Sveitarstjórnarmál - 01.10.1993, Blaðsíða 42
FRÁ LANDSHLUTASAMTÖKUNUM
verði námskeið fyrir sveitarstjórnar-
menn í Norðurlandi vestra eftir
sveitarstjórnarkosningar vorið 1994
í samstarfi við Samband íslenskra
sveitarfélaga.
Verkefni FMR til sveitarfélaga
Þá skoraði þingið á stjórn Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga að beita
sér fyrir samningum við ríkisvaldið
um að flytja verkefni Fasteignamats
ríkisins (FMR) til sveitarfélaga og
leggja FMR niður í núverandi mynd.
Tilfærsla á yfirstjórn frá ríki til
sveitarfélaga
Þingið saniþykkti að beina því til
stjórnar Santbands íslenskra sveitar-
félaga að samhliða viðræðum við
ríkisvaldið um breytta verkaskipt-
ingu ríkis og sveitarfélaga verði
tryggt að sveitarfélögin fái fjármagn
til stjórnunar og reksturs þeirra
málaflokka sem um ræðir. Jafnframt
minnki ríkið umsvif sín sem nemur
þeint verkefnum sem flytjast til
sveitarfélaganna.
Með tillögu að þessri ályktun
fylgdi svofelld greinargerð:
„Viðunandi samningar urn til-
færslu á stjórnunarkostnaði ásamt
fjármunum til reksturs viðkomandi
verkefna eru ein af grundvallarfor-
sendum þess að hagræðing verði á
verkefnaflutningi til sveitarfélag-
anna. Aukning á verkefnum og þar
með stjórnunarkostnaði sveitarfélag-
anna án samsvarandi niðurskurðar á
stjórnkerfi ríkisins leiðir til útþenslu
hins opinbera stjórnkerfis og þar með
hærri skattheimtu í þjóðfélaginu.
Slík þróun mundi hvorki þjóna hags-
munum sveitarfélaganna né íbúum
þeirra. Því leggur þing SSNV ríka
áherslu á að nú þegar verði teknar
upp viðræður við ríkisvaldið um
þessi mál þannig að sveitarstjórnar-
menn geti metið fjárhagsleg og
stjórnunarleg áhrif af tilfærslu á
verkefnunt til sveitarfélaganna.
Eignarhald á fasteignum
Þingið samþykkti og að beina
þeim tilmælum til stjórnar Sambands
íslenskra sveitarfélaga að taka upp
viðræður við stjórnvöld um að löguni
um eignarhald á fasteignum verði
breytt á þann veg að séu eigendur þrír
eða fleiri skuli þeir tilnefna forsvars-
mann fyrir eignina og sé hann
ábyrgur fyrir sköttum og skyldum
eignarinnar gagnvart sveitarstjórn.
Málefni Fjölbrautaskólans
Svofelld ályktun var gerð um
inálefni Fjölbrautaskóla Norðurlands
vestra :
„Þing SSNV 1993 beinir þeim til-
mælum til stjórnvalda að þau hlutist
til um að á fjárlögum ársins 1994
verði veitt fé til að standa straum af
kostnaði vegna:
1. Reksturs framhaldsdeilda á
Blönduósi og á Siglufirði.
2. Skólaaksturs.
3. Stækkunar heimavistar fjöl-
brautaskólans.
Auk þess leggur þingið áherslu á
að námsbraut fyrir þroskahefta verði
formlega stofnuð við skólann og fé
veitt til hennar. Þingið fagnar því að
starfsemi framhaldsdeilda á Blöndu-
ósi og Siglufirði verði í vetur.“
Fjármál SSNV
I fjárhagsáætlun SSNV fyrir árið
1994, sem samþykkt var á þinginu,
er gert ráð fyrir að tekjur og gjöld
nemi um 6 millj. kr. og að árgjöld
sveitarfélaga til sambandsins verði
100 kr. á hvern íbúa.
Kosningar
Fimin fulltrúar voru á þinginu
kosnir í umdæmanefnd landshlutans
og var skýrt frá skipan hennar í 3. tbl.
Sveitarstjórnarmála í ár. Þá voru
kjörnir tveir skoðunarmenn reikn-
inga SSNV og fjórir fulltrúar á aðal-
fund Landsvirkjunar.
Vísur
Framkvæmdastjóri SASS, Hjörtur
Þórarinsson, kvaddi sér hljóðs áður
en þinginu var slitið og mælti fram
tvær vísur. Sú fyrri var tileinkuð Jóni
Guðmundssyni frá Óslandi, oddvita
Hofshrepps:
Gengur hœgt um gólf í sal
grípur vœgt til orða.
Hvergi lœgð þótt hljótt sé tal
og hér er gnœgð að borða.
Hin síðari var í tilefni kvöldverðar,
sem efnt var til á Hótel Læk að
kvöldi fyrri dagsins:
Næmleiki á fundum nettari
ef nálgumst um stund hér saman.
„Senn verður lundin léttari"
og lífið svo undiir gattian.
Næsta ársþing á Blönduósi
Loks kvaddi sér hljóðs Ófeigur
Gestsson, bæjarstjóri á Blönduósi, og
bauð að næsta ársþing SSNV yrði
haldið á Blönduósi.
Arsþingið sátu 33 kjörnir fulltrúar
og nokkrir gestir, auk framsögu-
manna, alþingismenn kjördæmisins,
Bragi Guðbrandsson, aðstoðarmaður
félagsmálaráðherra, Húnbogi Þor-
steinsson, settur ráðuneytisstjóri í
félagsmálaráðuneytinu, og Þórður
Skúlason, framkvæmdastjóri Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga.
/<^>\
\HBE9F11U
Sími 68 55 22
ÞJÓNU^TA í
50 AR
fclV 05
! viönNord
85 SS 89 ILU'S
n llá f*i3 Iti ti\
288