Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1993, Blaðsíða 10

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1993, Blaðsíða 10
KYNNING SVEITARFÉLAGA í Reynisfjalli er mikið af lunda og fýl en lundann veiða heimamenn nokkuð í háf. Seinni hluta ágústmán- aðar og í byrjun september er nokkuð gert að því að veiða fýl, það er ungann. Hann er reyttur og sviðinn og ýmist borðaður nýr eða saltaður. Fýll er sérstakur matur og eru fáir aðrir staðir á landinu sem nýta sér hann í nokkrum mæli til matar. A Dyrhólaey er nokkuð um lunda, kríu, svartfugl, fýl og æðarfugl auk mófugla. Skúmurinn verpir aðallega á tveimur stöðum á landinu, þ.e. á Skeiðarársandi og á Mýrdalssandi, og fjölgar honum þar ört. Börnin á leikskólanum í Suður-Vík í útgerðarleik. Ljósm. Hafsteinn Jóhannesson. og Reynisdranga sunnan undir Reynisfjalli en þeir heita Skessudrangur, Landdrangur og Langhamar. Hafursey og Hjörleifshöfði (á Mýrdalssandi) og Dyrhólaey og Pétursey (í vestur Mýrdal) eru stakir móbergshöfðar og landfastir, þótt nafngiftir þeirra og lega bendi til þess að fyrr hafi þeir allir verið umflotnir sjó. Katla Ein virkasta eldstöð á Islandi er Katla í Mýrdalsjökli. Hefur hún að jafnaði gosið á 60 ára fresti, síðast 1918 en þó tala vísindamenn nú um að líklega hafi orðið smágos í Kötlu árið 1955 sem ekki hafi komist upp úr jöklinum. Gos í Kötlu hafa jafnan valdið miklum skaða á náttúru og dýralífi. Sárafá tilfelli eru þekkt þar sem mannskaði hefur orðið af völdum Kötlugosa þótt oft hafi þar látið nærri. Mjög fullkomið skipulag er til hjá Almannavömum í hreppnum um viðbrögð við Kötlu- gosi ef til þess kentur. Auk þessara náttúruvætta eru margir aðrir þekktir og athyglisverðir staðir sem vert væri að nefna og margar sögur eru til sem tengjast öll- um þessum stöðum, margar hverjar bráðskemmtilegar. Fuglalíf Fuglalíf er nokkuð sérstakt í héraðinu. I Vík er eitt stærsta kríuvarp á landinu og verpir krían inni í miðju iðnaðarhverfi í Vík. Er hún þeim. er þar starfa, oft til ama, sérstaklega þegar unginn er að koma úr eggjunum. Góö ræktunarskil- yröi Mýrdalurinn er fyrst og fremst landbúnaðarhérað með hefðbundinn búskap, þ.e. sauðfé og nautgripi. Hin seinni ár hefur garðrækt þó aukist mikið. Hér er meðalhiti hvað hæstur á landinu, það vorar snemma, tveim til þrem vikum fyrr en í Reykjavík, og haustið kemur yfirleitt seint. Þessar aðstæður gefa bændum tækifæri til að taka upp kál, gulrófur, gulrætur og annað útiræktað grænmeti allt fram í október/nóvember eða jafnvel fram í desember. í Vík eru fyrst og fremst störf er lúta að þjónustu og iðnaði. Feróaþjónusta Þjónusta við ferðamenn hefur farið mjög vaxandi í hreppnum. Á síðustu áruin hefur orðið mikil uppbygg- ing í ferðaþjónustu bænda, bæði í gistingu og afþrey- ingu ýmiss konar. Margar skemmtilegar gönguleiðir eru í hreppnum og útsýnissiglingar með hjólabátum eru ógleymanleg ævintýri. I Vík er öll almenn opinber þjónusta, bankar, sýslu- maður með skrifstofu, Rafmagnsveitur ríkisins með starfsmann, póst- og símstöð, Vegagerð ríkisins með áhaldahús, heilsugæslustöð með lækni og hjúkrunar- fræðing og í Vík er aðsetur sóknarprests en hann þjónar þrem kirkjum. Ennfremur er hér ýmis önnur þjónusta í boði, svo sem verslanir, bílaverkstæði, byggingarfyrir- tæki, sokkaverksmiðja og ullariðnaður, flutningafyrir- tæki og þungavinnuvélar, svo nokkuð sé nefnt. 256
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.