Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1993, Blaðsíða 4

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1993, Blaðsíða 4
FORUSTUGREIN Grunnskólinn til sveitaifélaganna Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur oft verið ályktað um mikilvægi þess að efla sveitar- stjórnarstigið með því að færa verkefni frá ríki til sveitarfélaga. Þannig nýtist best frumkvæði og ábyrgð heimamanna varðandi stjórn þeirra mála sem eðlilegast er að leysa í héraði og ákvarðanavaldið færist nær þeim er þjónustunnar eiga að njóta. Forsenda breyttrar verkaskiptingar ríkis og sveitar- félaga er að sveitarfélögunum verði tryggðar auknar tekjur til að mæta auknum verkefnum. Breytingar á tekjustofnum sveitarfélaga þurfa jafnframt að tryggja sveitarfélögunum tekjur til að mæta fyrirsjáanlegum kostnaðarauka vegna ákvæða laga um aukna þjónustu í málaflokkum sem sveitarfélögunum er ætlað að yfir- taka. I febrúar sl. ályktaði fulltrúaráðsfundur sambandsins að rétt væri að fela sveitarfélögunum að fullu rekstur grunnskólanna og nú hefur ríkisstjórnin lýst því yfir að hlutdeild ríkisins í rekstrarkostnaði þeirra verði færð til sveitarfélaganna I. ágúst 1995. Með þeirri yfirlýsingu er komið til móts við óskir flestra sveitarstjórnarmanna. I framhaldi af því hefur sambandið tilnefnt fulltrúa sína í tvær nefndir til að undirbúa verkefnaflutninginn. Nefndunum er m.a. ætlað að meta kostnað og gera til- lögur um nýja tekjustofna til handa sveitarfélögunum til að mæta auknum kostnaði og fjalla um hvernig farið verði með áunnin starfsréttindi og Iífeyrissjóðsmál starfsmanna skólanna. Rfkið greiðir nú laun kennara og skólastjórnenda í grunnskólunum en sveitarfélögin annan rekstrarkostn- að og allan stofnkostnað. Reynslan sýnir að slíkur samrekstur er engin trygging fyrir faglegu og góðu skólastarfi. Þvert á móti leiðir það fyrirkomulag til margháttaðra vandkvæða og hamlar eðlilegri framþró- un. Forsvarsmenn Kennarasambands Islands hafa uppi efasemdir um ágæti þess að sveitarfélögin taki við nú- verandi verkefni ríkisins í rekstri grunnskólanna og virðast margir hverjir ekki treysta sveitarfélögunum fyrir aukinni ábyrgð á málefnum þeirra. í því sambandi er nærtækast að líta til þess frumkvæðis og ábyrgðar er sveitarfélögin hafa sýnt í því að byggja upp grunnskól- ana og tryggja eðlilegt skólahald. Sveitarstjórnarmenn áttu á sínum tíma nánast allt frumkvæði að uppbyggingu grunnskólanna í landinu. Sveitarfélögin lögðu út fé fyrir kostnaðarhlutdeild rík- isins og knúðu það til uppbyggingarstarfsins. Eftir að sveitarfélögin tóku að fullu við greiðslu byggingar- kostnaðar hefur síst dregið úr framkvæmdum við grunnskólana og þær hafa verið betur skipulagðar og tekið skemmri tíma. Þótt ríkið hafi haft það hlutverk að greiða laun kenn- ara og skólastjóra grunnskólanna hafa sveitarfélögin orðið að leggja fram ómælda fjármuni til að kennslu- skyldu væri fullnægt. í því sambandi má nefna greiðslu launauppbóta og annarra aukagreiðslna til kennara og skólastjórnenda. Lögskylda ríkisins hefur því víða ekki tryggt skólastarf með fullnægjandi hætti. Á hinn bóginn hafa sveitarfélögin gengið inn á verksvið ríkisins þegar það hefur brugðist skyldum sínum. Ríkið hefur ekki treyst sér til að standa undir kostnaði við lengingu skóladags. Á hinn bóginn hafa nokkur sveitarfélög, að eigin frumkvæði í samráði við kennara og skólastjórn- endur, beitt sér fyrir lengingu skóladags og borið af því kostnað til að koma til móts við óskir foreldra og barna. Samkvæmt núgildandi verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga er það þó augljóslega verkefni ríkisins. Varðandi slíka nýbreytni hefur verkaskiptingin oft tor- veldað æskilega þróun í skólastarfi. Mörg vandkvæði koma upp í grunnskólununt varð- andi samrekstur ríkis og sveitarfélaga. Það á við um stjórnunarlega þætti og einnig það hvað ríkinu beri að greiða af vinnu kennara og hvað sé sveitarfélagsins. Hnökrar af því tagi og misvísandi túlkanir eru veiga- mikil rök fyrir því að reksturinn sé allur á einni hendi og að sveitarfélögin taki að sér greiðslu launa og kjarasamningagerð við kennara og skólastjórnendur og nkið verði leyst undan því verkefni. Núgildandi verkaskipting ríkis og sveitarfélaga varðandi rekstur grunnskólanna er engin trygging fyrir framtíð einstakra skóla, sem mörgum reynist nú erfitt að sinna hlutverki sínu. Líklegra er að með færslu alls rekstrarins á eina hönd og með auknu valdi og ábyrgð sveitarfélaganna á málefnum grunnskólanna verði betur sinnt því hlutverki að sjá nemendum fyrir góðum skóla. 250
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.