Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1993, Blaðsíða 43

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1993, Blaðsíða 43
FRÁ LANDSHLUTASAMTOKUNUM Aðaljundur EYÞINGS á Akureyri 2. september: „Vitund okkar fyrir því að styrkja sveitarstjómarstigið er vakin“ Á aðalfundi EYÞINGS, Sambands sveitarfélaga í Eyjafirði og í Þing- eyjarsýslum, sem haldinn var á Hótel KEA á Akureyri 2. september sl., var kynning á tillögum umdæmanefndar um sameiningu sveitarfélaga eitt þriggja meginumræðuefna. Þegar formaður EYÞINGS. Einar Njálsson, bæjarstjóri á Húsavík, dró í fundar- lok saman meginniðurstöður fundar- ins sagði hann um það efni: „Við höfum fjallað um sameiningu sveitarfélaga, tillögu að nýrri skipt- ingu landshlutans í sveitarfélög. Ég vil taka undir þær óskir, sem menn hafa sett hér fram, að umræðan á næstunni verði jákvæð og málefna- leg. Ég vil Iíka minna á að jafnvel þó að árangurinn úr kosningunum verði neikvæður eða - eins og sagt hefur verið - jafnvel þó að þessar tillögur verði kolfelldar, þá er samt ekki á glæ kastað þeirri vinnu sem hér hefur verið unnin. Við getum kannski ekki sagt að ný hugsun sé vakin, en vitund okkar fyrir því að styrkja sveitar- stjórnarsdgið er vakin, vitund okkar fyrir nauðsyn þess að færa verkefni og tekjuöflun til sveitarfélaganna og vitund okkar fyrir því að færa valdið til að verja fjármunum nær fólkinu sjálfu og draga með samsvarandi hætti úr miðstýringu ríkisvaldsins. Við eigum sjálfsagt eftir að ráða það við okkur hvernig við náum þessu marki. I mínum huga er það ekki hvort heldur hvenær." Formaður umdæmanefndar, Guð- ný Sverrisdóttir, sveitarstjóri Grýtu- bakkahrepps, kynnti tillögur og greinargerð nefndarinnar í ítarlegri framsöguræðu. Að henni lokinni urðu miklar umræður um tillögurnar og voru viðhorf ræðumanna til þeirra mismunandi. Eitt stærsta skref sem stigið hefur verið til eflingar lands- byggöinni um langa hríð Annað meginmál fundarins var kynning á Háskólanum á Akureyri. Haraldur Bessason, rektor skólans, kynnti starfsemi og skipulag skólans og þakkaði dyggilegan stuðning við skólann frá upphafi. Þorsteinn Sig- urðsson, deildarstjóri rekstrardeildar, ræddi síðan um uppbyggingu skólans og tengsl hans við atvinnulífið. Jón Þórðarson, deildarstjóri sjáv- arútvegsdeildar og forstöðumaður Rannsóknastofnunar Háskólans á Akureyri, sagði frá einstökum verk- efnum í þágu atvinnulífsins og flutti síðan sérstakt erindi um nýsköpun í sjávarútvegi. Síðan töluðu Arnheiður Eyþórs- dóttir frá Rannsóknastofnun fiskiðn- aðarins, Öivind Kaasa frá Hafrann- sóknastofnun, Kristján Björn Garðarsson frá Iðntæknistofnun og Sigurður Jóhannesson, sem vinnur að sérstöku verkefni í gæðastjórnun í samvinnu við Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar. Framsögumenn svöruðu mörgum fyrirspurnum og fundar- menn heimsóttu húsakynni skólans. Um þetta umræðuefni sagði Einar Njálsson í samantekt sinni um niður- stöður fundarins: „Heimsóknin í háskólann var af- skaplega spennandi, fyrirlestrarnir fræðandi og athygli mína vakti sá gífurlegi metnaður sem kom alls staðar fram hjá bæði kennurum og nemendum þessa skóla. Ég er sann- færður um að stofnun Háskólans á Akureyri er eitt stærsta skref sem stigið hefur verið til eflingar lands- byggðinni um langa hríð og ég verð að viðurkenna það að ég fékk það hreinlega á tilfinninguna að vaxtar- broddur akademískrar menntunar á Islandi væri í Háskólanum á Akur- eyri.“ Vandi landbúnaðarins ekki leystur nema af þjóðinni allri Valtýr Sigurbjarnarson, útibús- stjóri Byggðastofnunar á Akureyri, og Ari Teitsson, starfsmaður Búnað- arsambands Suður-Þingeyinga, voru málshefjendur um þriðja dagskrár- mál fundarins, áhrif samdráttar í landbúnaði á tekjur sveitarfélaga. Miklar umræður urðu um þetta mál eins og hin fyrri. Um það sagði Einar Njálsson: „Landbúnaðarmálin ræddum við ítarlega og hlýddum á tvö fróðleg erindi. Það á sér stað alvarleg þróun í landbúnaðinum, sem hefur áhrif á sveitarfélög og íbúa þeirra. Mér virðist það vandamál vera svo yfir- gripsmikið að það verði ekki leyst nema sameiginlega af þjóðinni allri.“ Vegamál á Norðausturlandi Að tillögu fulltrúa Sauðanes-, Þórshafnar- og Svalbarðshreppa gerði fundurinn svofellda ályktun: „Aðalfundur EYÞINGS 1993 sam- þykkir að beina því til stjórnar að 289
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.