Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1993, Blaðsíða 41

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1993, Blaðsíða 41
FRÁ LANDSHLUTASAMTÖKUNUM Ársþing SSNV haldið á Siglufirði 27. og 28. ágúst Ársþing Sambands sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) var haldið að Hótel Læk á Siglufirði 27. og 28. ágúst sl. Formaður stjórnar SSNV, Björn Sigurbjörnsson, formaður bæjarráðs á Sauðárkróki, setti þingið og flutti skýrslu stjórnarinnar. í henni kom fram að helstu mál, sem stjórnin hefði haft afskipti af, væru sameining sveitarfélaga og framhaldsmenntun á Norðurlandi vestra og að þau yrðu jafnframt helstu umræðuefni þings- ins. Forseti þingsins var kosinn Skarp- héðinn Guðmundsson, bæjarfulltrúi á Siglufirði, og varaforseti Þorsteinn Ásgrímsson, oddviti Staðarhrepps í Skagafirði, en þingritarar Ólöf Kristjánsdóttir, bæjarfulltrúi á Siglu- firði, og Örn Þórarinsson, oddviti Fljótahrepps. Ráðinn þingritari var Hinrik Aðalsteinsson, kennari á Siglufirði. Á þinginu störfuðu þrjár nefndir, kjörnefnd, allsherjarnefnd og fjár- hags- og laganefnd. Ávarp gesta Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, for- maður Sambands íslenskra sveitarfé- laga, flutti á þinginu ávarp og ræddi í því nt.a. tilfærslu grunnskólans frá ríki til sveitarfélaga og breytingar á tekjuskiptingu milli ríkis og sveitar- félaga eftir niðurfellingu aðstöðu- gjaldsins. Jónína Óskarsdóttir, bæjarfulltrúi á Ólafsfirði, flutti kveðjur stjórnar EYÞINGS og Hjörtur Þórarinsson, framkvæmdastjóri SASS, kveðjur þess. Kveðjur bárust frá öðrum landshlutasamtökum. Sameining sveitarfélaga Björn Sigurbjömsson, formaður umdæmanefndar SSNV. hafði fram- sögu um sameiningu sveitarfélaga og kynnti tillögur umdæmanefndar, sem stefna að fækkun sveitarfélaganna í umdæminu úr 30 í 5. Taldi Björn þær tillögur styrkja mjög stöðu sveitarfé- laganna og gera þau hagkvæmari rekstrareiningar. Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra ræddi einnig samein- ingu sveitarfélaga. Taldi hún ástæðu til að flytja frá ríki til sveitarfélaga verkefni svo sem grunnskólann, heilsugæslu, málefni fatlaðra, öldr- unarþjónustu og fleiri, t.a.m. um- hverfismál og húsnæðismál. Komi til sameiningar fengju sveitarfélögin samkvæmt samningum við ríkið tekjustofna er svöruðu til nýrra verkefna og jöfnunarsjóður yrði að koma hinum veikburða sveitarfélög- um til aðstoðar. Með því að setja á stofn reynslusveitarfélög, eins og fyrirhugað væri, mætti fá reynslu sem hagnýtt yrði við tilfærslu verk- efna frá ríki til sveitarfélaga. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson taldi eflingu sveitarfélaganna eitt stærsta og mesta landsbyggðarmálið. Reynslan sýndi að samstarf sveitar- félaga, sem þó væri af hinu góða, gæti ekki komið í staðinn fyrir sam- einingu. Framhaldsmenntun á Noröur- landi vestra Annað meginmál þingsins var framhaldsmenntun á Norðurlandi vestra. Um það efni hafði framsögu Jón Hjartarson, skólameistari Fjöl- brautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Hann skýrði m.a. frá því að í skólanum yrðu í vetur um 460 nemendur, á Blönduósi yrðu 25 nemendur í framhaldsdeild, á Siglu- firði lykju 8 vélstjóranámi um ára- mót og 18 nemendur yrðu á sjúkra- liðabraut. Taldi hann það mikið byggðamál að hafa framhaldsmennt- unina sem allra mest innan umdæm- isins. Ársæll Guðmundsson, skipulags- stjóri Farskóla Norðurlands vestra, lýsti skólanum. Kvað hann farskóla vera skipulagt námskeiðahald fyrir fullorðna sem fram færi á vegum til- tekins framhaldsskóla. Stofnaðilar Farskólans eru Fjöl- brautaskóli Norðurlands vestra, hér- aðsnefnd V-Húnvetninga, héraðs- nefnd A-Húnvetninga, héraðsnefnd S kagafj arðar, S iglufj arðarkaupstað- ur, INNVEST, þ.e. Iðnþróunarfélag Norðurlands vestra, og MFA, þ.e. Menningar- og fræðslunefnd alþýðu. Fræóslustarfsemi í kjölfar sveitarstjórnarkosninga Að tillögu allsherjarnefndar þingsins var samþykkt að fela stjórn SSNV að hlutast til um að haldin 287
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.