Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1993, Blaðsíða 31

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1993, Blaðsíða 31
SAMEINING SVEITARFÉLAGA Stefnumörkun ríkisstjómarinnar vegna átaks í sameiningu sveitarfélaga 1993—1994 Félagsmálaráðuneytið lét hinn 27. september sl. frá sér fara svofellda fréttatilkynningu vegna átaks í sam- einingu sveitarfélaga 1993-1994: Nú liggja fyrir tillögur allra umdæmanefnda um sameiningu sveitarfélaga sem kosið verður um í al- mennri atkvæðagreiðslu hinn 20. nóvember nk. I þeim felst að sveitarfélögum fækkar úr 196 í 43 ef tillögurnar ná fram að ganga. Með stórtækum samruna sveitarfélaga og tilflutningi verkefna skapast tækifæri til að efla og styrkja sjálfs- forræði sveitarfélaga og byggð í landinu jafnframt því að ná fram hagræðingu í opinberum rekstri. Fjölmenn og öflug sveitarfélög hafa mun meiri vaxtarmöguleika í atvinnulegu tilliti og geta boðið íbúunum betri þjón- ustu en þau fámennu. Jöfnunarsjóóur Reglur um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga eru miðaðar við núverandi skiptingu landsins í sveitarfélög og núverandi verkefni sveitarfélaga. Reglurnar virka mjög hvetjandi á sameiningu fámennra hreppa, t.d. með innan við 300 íbúa, en eru ekki sniðnar með sameiningu fjölmennari sveitarfélaga í huga, t.d. með 1-2 þús. íbúa. Nauðsynlegt er að gjörbreyta reglunum þannig að þær virki hvetjandi á sameiningu stærri sveitarfélaga og að þær breytist síðan í takt við færslu verkefna frá ríki til sveitarfélaga. Til þess að ná árangri í sameiningu sveitarfélaga er nauðsynlegt að styrkja sjóðinn tímabundið svo hann geti m.a. tekið þátt í að jafna skuldastöðu sveitarfélaga, greitt kostnað við sameiningu sveitarfélaga og aðrar aðgerðir sem því tengjast. Rétt er að sveitarfélögin í landinu taki santeiginlega þátt í slíkum kostnaði að hálfu á móti ríkinu. Atvinnumál Ýmis vandamál atvinnulífsins, svo sem atvinnuleysi og veik staða fyrirtækja í einstökum byggðarlögum, verða auðveldari viðfangs í stórum og fjölmennum sveitarfélögum en er almennt í núverandi sveitarfélög- um. Þá kallar þróunin í sjávarútvegi á stækkun sveitar- félaga. Má þar nefna nauðsyn á stækkun atvinnusvæða verkalýðs- og sjómannasamtaka, sameiningu hafna, sameiningu sjávarútvegsfyrirtækja á ntilli byggðarlaga. Jafnframt er ljóst að sveitarfélögin munu hafa sterkari aðstöðu til að varðveita fiskveiðikvóta í heimabyggð ef þau verða stærri. Samgöngumál Ein af forsendum þess að stækkun sveitarfélaga leiði til betri þjónustu við fbúana eru greiðar samgöngur innan hinna stóru sveitarfélaga. Með greiðum sam- göngum skapast betri grundvöllur fyrir rekstri marg- víslegrar þjónustu sveitarfélagsins við íbúana og hún verður þeim aðgengilegri. Þá leiða greiðar samgöngur til þess að íbúarnir geti sótt atvinnu um lengri veg. Takmarkaðar samgöngur innan héraðs hafa leitt til þess að ekki hefur verið grundvöllur fyrir ýmiss konar þjónustustarfsemi sem krefst stórs markaðar. Samþykkt ríkisstjórnarinnar Ríkisstjórnin hefur fallist á eftirfarandi tillögur fé- lagsmálaráðherra: 1. Feli niðurstöður kosninga um sameiningu sveitar- félaga í sér eflingu sveitarstjórnarstigsins og stækkun sveitarfélaga mun ríkisstjórnin beita sér fyrir samning- um við sveitarfélögin um að þau yfirtaki rekstur heilsugæslu, öldrunarþjónustu og málefni fatlaðra. Við það verði miðað að hin nýja verkaskipting ríkis og sveitarfélaga öðlist gildi sem fyrst eða á næstu 2 til 3 árum. Samhliða verði skoðað hvort um frekari tilflutn- ing verkefna geti orðið að ræða. Unnið er að undirbún- ingi þess að sveitarfélögin yfirtaki að fullu rekstur grunnskóla 1. ágúst 1995. 2. Ríkisstjórnin mun í samningum við sveitarfélögin 277
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.