Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1993, Blaðsíða 20

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1993, Blaðsíða 20
UMHVERFISMÁL um 9.000 manns og á næstu grösum er stórborgin Óðinsvé. Þrátt fyrir þetta ættum við þó að geta lært eitthvað af þessum frændum okkar. Urðun eða brennsla? Gagn og ógagn Lítum nú loks á aðgerðir í þriðja flokki, þ.e. aðgerðir sem miða að því að eyðing þess sorps, sem fer hina al- mennu sorpeyðingarleið, þrátt fyrir aðgerðir í öðrum flokki, valdi sem minnstum umhverfisspjöllum og komi að sem mestu gagni, ef um gagnsemi getur verið að ræða. Þarna stendur valið fyrst og fremst á milli urðunar og brennslu, að frátöldum þeim möguleika að flytja sorpið til annarra landsvæða þar sem aðrir taka við því. Urðun getur verið ágætlega snyrti- leg lausn. Fyrir tveimur árum skoðaði ég t.d. urðunarstað í sveitarfélagi einu á Norðurlandi vestra. Þar var sorpið urðað í djúpum skurðum á víðáttu- miklum melum, og þar sást hreiniega ekkert sem minnti á sorp. A Vest- fjörðum er hins vegar líklega erfitt að finna svo hentugan urðunarstað. Svo kemur líka annað vandamál upp í hugann þegar minnst er á urðun: Mikið af því sorpi, sem þannig er gengið frá, er komið til að vera! Nið- urbrot gengur hægt við þessar að- stæður og auk þess eru ýmsir hlutir í sorpinu afskaplega varanlegir. I því sambandi nægir að minnast aftur á bréfbleiurnar, sem taldar eru þurfa um 500 ár til að eyðast í náttúrunni. Með svipaðri bleiunotkun og nú er hætt við því að bleiusafnið verði orðið allmik- ið að vöxtum árið 2493! Þá verður líklega einnig farið að ganga mjög á landrými til urðunar. Öðru máli gegnir um brennsluna. Með því að brenna sorpið hverfur það af vettvangi sem slfkt, en brennslan er vandmeðfarin ef komast á hjá veru- legri loftmengun. A síðustu árum hafa orðið miklar framfarir í sorpbrennslu við hátt hitastig, og nú eru á markaði sorpbrennsluofnar sem að sögn skila nær mengunarlausum útblæstri. Reyndar þarf ekki að orðlengja mikið um þessi fræði hér. Eins og mörg okkar hafa heyrt um er verið að taka einn slíkan ofn í notkun þessa dagana austur í Öræfasveit. Þessi ofn á að geta brennt öllu sorpi frá um 360 manna byggðarlagi og það sem betra er; orkan sem losnar við brennsluna verður notuð til að hita upp sundlaug á staðnum. Ef þessir nýju sorpbrennsluofnar reynast eins góðir og mengunarlausir og af er látið hlýtur hér að vera komin einkar hentug lausn á sorpvandanum. Þarna getur sorpið sem sagt komið að gagni. Hugmyndir heimamanna Þessi grein ber titilinn Hugmyndir heimamanna, en hér hefur verið kom- ið víðar við. Mér finnst því tilhlýði- legt að fara nokkrum orðum um hug- myndir heimamanna og með orðinu heimamenn á ég hér fyrst og fremst við Hólmvíkinga, og þá hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps öðrum fremur. Hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps hefur ekki mótað neina heildstæða framtíðarstefnu í sorpmálum. A hinn bóginn hafa þessi mál verið þar mjög til umræðu síðustu mánuði. Helstu áætlanir, sem upp eru, eru þessar: 1. Minni neysla, minna sorp Á þessu sviði hefur ekki verið gripið til neinna aðgerða enda vænt- anlega nauðsynlegt að samræma slfk- ar aðgerðir sem næðu til landsmanna í heild eða á alþjóðavettvangi ef ár- angur á að nást. 2. Flokkun og nýting Þessa dagana eru Hólmvíkingar að leggja úr vör með sérstakt verkefni varðandi nýtingu á lífrænum úrgangi og hefur Pokasjóður Landverndar veitt hreppnum myndarlegan styrk af því tilefni. Skammtímamarkmið með verkefninu eru þau að bera saman notagildi einangraðra og óeinangr- aðra rotkassa við íslenskar aðstæður, að kanna hversu vel mismunandi líf- rænn úrgangur hentar til jarðvegs- framleiðslu í rotkössum og að vekja almenna umræðu um nýtingu á líf- rænum úrgangi. Langtímamarkmið eru að stuðla að almennri notkun rot- kassa á heimilum í Hólmavíkurhreppi og draga þannig úr magni þess sorps sem fer í urðun eða brennslu og að stuðla að eðlilegri hringrás efna í náttúrunni. Um 20 fjölskyldur í Hólmavíkur- hreppi munu taka þátt í þessu verk- efni. Hreppurinn leggur þessum fjöl- skyldum til rotkassa og aðstoðar fólkið við að koma þeim fyrir á lóð- um. Lífrænn úrgangur frá heimilunum verður síðan settur í kassana og ár- angur metinn að ári liðnu. Fjölskyld- urnar halda sérstaka dagbók um framgang verkefnisins. Gefinn verður út kynningarbæklingur um nýtingu á lífrænum úrgangi við upphaf verk- efnisins og endurskoðuð útgáfa er væntanleg að ári. Hugmyndin að þessu verkefni Hólmvíkinga er að hluta til komin frá Tingvoll-kommun í Noregi, en þar hefur m.a. verið farin sú leið að veita íbúum verulegan afslátt af sorpgjöld- um gegn skriflegum samningi um notkun rotkassa fyrir lífrænan úrgang. Á móti hefur sveitarfélagið hirt sorp frá viðkomandi fjölskyldum á tveggja vikna fresti í stað vikulegrar losunar eins og almennt gerist. Reynslan frá Tingvoll bendir til þess að með notk- un rotkassa megi minnka rúmmál sorpsins, sem fer í brennslu eða urð- un, um 50% þannig að hver sorppoki dugar helmingi lengur en ella. 3. Brotajárn Utbúið hefur verið sérstakt svæði undir brotajárn í grennd við sorp- hauga Hólmvíkinga. Þangað er verið að flytja í áföngum brotajám úr bíla- kirkjugörðum í nágrenninu en enn er talsvert verk óunnið á því sviði. Eins og menn vita hefur vinnsla á brota- járni ekki gengið sem skyldi en ein- hver teikn munu á lofti um að úr ræt- ist. Framtíðin hlýtur að verða sú að skilagjald á bílum og fleiri málmhlut- um verði látið standa undir kostnaði við söfnun brotajárns og flutningi þess til vinnslustaðar. Það virðist í það minnsta órökrétt að halda áfram á þeirri braut að vinna járn úr jám- námum heimsins með ærnu erfiði til þess eins að leyfa því að ryðga niður í heimatilbúnum járnnámum á hverju byggðu bóli. Ymsir smærri jámhlutir ljúka hlut- verki sínu innan veggja heimilanna. Þessir hlutir lenda gjarnan í hinum hefðbundnu sorppokum en jafnvel þessum smáhlutum þyrfti að koma á hauga með öðru járni. Til þess að svo megi verða þarf að gera fólki auð- 266
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.