Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1993, Síða 58

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1993, Síða 58
FÉLAGSMÁL Stæni sveitarfélög — styrkari bakhjarl Sameining sveitarfélaga er nauðsynlegur grundvöllur þess að hœgt sé að flytja velferðarverkefni frá ríki til sveitarfélaga s Asta B. Þorsteinsdóttir, formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar Að undanfömu hafa verið miklar umræður um flutning á ýmsum verkefnum frá ríki til sveitarfélaga og breytingu á tekjuskiptingu milli þessara sjórnsýslustiga. Þessar um- ræður hafa sprottið upp í kjölfar þess að birtar voru niðurstöður nefndar á vegum félagsmálaráðuneytisins um sameiningu sveitarfélaga og fækkun þeirra. Valddreifing er lykilorðið. Sú skoðun á nú æ meira fylgi að fagna að flytja eigi flest ef ekki öll vel- ferðarverkefni frá ríki til sveitarfé- laganna. Hún grundvallast á þeirri meginhugsun að auðveldara sé að greina þarfir fólks og uppfylla þær á vandaðan hátt innan þess stjóm- sýslustigs sem næst þeim er, þ.e. sveitarfélagsins. Meðal þeirra verk- efna sem rætt er um að flytja til sveitarfélaganna, nái sameining fram að ganga, eru allur rekstur grunn- skólans, heilsugæsla og málefni fatl- aðra. Mannúð, virðing og þátttaka Ymis rök hníga að því að það geti verið til bóta að flytja þjónustu við fatlaða til sveitarfélaganna. Því nær sem stjórnvöld standa einstaklingun- um því auðveldara ætti að vera að skipuleggja og útfæra þjónustuna við þá. Þetta á ekki síður við um fatlaða en aðra borgara. Auk þess hafa fatl- aðir meiri möguleika á að hafa áhrif á það hvernig þjónustu þeir fá þegar sveitarfélagið sér um hana, enda standa þeir þá nær þeim sem taka ákvarðanirnar. Eins má gera ráð fyrir því að sveitarfélögin hafi meiri möguleika á að skapa sveigjanleg og fjölbreytt þjónustuúrræði en ríkis- rekið stjómkerfi sem skortir nálægð við fólkið. Slíkt skipulag fellur vel að hugmyndum nútímamannsins um mikilvægi manngildis, virðingar fyr- ir einstaklingnum og möguleika hans á þátttöku í samfélaginu. Auk þess má leiða að því líkum að hefðir innan sveitarfélaganna um þjónustu, sam- anber heimilisþjónustu, þar sem reynt er að mæta þörfum einstakl- ingsins í hans nánasta umhverfi geti verið mun hagkvæmari kostur en stofnanabundin þjónusta. Fyrir landsbyggðina hlýtur það líka að vera brýnt hagsmunamál að halda í alla sína íbúa, þar með talda þá sem eru fatlaðir og fjölskyldur þeirra. Að skapa fötluðum þjónustu í sinni heimabyggð eykur atvinnu í byggðarlaginu og dregur auk þess að sérfræðiþjónustu sem gæti nýst öðr- um íbúum. „Ekki okkar börn“ Hér á landi hefur löngum ríkt tor- tryggni milli ríkis og sveitarfélaga, sérstaklega þegar rætt er um peninga. Sveitarstjómarmönnum finnst sem ríkið standi sig illa í samskiptunum og dentbi verkefnum á sveitarfélögin án þess að auka tekjustofna þeirra að sama skapi. Sveitarfélögin hafa því ekki verið áfjáð í aukin verkefni. Margir telja líka ótímabært að tala um aukna ábyrgð sveitarfélaga á þjónustu við fatlaða og benda á smæð margra sveitarfélaga og það hversu óburðug þau þar af leiðandi eru fjárhagslega til að taka á sig kostnaðarsama þjónustu. Með sam- einingu sveitarfélaga ætti sú hindrun að vera úr sögunni. Það er kominn tími til að yfirstíga 304

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.