Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1993, Side 40

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1993, Side 40
SAMEINING SVEITARFÉLAGA fyrirtækja þeirra með sjálfstæðan fjárhag, þ.m.t. orkufyrirtækja, verði sundurgreindar þannig að einungis skuldir sveitarsjóðanna teljist skuldir hins nýja sveitarfélags. Skuldir fyr- irtækja með sjálfstæðan fjárhag fylgi þeim í samræmi við markmið um rekstur þeirra. Ábyrgðir núverandi sveitarsjóða verði ábyrgðir sveitar- sjóðs hins nýja sveitarfélags. Ennfremur segir í greinargerð- inni: í fréttatilkynningu frá félagsmála- ráðuneytinu dags. 24. september um stefnumörkun ríkisstjórnarinnar vegna átaks í sameiningu sveitarfé- laga 1993-1994 segir m.a.: „Ríkisstjórnin mun sérstaklega fjalla um auknar fjárveitingar til Jöfnunar- sjóðs sveitarfélaga á árunum 1995- 1998 vegna aðgerða sem greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga og vegna breyttrar verkaskiptingar. Reglugerð jöfnunarsjóðs verði þannig breytt að hún verði enn frekar hvetjandi fyrir sameiningu sveitarfélaga, t.d. þannig að þau tapi ekki fjárhagslega á því að sameinast.“ Samkvæmt þessu er lík- legt að einhverjar aðgerðir verði reyndar til að jafna skuldastöðu þeirra sveitarfélaga, sem illa standa fjárhagslega, enda segir ennfremur í sömu fréttatilkynningu: „Til þess að ná árangri í sameiningu sveitarfélaga er nauðsynlegt að styrkja sjóðinn tímabundið svo að hann geti m.a. tekið þátt í að jafna skuldastöðu sveitarfélaga." Meóferö fyrirtækja í eigu nú- verandi sveitarfélaga Fyrirtæki í eigu núverandi sveitar- félaga, þ.m.t. orkufyrirtæki, verði rekin sjálfstætt. Rekstrarmarkmið fyrirtækja sem þjóna íbúunum skuli vera að tekjur og gjöld standist á og þjónustan þannig veitt á kostnaðar- verði hjá hverju einstöku fyrirtæki. Hlutafjáreign sveitarsjóða skal varðveitt í hlutafjársjóði sveitarfé- lagsins. Farið verði með arð af hlutafjáreign samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar hverju sinni. Nokkrar tölur úr ársreikningum Þá er gerð grein fyrir nokkrum tölum úr ársreikningum sveitarfélag- anna við Eyjafjörð á sl. ári. Skatttekjur, þ.e. tekjur skv. lögum um tekjustofna sveitarfélaga, námu samanlagt rúmlega tveimur milljörð- um króna. Á hvern íbúa voru tekjur að jafnaði kr. 98.735, sem er nálægt landsmeðaltali, sem var kr. 98.772 á árinu. Hæstar voru tekjur í einum hreppi á svæðinu kr. 125.523 og lægstar í öðrum kr. 65.861. Almennt voru hæstar tekjur á dæmigerðum útgerðarstöðum en lægstar í land- búnaðarhreppum. Hvenær tæki ný sveitarstjórn vió? Loks segir í greinargerðinni á þessa leið: „Samþykki íbúar við Eyjafjörð til- lögu um sameiningu svæðisins í eitt sveitarfélag 20. nóvember verður þó ekki sameinað strax. í nefndinni um sameiningu sveitarfélaga við Eyja- fjörð komu fram tvö sjónarmið um hvenær kosið yrði til nýrrar sveitar- stjórnar og sameining tæki gildi, ef tillaga umdæmanefndar verður sam- þykkt. Annars vegar var rætt um að kosið yrði til nýrrar sveitarstjórnar í sveitarstjórnarkosningunum vorið 1994 og tæki ný sveitarstjórn við skömmu síðar. Einnig kom fram það sjónarmið að athuga hvort heimilt væri að seinka sveitarstjórnarkosn- ingum. Þannig fái núverandi sveitar- stjórnir setið áfram um nokkurra mánaða skeið inn á næsta kjörtíma- bil, eftir því hversu tímafrek samein- ing verður." Umsókn um framlög úr Fram- kvæmdasjóði fatlaðra 1994 Stjórn Framkvæmdasjóðs fatlaðra auglýsir eftir umsóknum um framlög úr sjóðnum árið 1994. Um hlutverk sjóðsins vísast til 40. gr. laga nr. 59/1992 um málefni fatlaðra. Umsóknum skal skila til hlutaöeigandi Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra, sem veitir nánari upplýsingar. Svæðisskrifstofa Reykjavíkur, Nóatúni 17, Reykjavík. Svæðisskrifstofa Reykjaness, Digranesvegi 5, Kópavogi. Svæðisskrifstofa Vesturlands, Bjarnarbraut 8, Borgarnesi. Svæðisskrifstofa Vestfjarða, Mjallargötu 1, ísafirði. Svæðisskrifstofa Norðurlands vestra, Ártorgi 1, Sauðárkróki. Svæöisskrifstofa Norðurlands eystra, Stórholti 1, Akureyri. Svæðisskrifstofa Austurlands, Tjarnarbraut 39e, Egilsstöðum. Svæðisskrifstofa Suðurlands, Eyrarvegi 37, Selfossi. Umsóknum skal skila til svæðisskrifstofa fyrir 1. desember 1993. F élagsmálaráðuney tið 286

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.