Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1993, Síða 41

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1993, Síða 41
FRÁ LANDSHLUTASAMTÖKUNUM Ársþing SSNV haldið á Siglufirði 27. og 28. ágúst Ársþing Sambands sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) var haldið að Hótel Læk á Siglufirði 27. og 28. ágúst sl. Formaður stjórnar SSNV, Björn Sigurbjörnsson, formaður bæjarráðs á Sauðárkróki, setti þingið og flutti skýrslu stjórnarinnar. í henni kom fram að helstu mál, sem stjórnin hefði haft afskipti af, væru sameining sveitarfélaga og framhaldsmenntun á Norðurlandi vestra og að þau yrðu jafnframt helstu umræðuefni þings- ins. Forseti þingsins var kosinn Skarp- héðinn Guðmundsson, bæjarfulltrúi á Siglufirði, og varaforseti Þorsteinn Ásgrímsson, oddviti Staðarhrepps í Skagafirði, en þingritarar Ólöf Kristjánsdóttir, bæjarfulltrúi á Siglu- firði, og Örn Þórarinsson, oddviti Fljótahrepps. Ráðinn þingritari var Hinrik Aðalsteinsson, kennari á Siglufirði. Á þinginu störfuðu þrjár nefndir, kjörnefnd, allsherjarnefnd og fjár- hags- og laganefnd. Ávarp gesta Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, for- maður Sambands íslenskra sveitarfé- laga, flutti á þinginu ávarp og ræddi í því nt.a. tilfærslu grunnskólans frá ríki til sveitarfélaga og breytingar á tekjuskiptingu milli ríkis og sveitar- félaga eftir niðurfellingu aðstöðu- gjaldsins. Jónína Óskarsdóttir, bæjarfulltrúi á Ólafsfirði, flutti kveðjur stjórnar EYÞINGS og Hjörtur Þórarinsson, framkvæmdastjóri SASS, kveðjur þess. Kveðjur bárust frá öðrum landshlutasamtökum. Sameining sveitarfélaga Björn Sigurbjömsson, formaður umdæmanefndar SSNV. hafði fram- sögu um sameiningu sveitarfélaga og kynnti tillögur umdæmanefndar, sem stefna að fækkun sveitarfélaganna í umdæminu úr 30 í 5. Taldi Björn þær tillögur styrkja mjög stöðu sveitarfé- laganna og gera þau hagkvæmari rekstrareiningar. Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra ræddi einnig samein- ingu sveitarfélaga. Taldi hún ástæðu til að flytja frá ríki til sveitarfélaga verkefni svo sem grunnskólann, heilsugæslu, málefni fatlaðra, öldr- unarþjónustu og fleiri, t.a.m. um- hverfismál og húsnæðismál. Komi til sameiningar fengju sveitarfélögin samkvæmt samningum við ríkið tekjustofna er svöruðu til nýrra verkefna og jöfnunarsjóður yrði að koma hinum veikburða sveitarfélög- um til aðstoðar. Með því að setja á stofn reynslusveitarfélög, eins og fyrirhugað væri, mætti fá reynslu sem hagnýtt yrði við tilfærslu verk- efna frá ríki til sveitarfélaga. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson taldi eflingu sveitarfélaganna eitt stærsta og mesta landsbyggðarmálið. Reynslan sýndi að samstarf sveitar- félaga, sem þó væri af hinu góða, gæti ekki komið í staðinn fyrir sam- einingu. Framhaldsmenntun á Noröur- landi vestra Annað meginmál þingsins var framhaldsmenntun á Norðurlandi vestra. Um það efni hafði framsögu Jón Hjartarson, skólameistari Fjöl- brautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Hann skýrði m.a. frá því að í skólanum yrðu í vetur um 460 nemendur, á Blönduósi yrðu 25 nemendur í framhaldsdeild, á Siglu- firði lykju 8 vélstjóranámi um ára- mót og 18 nemendur yrðu á sjúkra- liðabraut. Taldi hann það mikið byggðamál að hafa framhaldsmennt- unina sem allra mest innan umdæm- isins. Ársæll Guðmundsson, skipulags- stjóri Farskóla Norðurlands vestra, lýsti skólanum. Kvað hann farskóla vera skipulagt námskeiðahald fyrir fullorðna sem fram færi á vegum til- tekins framhaldsskóla. Stofnaðilar Farskólans eru Fjöl- brautaskóli Norðurlands vestra, hér- aðsnefnd V-Húnvetninga, héraðs- nefnd A-Húnvetninga, héraðsnefnd S kagafj arðar, S iglufj arðarkaupstað- ur, INNVEST, þ.e. Iðnþróunarfélag Norðurlands vestra, og MFA, þ.e. Menningar- og fræðslunefnd alþýðu. Fræóslustarfsemi í kjölfar sveitarstjórnarkosninga Að tillögu allsherjarnefndar þingsins var samþykkt að fela stjórn SSNV að hlutast til um að haldin 287

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.