Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1993, Page 22

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1993, Page 22
UMHVERFISMÁL Sorporkustöðin að Svínafelli Ingvar Níelsson verkfrœðingur Sorporkustöðin að Svínafelli í Hofshreppi í Austur-Skaftafellssýslu var formlega tekin í notkun þann 21. júní síðastliðinn að viðstöddu fjöl- menni. Þorsteinn Jóhannsson, odd- viti hreppsins, rakti aðdragandann að því að ráðist var í framkvæmdir og lýsti stöðinni. Hermann Svein- björnsson, framkvæmdastjóri Holl- ustuverndar ríkisins, ræsti stöðina, en sérstakt hlutafélag, Brennu-Flosi, sér um rekstur hennar. Fram- kvæmdastjóri Brennu-Flosa hf. er Olafur Sigurðsson, bóndi á Svína- felli. Öræfingar tókust á við þetta verk- efni af sama stórhug og einatt hefir einkennt þetta 120 manna samfélag en þeir voru meðal fyrstu Islendinga sem raflýstu híbýli sín með vatns- orku úr bæjarlækjunum. Fyrr á öld- um versluðu Öræfingar ýmist í Þor- lákshöfn eða á Fáskrúðsfirði og fóru þá fyrir vatnsföllin á jöklum eða yfir fjallvegi. Og nú hafa þeir eina ferð- ina enn „gengið fjallveg" og sett upp hjá sér snyrtilega sorporkustöð, sem eyðir öllum úrgangi úr sveitinni og þjónar jafnframt þjóðgarðinum í Skaftafelli yfir ferðatímann. Sorporkuvélin að Svínafelli getur fargað allt að 180 tonnum á ári af úrgangi frá heimilum, útgerð, land- búnaði, verslun, þjónustu og léttum iðnaði og getur því þjónað 300-350 manna byggðarlagi. Vélinni hefir verið valinn staður í ónotuðu loð- dýrahúsi og nam heildarkostnaður við uppsetningu stöðvarinnar - að undanskildu kaupverði loðdýrahúss- ins en framreiknaður á verðlag dags- ins - rúmum sex milljónum króna. Stöðin gekk samfellt þessa fyrstu KRULLAND hringlaga einingasundlaug af sömu gerö og verið er aö setja upp á Svínafelli. ferðavertíð og sannaði ágæti sitt í hvívetna. I tengslum við sorporkustöðina er verið að setja upp sundlaug fyrir ferðafólk, sem hituð verður með brennslunni, en við förgun á hverju Sorpmagn i Öræfasveit i kg/viku. Stólparitiö sýnir greinilega áhrif ferðaþjónustunnar á sorpmagnib 268

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.