Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1993, Síða 45

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1993, Síða 45
ATVINNUMÁL Atvinnumál kvenna 60 milljónir í styrki til atvinnulausra kvenna á vegum félagsmálaráðherra Hulda Finnbogadóttir, formaður starfshóps um atvinnumál kvenna Forsaga Á miðju sumri, í tengslum við kjarasamninga, veitti ríkisstjórnin hinn margumtalaða milljarð til at- vinnumála. Ef litið er yfir verkefni þau sem ákveðin voru og áttu að greiðast af fjáraukalagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar, mætti ætla að að- eins karlar væru atvinnulausir á ís- landi. Því miður er því ekki þannig farið, staðreyndin er sú að atvinnu- leysi er meira meðal kvenna en karla. Það er kunnara en frá þurfi að segja að atvinnuleysi síðustu mánaða og ára hefur komið verr niður á kon- um en körlum. Atvinnuleysistölur sýna að á árinu 1992, þegar atvinnu- leysi mældist að meðaltali 3%, var atvinnuleysi meðal karla 2,6% en 3,6% meðal kvenna. Fyrstu átta mánuði þessa árs mældist atvinnu- leysi að jafnaði 4,2%. Á sama tíma er atvinnuleysi meðal karla 3,6% en 4,7% meðal kvenna. Þá má nefna að átaksverkefni það sem Atvinnuleys- istryggingasjóður og sveitarfélögin stóðu fyrir sl. sumar nýttist konum ekki sem skyldi, því hlutur kvenna í átaksverkefninu var aðeins 34,1% á meðan hlutur karla var 65,9%. Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra gat sem betur fer af- stýrt því að allur milljarðurinn færi til bygginga- og hafnaframkvæmda, því hún fékk því framgengt að 60 milljónir af 1000 milljónun, eða 6,0%, voru veittar til atvinnumála kvenna. Hún skipaði starfshóp, sem í voru fulltrúar aðila vinnumarkaðar- ins, fulltrúi fjármálaráðuneytis og fulltrúi félagsmálaráðuneytis, sem er greinarhöfundur, formaður starfs- hópsins. Er þörf á sérmerktu fjár- magni til atvinnumála kvenna? Starfshópnum var mikill vandi á höndum við að skipta þessu fjár- magni. I ljós kom að þörfin var brýn og væntingar miklar, umsóknir sem bárust voru yfir 150 talsins, þar sem sótt var um yfir 300 milljónir, 60 milljónir frá sveitarfélögum og um 250 millj. frá einkaaðilum. Stærsti hluti umsókna frá einkaaðilum barst frá Reykjavík. Á því er ef til vill sú skýring að undanfarin þrjú ár hefur verið á fjárlögum svokallaður „Jóhönnusjóður“, sem ætlaður er til atvinnuskapandi verkefna fyrir kon- ur á landsbyggðinni. Það er því í fyrsta skipti núna að konur á höfuð- borgarsvæðinu eiga þess kost að sækja um styrki til atvinnuskapandi verkefna. Nú kann einhver er spyrja: Af hverju þarf sérmerkta styrki til kvenna og kvennafyrirtækja? Ég verð að viðurkenna að ég áttaði mig ekki á því, áður en ég hóf störf við skiptingu þessa fjár, hve mikil þörf er á sér afmörkuðu fjármagni til kvennafyrirtækja. Með lestri allra umsóknanna og viðtölum við mikinn fjölda þeirra kvenna, sem stóðu að þeim, sá ég hvað þær eiga sammerkt og að hvaða leyti uppbygging þeirra fyrirtækja er ólík uppbyggingu fyrirtækja karla. Þessar konur allar eiga það sam- eiginlegt að taka ekki fjárhagslega áhœttu. Þœr fórna ekki þakinu yfir börnin sín, þœr hœtta ekki fjárhags- legum grundvelli heimilisins. Þœr taka eitt skref í einu. Þœr byggja 291

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.