Sveitarstjórnarmál - 01.10.1993, Blaðsíða 53
STJÓRNSÝSLA
Evrópusamstarfið, sveitaifélögin
og lýðræðið
Árni Páll Árnason, ráðgjafi utanríkisráðherra í Evrópumálum
í þessari grein langar mig að fjalla
nokkuð um sameiningu sveitarfélaga
út frá þeirri þróun sem orðið hefur í
þeim ntálaflokki í Evrópu og tengsl
aukins valds sveitarfélaga við Evr-
ópusamstarfið í heild. Þá verður vik-
ið að því hvernig sveitarfélögin inn-
an Evrópu hafa haldið fram ágæti
sveitarfélaganna út frá lýðræðissjón-
armiðum og litið stuttlega á raun-
veruleg áhrif fbúa sveitarfélaga á
stjórn þeirra.
Almennt um samstarfiö innan
Evrópubandalagsins
Það er margþvæld tugga í umræðu
um Evrópumál hér á landi sem ann-
ars staðar að samrunaþróunin í Evr-
ópu hafi minnkað lýðræði og komið
valdi á fárra hendur. Að mínu viti
byggir þetta álit einna helst á al-
gengum misskilningi á eðli þeirrar
samrunaþróunar sem átt hefur sér
stað og á eðli og valdsviði Evrópu-
bandalagsins og stofnana þess.
Evrópubandalagið er aðeins að
litlu leyti það skrifræðisveldi sem
andstæðingar þess vilja vera láta. I
evrópskri samvinnu hefur falist að
sameiginlegar reglur hafa verið settar
um flesta þætti milliríkjaviðskipta
milli aðildarrfkjanna, sem hafa að
markmiði að takmarka það vald sem
ríki hafa til að hindra eða torvelda
milliríkjaviðskipti. Ríkin hafa verið
sammála um að frjáls og hindrunar-
laus milliríkjaviðskipti væru æskileg
og því sammælst um sameiginlegar
reglur á því sviði sem takmarka
möguleika ríkjanna til að beita
heimildum sínum til að torvelda
milliríkjaviðskipti. I þessu skyni hafa
þau meira að segja fallist á að setja
fullveldi sínu þær skorður að sam-
eiginlegt dómsvald og framkvæmda-
vald fari með eftirlit með fram-
kvæmd þessara reglna og einnig
gengið svo langt að heimila að þau
kunni að vera borin atkvæðum á
vissum sviðum en engu að síður vera
skuldbundin til að fylgja niðurstöðu
hinna nkjanna.
Það er því ekki af einskærri ill-
mennsku eða löngun til að ráða fyrir
lífi borgaranna í stóru og smáu sem
stofnanir Evrópubandalagsins hafa
staðið í að setja reglur um rafmagns-
klær og innstungur eða annað ámóta
sem löngum hefur verið nefnt í
dæmaskyni til að sýna fram á þær
hörmungar sem yfir frjálsa menn
hafa dunið með Evrópusamstarfinu.
Þessar reglur eru settar til að tryggt
sé að sameiginlegur markaður geti
náð tilgangi sínum. Hvers virði er
sameiginlegur markaður ef ríkin hafa
mismunandi reglur um rafmagnsklær
og innstungur? Mismunandi reglur á
þessu sviði þjóna aðeins þeim eina
tilgangi að gera milliríkjaviðskipti
erfiðari og veita innlendri fram-
leiðslu vernd. Ef slíkar viðskipta-
hindranir sem og aðrar mikilvægari
væru látnar óáreittar yrði niðurstaðan
einfaldlega sú að sameiginlegur
markaður ætti erfiðara uppdráttar og
heimamarkaður evrópskra fyrirtækja
yrði minni. Tæknilegar reglur af
þessu tagi eru ekki teknar í heild upp
í löggjöf aðildarríkjanna, heldur er
setning reglugerða oftast nægileg og
sameiginlegu reglurnar koma þá í
stað þeirra ákvæða sem fyrir eru í
reglugerðum hvers ríkis.
Það er einnig rétt að hafa í huga að
Evrópubandalagið er ekki rekið af
sameiginlegri pólitískri stjórn.
Framkvæmdastjórnin fer með stjórn
bandalagsins og gegnir ákveðnu
frumkvæðishlutverki en hefur ekki
lagasetningarvald eða pólitískt for-
ræði. Hið pólitíska forræði er í
höndum aðildarríkjanna og mun vera
þar um ófyrirséða framtíð. Kenning-
ar áköfustu fylgismanna Evrópu-
samrunans, sem byggja á stöðugri
þróun Evrópubandalagsins til meira
sjálfstæðis frá aðildarríkjunum í
krafti stofnana eins og fram-
kvæmdastjórnarinnar sem heyra ekki
beint undir aðildarríkin, eru athygl-
isverðar en, eins og títt er um kenn-
ingar pólitískra heittrúarmanna, án
umtalsverðra tengsla við veruleik-
ann. Staðreyndin er sú að ekkert
skref til nánara samstarfs aðildar-
299