Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1993, Blaðsíða 58

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1993, Blaðsíða 58
FÉLAGSMÁL Stæni sveitarfélög — styrkari bakhjarl Sameining sveitarfélaga er nauðsynlegur grundvöllur þess að hœgt sé að flytja velferðarverkefni frá ríki til sveitarfélaga s Asta B. Þorsteinsdóttir, formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar Að undanfömu hafa verið miklar umræður um flutning á ýmsum verkefnum frá ríki til sveitarfélaga og breytingu á tekjuskiptingu milli þessara sjórnsýslustiga. Þessar um- ræður hafa sprottið upp í kjölfar þess að birtar voru niðurstöður nefndar á vegum félagsmálaráðuneytisins um sameiningu sveitarfélaga og fækkun þeirra. Valddreifing er lykilorðið. Sú skoðun á nú æ meira fylgi að fagna að flytja eigi flest ef ekki öll vel- ferðarverkefni frá ríki til sveitarfé- laganna. Hún grundvallast á þeirri meginhugsun að auðveldara sé að greina þarfir fólks og uppfylla þær á vandaðan hátt innan þess stjóm- sýslustigs sem næst þeim er, þ.e. sveitarfélagsins. Meðal þeirra verk- efna sem rætt er um að flytja til sveitarfélaganna, nái sameining fram að ganga, eru allur rekstur grunn- skólans, heilsugæsla og málefni fatl- aðra. Mannúð, virðing og þátttaka Ymis rök hníga að því að það geti verið til bóta að flytja þjónustu við fatlaða til sveitarfélaganna. Því nær sem stjórnvöld standa einstaklingun- um því auðveldara ætti að vera að skipuleggja og útfæra þjónustuna við þá. Þetta á ekki síður við um fatlaða en aðra borgara. Auk þess hafa fatl- aðir meiri möguleika á að hafa áhrif á það hvernig þjónustu þeir fá þegar sveitarfélagið sér um hana, enda standa þeir þá nær þeim sem taka ákvarðanirnar. Eins má gera ráð fyrir því að sveitarfélögin hafi meiri möguleika á að skapa sveigjanleg og fjölbreytt þjónustuúrræði en ríkis- rekið stjómkerfi sem skortir nálægð við fólkið. Slíkt skipulag fellur vel að hugmyndum nútímamannsins um mikilvægi manngildis, virðingar fyr- ir einstaklingnum og möguleika hans á þátttöku í samfélaginu. Auk þess má leiða að því líkum að hefðir innan sveitarfélaganna um þjónustu, sam- anber heimilisþjónustu, þar sem reynt er að mæta þörfum einstakl- ingsins í hans nánasta umhverfi geti verið mun hagkvæmari kostur en stofnanabundin þjónusta. Fyrir landsbyggðina hlýtur það líka að vera brýnt hagsmunamál að halda í alla sína íbúa, þar með talda þá sem eru fatlaðir og fjölskyldur þeirra. Að skapa fötluðum þjónustu í sinni heimabyggð eykur atvinnu í byggðarlaginu og dregur auk þess að sérfræðiþjónustu sem gæti nýst öðr- um íbúum. „Ekki okkar börn“ Hér á landi hefur löngum ríkt tor- tryggni milli ríkis og sveitarfélaga, sérstaklega þegar rætt er um peninga. Sveitarstjómarmönnum finnst sem ríkið standi sig illa í samskiptunum og dentbi verkefnum á sveitarfélögin án þess að auka tekjustofna þeirra að sama skapi. Sveitarfélögin hafa því ekki verið áfjáð í aukin verkefni. Margir telja líka ótímabært að tala um aukna ábyrgð sveitarfélaga á þjónustu við fatlaða og benda á smæð margra sveitarfélaga og það hversu óburðug þau þar af leiðandi eru fjárhagslega til að taka á sig kostnaðarsama þjónustu. Með sam- einingu sveitarfélaga ætti sú hindrun að vera úr sögunni. Það er kominn tími til að yfirstíga 304
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.