Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1993, Blaðsíða 65

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1993, Blaðsíða 65
HAFNAMÁL Hafnasamlag Eyjafjarðar Hálfdán Kristjánsson bœjarstjóri á Olafsfirði Orö eru til alls fyrst. Hugsanleg stofnun hafnasamlags rædd á ársfundi Hafnasambands sveitarfélaga 22. október 1992. Á myndinni eru, talið frá vinstri, Kristján Ólafsson, þáv. hafnarnefndarmaöur á Dalvik, Óskar Þór Sigurbjörnsson, þáv. forseti bæjarstjórnar á Ólafsfiröi, Garöar Björnsson, hafnarvöröur á Dalvík, Jónas Vigfússon, sveitarstjóri i Hrísey, Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Dalvík, Þorlákur Sigurösson, oddviti Grímseyjarhrepps, og Júlíus Snorrason, þáv. formaður hafnarnefndar á Dalvík. Myndina tók Unnar Stefánsson. Máliö i höfn með undirritun samnings um hafnasamlag. Viö boröiö sitja, taliö frá vinstri, Hálfdán Kristjánsson, bæjarstjóri á Ólafsfirði, Sveinn Jónsson, oddviti Árskógshrepps, Kristján Þór Júliusson, bæjarstjóri á Dalvik, Halldór Blöndal samgönguráöherra. Standandi eru Þorsteinn Ásgeirsson, forseti bæjarstjórnar á Olafsfiröi, Kristján Snorrason, varaoddviti Árskógshrepps, og Trausti Þorsteinsson, förseti bæjarstjórnar Dalvíkur. Ljósm. Rúnar Þór Björnsson. Árskógshreppur, Dalvíkurbær og Ólafsfjarðarbær stofnuðu Hafnasam- lag Eyjafjarðar hinn 8. júní sl. Samn- ingurinn var undirritaður í Sæluhús- inu á Dalvík og samgönguráðherra, Halldór Blöndal, staðfesti samninginn fyrir hönd ráðuneytisins. Stjórn samlagsins er skipuð sjö fulltrúum, tveimur frá hverju sveitar- félaganna en sjöundi fulltrúinn er frá Dalvík helming kjörtímabilsins og hinn helminginn frá Ólafsfirði. Sá bæjanna sem hefur tvo fulltrúa í stjórn á formann stjórnar. Áttundi fulltrúinn sem hefur málfrelsi og tillögurétt en er án atkvæðisréttar er frá þeim bæn- um sem hefur tvo fulltrúa. í stjórn hins nýja samlags eru Árni Halldórsson, fv. hafnar- nefndarmaður og Pétur Sigurðsson hreppsnefndarmaður fyrir Árskógs- hrepp, Anton Gunnlaugsson, fv. hafnarnefndarmaður, Júlfus Snorra- son, fv. form. hafnarnefndar, og Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri fyrir Dalvíkurbæ, Hálfdán Kristjáns- son bæjarstjóri og Matthías Sæ- mundsson, fv. hafnarnefndarmaður, frá Ólafsfjarðarbæ, og loks Gunnar Þór Sigvaldason, fv. hafnarnefndar- maður á Ólafsfirði, sem er án at- kvæðisréttar. Með stofnun hafnasamlagsins hef- ur verið tekin afstaða varðandi upp- byggingu hafnanna. Hafnirnar í Ólafsfirði og í Árskógshreppi verða fiskihafnir en á Dalvík verður haf- skipahöfn. Hafnamefndir sveitarfélaganna þriggja voru lagðar niður og stjórn hafnasamlagsins yfirtekur verkefni þeirra. Einn hafnarstjóri verður yftr höfnunum, enda eru sveitarfélögin ekki síst með þessari breytingu á yf- irstjóm hafnanna orðin eitt atvinnu- svæði. Ákveðið er að skrifstofa hafn- arstjórans verði á Dalvtk. Eðlilegar og öruggar samgöngur eru óaðskiljanlegur hluti samrekstrar hafna og nú hefur verið mtt úr vegi þeirri hindrun sem mest hefur verið en það var malarvegurinn milli Ólafs- fjarðar og Dalvfkur sem hefur verið byggður upp og lagður slitlagi. En meginforsendan fyrir stofnun hafnasamlagsins er sú skoðun manna að í samstarfinu nýtist takmarkaðir fjármunir betur til uppbyggingar mannvirkja, aukinnar hagkvæmni gæti í rekstri og þjónustan verði skil- virkari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.