Sveitarstjórnarmál - 01.10.1993, Blaðsíða 65
HAFNAMÁL
Hafnasamlag Eyjafjarðar
Hálfdán Kristjánsson
bœjarstjóri á Olafsfirði
Orö eru til alls fyrst. Hugsanleg stofnun hafnasamlags
rædd á ársfundi Hafnasambands sveitarfélaga 22.
október 1992. Á myndinni eru, talið frá vinstri, Kristján
Ólafsson, þáv. hafnarnefndarmaöur á Dalvik, Óskar
Þór Sigurbjörnsson, þáv. forseti bæjarstjórnar á
Ólafsfiröi, Garöar Björnsson, hafnarvöröur á Dalvík,
Jónas Vigfússon, sveitarstjóri i Hrísey, Kristján Þór
Júlíusson, bæjarstjóri á Dalvík, Þorlákur Sigurösson,
oddviti Grímseyjarhrepps, og Júlíus Snorrason, þáv.
formaður hafnarnefndar á Dalvík. Myndina tók Unnar
Stefánsson.
Máliö i höfn með undirritun samnings um hafnasamlag. Viö boröiö sitja, taliö
frá vinstri, Hálfdán Kristjánsson, bæjarstjóri á Ólafsfirði, Sveinn Jónsson,
oddviti Árskógshrepps, Kristján Þór Júliusson, bæjarstjóri á Dalvik, Halldór
Blöndal samgönguráöherra. Standandi eru Þorsteinn Ásgeirsson, forseti
bæjarstjórnar á Olafsfiröi, Kristján Snorrason, varaoddviti Árskógshrepps,
og Trausti Þorsteinsson, förseti bæjarstjórnar Dalvíkur. Ljósm. Rúnar Þór
Björnsson.
Árskógshreppur, Dalvíkurbær og
Ólafsfjarðarbær stofnuðu Hafnasam-
lag Eyjafjarðar hinn 8. júní sl. Samn-
ingurinn var undirritaður í Sæluhús-
inu á Dalvík og samgönguráðherra,
Halldór Blöndal, staðfesti samninginn
fyrir hönd ráðuneytisins.
Stjórn samlagsins er skipuð sjö
fulltrúum, tveimur frá hverju sveitar-
félaganna en sjöundi fulltrúinn er frá
Dalvík helming kjörtímabilsins og
hinn helminginn frá Ólafsfirði. Sá
bæjanna sem hefur tvo fulltrúa í stjórn
á formann stjórnar. Áttundi fulltrúinn
sem hefur málfrelsi og tillögurétt en
er án atkvæðisréttar er frá þeim bæn-
um sem hefur tvo fulltrúa.
í stjórn hins nýja samlags
eru Árni Halldórsson, fv. hafnar-
nefndarmaður og Pétur Sigurðsson
hreppsnefndarmaður fyrir Árskógs-
hrepp, Anton Gunnlaugsson, fv.
hafnarnefndarmaður, Júlfus Snorra-
son, fv. form. hafnarnefndar, og
Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri
fyrir Dalvíkurbæ, Hálfdán Kristjáns-
son bæjarstjóri og Matthías Sæ-
mundsson, fv. hafnarnefndarmaður,
frá Ólafsfjarðarbæ, og loks Gunnar
Þór Sigvaldason, fv. hafnarnefndar-
maður á Ólafsfirði, sem er án at-
kvæðisréttar.
Með stofnun hafnasamlagsins hef-
ur verið tekin afstaða varðandi upp-
byggingu hafnanna. Hafnirnar í
Ólafsfirði og í Árskógshreppi verða
fiskihafnir en á Dalvík verður haf-
skipahöfn.
Hafnamefndir sveitarfélaganna
þriggja voru lagðar niður og stjórn
hafnasamlagsins yfirtekur verkefni
þeirra. Einn hafnarstjóri verður yftr
höfnunum, enda eru sveitarfélögin
ekki síst með þessari breytingu á yf-
irstjóm hafnanna orðin eitt atvinnu-
svæði. Ákveðið er að skrifstofa hafn-
arstjórans verði á Dalvtk.
Eðlilegar og öruggar samgöngur
eru óaðskiljanlegur hluti samrekstrar
hafna og nú hefur verið mtt úr vegi
þeirri hindrun sem mest hefur verið en
það var malarvegurinn milli Ólafs-
fjarðar og Dalvfkur sem hefur verið
byggður upp og lagður slitlagi.
En meginforsendan fyrir stofnun
hafnasamlagsins er sú skoðun manna
að í samstarfinu nýtist takmarkaðir
fjármunir betur til uppbyggingar
mannvirkja, aukinnar hagkvæmni
gæti í rekstri og þjónustan verði skil-
virkari.