Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1993, Blaðsíða 9

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1993, Blaðsíða 9
KYNNING SVEITARFELAGA Dvalarheimilið Hjallatún í Vik. Ljósm. Hafsteinn Jóhannesson. þætt. Annars vegar geta aldraðir einstaklingar nú dvalið mun lengur í sinni heimabyggð og hins vegar er þetta töluverð lyftistöng fyrir atvinnulíf staðarins og þá sér- staklega fyrir konur. Heimaþjónusta Heimaþjónusta er rekin á vegum hreppsins og hefur verið hægt að verða við óskum allra sem óskað hafa aðstoðar. Þá hefur Vinnuskólinn séð um hirðingu garða fyrir þá ellilífeyrisþega sem þess hafa óskað, þeim að kostnaðarlausu. Sorphreinsun Sorphirða fer fram vikulega í öllum hreppnum og mæltist það vel fyrir er hafin var sorphirða í sveitinni. Árlega fer fram hreinsunarátak í hreppnum þar sem farið er á hvert býli og tekið stærra drasl sem menn vilja losna við. Hefur þetta gefist vel og er mikið magn gamalla bíla og búvéla hirt á ári hverju. Unnið er að því að finna varanlega lausn á förgun sorpsins og er sorp- brennsla ein þeirra hugmynda sem nú eru í skoðun og hugsanleg nýting orkunnar frá brennslunni til hitunar á sundlaug. Önnur starfsemi á vegum sveitarfélags- ins Áhaldahús er rekið á vegum hreppsins og starfa þar tveir menn allt árið. Annast þeir viðhald á fasteignum hreppsins svo og ýmsar framkvæmdir stórar og smáar. Ennfremur sjá þeir um alla sorphirðu í hreppnum. Vinnuskóli er starfræktur í átta vikur á sumri hverju. Hefur hann notið mikilla vinsælda hjá börnum og unglingum og í sumar voru yfir 30 böm á aldrinum 11 til 16 ára, þrír flokksstjórar og vélamaður við störf í Vinnuskólanum. Þá hefur hreppurinn tekið virkan þátt í uppbyggingu ferðamannaþjónustu á undanfömum árum. Hefur hann verið með í rekstri upplýsingamiðstöðvar fyrir ferða- menn undanfarin tvö sumur auk þess sem hreppurinn sér einn um rekstur tjaldstæðis í Vík. Félagsstarfsemi Félagslíf er mjög blómlegt og mörg félög starfandi. Má þar nefna ungmennafélögin Drang og Dyrhólaey, Kvenfélag Hvammshrepps, Kvenfélag Dyrhólahrepps og Kvenfélagið Ljósbrá, Lionsklúbbinn Suðra, Hesta- mannafélagið Sindra, Golfklúbbinn í Vík og Björgun- arsveitina Víkverja, svo nokkur séu nefnd. Undanfarin ár hafa ungmennafélagið Drangur og Björgunarsveitin Víkverji staðið fyrir veglegri útihátíð í Vík um versl- unarmannahelgar. Gestum hefur fjölgað með hverju árinu og sl. sumar er áætlað að um 3000 manns hafi sótt hátíðina. Árlega eru haldin þrjú þorrablót í hreppnum og má áætla að um 400 manns sæki þau á ári hverju. Tónlistarlíf er mjög öflugt en auk skólahljómsveitar- innar er hér starfandi barnakór Víkurskóla, kirkjukór og karlakór. í byrjun ársins var tekið í notkun veglegt 11 radda pípuorgel í Víkurkirkju og er það tvímælalaust mikil lyftistöng fyrir allt tónlistarlíf í hreppnum. Þá var á síðasta ári stofnaður félagsskapur áhugamanna um hljóðfæraleik og dans. Er það hópur fólks sem kemur saman og spilar og dansar gömlu dansana. Nefnist sá félagsskapur „Spor í rétta átt“. Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru í félagslífi í hreppnum og vissulega er margt sem enn er ónefnt. Sérstætt náttúrufar Mýrdalurinn hefur oft verið nefndur „Sveitin milli sanda", með Mýrdalssand í austri og Sólheima- og Skógasand í vestri. Mýrdalsjökull gnæfir yfir hreppnum í norðri með Kötlu sem aðalógnvald og síðan höfum við Atlantshafið í suðri. Innan þessa svæðis eru mörg merkileg og sum heimsþekkt náttúrufyrirbæri. Nægir þar að nefna Dyrhólaey með sitt þekkta gat og fuglalíf 255
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.