Sveitarstjórnarmál - 01.10.1993, Blaðsíða 57
STJÓRNSÝSLA
mennara meðal smærri ríkja en
stærri. Eins er oft gengið út frá því
sem vísu að því meiri völd sem
sveitarfélög hafi og því minni völd
sem ríkið hafi, þeim mun nær ein-
staklingunum sé ákvarðanatakan og
áhrif þeirra á málatilbúnað allan. Það
sem máli skiptir er hins vegar aðeins
eitt: Hvert er það kjöt sem er á
beinunum?
Islensk stjómskipan verður seint
talin með þeirri lýðræðislegustu sem
þekkist í Evrópu. Löng og afar sterk
hefð er fyrir einföldu meirihlutavaldi
við meðferð allra mála. Stjómar-
skráin veitir borgurunum litla vöm
gagnvart ríkisvaldinu og í ofanálag
hefur dómsvaldið um áratugaskeið
verið með eindæmum valdhlýðið og
túlkað mannréttindaákvæði stjómar-
skrárinnar ríkisvaldinu í hag. Við allt
þetta bætist að réttaröryggi borgar-
anna gagnvart stjómvöldum er á
engan hátt styrkt með stjómskipun-
ardómstóli eða öðru slíku úrskurðar-
valdi.
Vinnubrögð lýðræðislega kjörinna
fulltrúa mótuðust á tímum þegar
fulltrúamir töldu nauðsynlegt að
beita sem flestum brögðum til að fá
vilja landsmanna framgengt gagn-
vart erlendum yfirvöldum, sem oftast
voru andsnúin afstöðu hinna þjóð-
kjömu. Reynslan leiddi svo til þess
að stjómmálamennimir skópu beinu
lýðræði, almennum mannréttindum
og aðhaldi þjóðkjörins forseta afar
þröngan stakk. Athafnafrelsi stjóm-
málamannanna gaf þeim takmarka-
laust vald yfir stofnunum samfélags-
ins, sem síðan voru í verulegum mæli
nýttar til ábata fyrir þá hagsmuna- og
gæðingahópa sem stjómmálamenn-
imir töldu sig fulltrúa fyrir. Hin ís-
lenska kraftahagstjóm og kraftalög-
fræðin vom mættar til leiks og skópu
þá umgjörð sem við þekkjum um
samskipti borgara og stjómvalda.
Ekki verður séð að sveitarstjómir
hafi myndað neinar sérstakar hefðir
um meðferð mála. Þvert á móti má
leiða að því gild rök að sveitar-
stjómarmálin hafi að þessu leyti
dregið mjög dám af þeirri stjóm-
málahefð sem myndaðist við lands-
stjómina. I þeim sveitarstjómum þar
sem íbúafjöldi gaf tilefni til raun-
verulegra átaka um flokkapólitík eft-
ir forskrift þingflokkanna varð sú
raunin.
Eftir minni bestu vitund hefur ekki
verið gerður neinn samanburður á
lýðræðislegum áhrifum borgaranna
á þær ákvarðanir sem teknar eru í
þeirra nánasta umhverfi eða fyrir
landið sem heild. Eg ætla hins vegar
að halda því fram að lýðræðisleg
áhrif borgaranna í stærri sveitarfé-
lögum á Islandi séu með því minnsta
sem þekkist í vesturálfu. Mýmörg
dæmi eru um mun almennara sveit-
arstjómarlýðræði en hér þekkist,
jafnt í Evrópu og Bandaríkjunum.
Ákvarðanir sveitarstjórnarmanna um
skipulag umhverfis og forgangsröð
verkefna innan sveitarfélaga virðast
oft í sáralitlum tengslum við vilja
íbúa. Álits íbúa er sjaldnast leitað á
markvissan hátt, þótt flestir þættir
sveitarstjómarmála séu þess eðlis að
afar hentugt og auðvelt er að leggja
þá fyrir kjósendur í almennri at-
kvæðagreiðslu. Hér má meðal annars
nefna ýmsa þætti skipulagsmála og
almenna forgangsröð verkefna.
Það er von mín að sveitarstjómar-
menn hafi það hugfast, nú þegar útlit
er fyrir vemlega sameiningu sveitar-
félaga, að í auknu lýðræði á sveitar-
stjómarsviðinu felst aukinn styrkur
sveitarfélaganna gagnvart ríkisvald-
inu. Samsteypustjómir Islands hafa
oft verið myndaðar á grunni hrossa-
kaupa skúmaskotanna og sitja með
umdeilanlegt umboð frá kjósendum
flokkanna sem að þeim standa. Ef
sveitarfélög geta byggt á sterku um-
boði sínu og virku lýðræði gagnvart
samsteypustjómum af þessum toga,
getur það valdið straumhvörfum í
valdahlutföllum milli ríkis og sveit-
arfélaga.
Skoðanakannanimar færa okkur
heim sanninn um sífellt minnkandi
traust almennings til stjórnmála-
manna. Nú stendur fyrir dyrum
fækkun sveitarfélaga sem þýðir að
fleiri munu standa að baki hverri
sveitarstjóm. Á tímum þegar aukins
ábyrgðarleysis gætir í samfélaginu,
á tímum þegar almenningur skynjar
æ betur vanmátt sinn gagnvart
stjómmálamönnum og þeim silki-
húfum hagsmunasamtaka, sem í raun
fara með landsstjómina, er það óðs
manns æði að halda áfram
kraftapólitík fyrri ára á sviði sveitar-
stjórnarmála. Hér hefur verið rakið
hvemig héraðs- og sveitarstjórnar-
menn innan Evrópubandalagsins
hafa gripið tækifæri til aukinna
áhrifa með vísan til þess umboðs sem
þeir hafa frá kjósendum sínum og
þess beina lýðræðis sem þeim er í
lófa lagið að beita. Islenskir sveitar-
stjómarmenn geta fylgt þessu for-
dæmi. Til þess þurfa þeir að láta það
sjást að þeir hafi umboð frá sínum
kjósendum sem er annað og meira en
það umboð sem kjósendur veita
landsstjórninni. Þeir þurfa í því skyni
að efla áhrifavald borgaranna á
sveitarstjórnarmálin og gefa fólki
kost á að taka ábyrgð á mótun um-
hverfis síns og aðstæðna.
Höfundur er lögfrœðingur frá Há-
skóla Islands, stundaði framhaldsnám
í Evrópurétti við Collége d'Europe í
Belgíu og starfar sem ráðgjafi í Evr-
ópumálum í utanríkisráðuneytinu.
Skoðanir þœr sem fram koma í
greininni eru höfundar og eingöngu á
ábyrgð hans.
303