Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1993, Blaðsíða 28

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1993, Blaðsíða 28
VERKASKIPTING RÍKIS OG SVEITARFÉLAGA æskilegra að rekstur grunnskóla verði fremur í verka- hring sveitarfélaga en ríkis. Óbreytt verkaskipting skapar vandamál Óhætt er að fullyrða að gildandi verkaskipting milli ríkis og sveitarfélaga skapar ýmis vandamál varðandi rekstur grunnskólans, sem oft koma verulega niður á skólastarfi. Þannig má nefna að brýnt er að taka til endurskoðunar skiptingu landsins í skólahverfi, en slíkt er vart mögulegt á meðan grunnskólinn er samstarfs- verkefni rfkis og sveitarfélaga vegna mismunandi sjónarmiða aðila. Þá má nefna að erfitt er í mörgum tilfellum að koma við aukinni ráðgjafar- og sálfræði- þjónustu í skólum vegna ólíkrar skilgreiningar rekstr- araðila á umfangi þjónustunnar. Ennfremur má geta þess að ríkið setur ramma um fjölda kennslustunda eftir sveitarfélögum og reynist oft erfitt að fullnægja þörfum skólanna innan þeirra marka, einkum í sveitarfélögum sem spanna fleiri en eitt skólahverfi. Auk þessa má nefna vandamál af svipuðum toga sem upp geta komið ef sveitarstjórnir sýna því áhuga að lengja skóladag, fjölga kennslustundum og bæta upp skerðingu á lög- boðinni kennslu. Ymsum annmörkum er háð, bæði fyrir kennara og eins fyrir sveitarfélögin, ef greiða þarf eftir tvöföldu launakerfi fyrir sambærilegt og samfellt starf fyrir sinn hvorn aðilann, en eigi að komast hjá því getur reynst vandkvæðum bundið að semja um greiðslutil- högun og uppgjör kostnaðar. Að lokum vil ég nefna að sveitarfélögin verja umtalsverðum fjármunum til hinna ýmsu mennta-, menningar- og æskulýðsmála, sem án efa mætti nýta og skipuleggja betur í þágu grunnskólans ef rekstur þessara mála væri í höndum sama rekstrar- aðila. Þar má nefna ráðgjafar- og sálfræðiþjónustu á félagsmálaskrifstofum, rekstur vinnuskóla að sumrinu, rekstur tónlistarskóla og gæslu forskólabarna, svo nokkuð sé nefnt, en ekki er ég í nokkrum vafa um að ná mætti skilvirkari og betri árangri í þágu barna og ungl- inga á öllum þessum sviðum ef sami aðili sæi að fullu um rekstur þessara málaflokka og gæti skipulagt þá í tengslum við skólastarf á hverjum stað. Augljóst er að af því yrði verulegt hagræði ef einn og sami aðilinn bæri óskipta ábyrgð á rekstri grunnskól- ans. Verði slík ábyrgð á einni hendi inætti án efa reka skólakerfið á skilvirkari hátt en nú er, auk þess sem möguleiki gæfist til þess að auka og efla kennsluna. Á næstu árum munu aukast kröfur um einsetinn skóla, samfelldan og lengdan skóladag og ýmsar nýjungar í skólastarfi. Beri eitt stjórnvald ábyrgð á málefnum grunnskólans yrði allt slíkt þróunarstarf auðveldara en nú er að óbreyttri verkaskiptingu. Almenn stefnumörkun verkefni ríkisins Hér að framan hef ég farið nokkrum almennum orð- um um stjórnsýslu sveitarfélaga og verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga varðandi rekstur grunnskólans. Er þá komið að því að draga saman helstu niðurstöður af þessu almenna spjalli. Ljóst er að fjárfesting og rekstur hins opinbera hefur ekki skilað þeim árangri til eflingar byggðar í landinu öllu, sem hugur þorra fólks stendur til. Nú hin síðari ár, þegar stjórnvöld hafa talið sig knúin til þess að ná jöfnuði í rekstri ríkisins, þá hafa landsmenn í annan stað horft upp á vanmátt stjórnvalda í því að ná niður ríkis- útgjöldum, hvað þá ef mæta ætti hallarekstri ríkissjóðs undanfarin tíu ár, sem á núgildandi verðlagi nemur um 70 milljörðum króna. Slíkan búskap er ekki hægt að reka lengi ef ekki á illa að fara. Ein leið til lausnar þessa máls er án efa að efla sveitarstjórnarstigið með því að færa verkefni frá ríki til sveitarfélaga. Þannig nýtist best frumkvæði og ábyrgð heimamanna til þess að fara með stjórn þeirra mála sem eðlilegt er að leysa í héraði. Því er brýnt að flytja ákvörðunarvald á sviði opinberrar þjónustu nær þeim er þjónustunnar njóta með þvf að efla hlutdeild sveitarstjórna í opinberum rekstri og færa þeim aukna ábyrgð, aukið vald og þar með aukið sjálf- stæði. Telja verður eðlilegt að almenn stefnumörkun í mál- efnum grunnskólans og eftirlit með framkvæmd stefn- unnar verði verkefni ríkisins. Mikilsvert er að einn og sami aðilinn beri óskipta ábyrgð á rekstri skólanna og ætti það öðru fremur að tryggja gæði skólastarfs og jafnrétti til náms ef sami aðili bæri ekki ábyrgð á því að veita þjónustuna og hafa með henni eftirlit. Því liggur beint við að fela sveitarfélögum að fullu rekstur grunn- skóla undir eftirliti rikisins. Slík stjórnskipan mun skila virkari þátttöku íbúa í mótun skólastarfs á hverjum stað, og hún mun án efa skila sveigjanlegra, skilvirkara og metnaðarfyllra skólastarfi en núverandi skipan mála gefur tilefni til. Ég vil að lokum ítreka þakkir til Kennarafélags Reykjaness fyrir að hafa á þessu þingi átt frumkvæði að því að fjalla um hugmyndir varðandi færslu grunnskól- ans að fullu yfir til sveitarfélaga. Mikilsvert er að ítar- legar umræður fari fram um þennan þátt skólastarfsins og að fram komi sem flest sjónarmið, svo unnt verði að taka farsæla ákvörðun um framtíðarskipan mála. Við samningu þessa eríndis var stuðst við áfangaskýrslu nefndar um mðiun menntastefnu, dags. í janúar 1993, svo og erindi Jóns G. Tómassonar borgarritara um hlutverk sveitarstjórnarmanna, sem flutt var á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga 27. september 1990 og birt í Sveit- arstjórnarmálum 6. tbl. 1992. 274
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.