, sveitar- stjóri Vatnsleysustrandarhrepps. Formaður starfshópsins er Jón Ingi- marsson, skrifstofustjóri í iðnaðar- ráðuneytinu. Einn hinna hópanna fjallar um búnaðarmál og fræðslu. Fornraður þess hóps er Sigurður Á. Þráinsson, upplýsingafulltrúi í umhverfisráðu- neytinu. Annar þeirra fjallar um um- hverfismál og landbúnað og er for- maður Sveinbjörn Eyjólfsson, deildarstjóri búnaðarsviðs í landbún- aðarráðuneytinu, og sá þriðji ræðir umhverfismál og sjávarútveg og er formaður þess hóps Halldór Árna- son, aðstoðarmaður sjávarútvegsráð- herra. Guðlaugur Gauti Jónsson, deildar- sérfræðingur í umhverfisráðuneyt- inu, er starfsmaður allra hópanna. Sveitarstjórnir nýti lögleyfðar heimildir til að koma í veg fyrir að slæleg umgengni spilli umhverfi Á aðalfundi Landssambands kúa- bænda, sem haldinn var á Blönduósi 23. og 24. ágúst sl., var samþykkt svofelld tillaga sem beint var til sveitarfélaga um land allt: „Aðalfundur Landssambands kúa- bænda 1993 lýsir ánægju sinni með þann árangur sem náðst hefur í að bæta umgengni á bændabýlum. Því nriður má þó í flestum sveitum sjá bæi þar sem misbrestur er á þessu. Fund- urinn telur að sterkasta vopn bænda í baráttunni um hylli neytenda sé hreinleiki íslenskra landbúnaðaraf- urða og að góð ímynd sveitanna í hugum þeirra hljóti að vera forsenda fyrir árangri á því sviði. Það er því alls ekki einkamál landeigenda hvernig umgengni er háttað. Því skorar fund- urinn á sveitarstjórnir að nýta þær heimildir laga, sem fyrir hendi eru, til að koma í veg fyrir að umhverfi spillist af völdum slælegrar um- gengni." 262
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.