Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1993, Blaðsíða 22

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1993, Blaðsíða 22
UMHVERFISMÁL Sorporkustöðin að Svínafelli Ingvar Níelsson verkfrœðingur Sorporkustöðin að Svínafelli í Hofshreppi í Austur-Skaftafellssýslu var formlega tekin í notkun þann 21. júní síðastliðinn að viðstöddu fjöl- menni. Þorsteinn Jóhannsson, odd- viti hreppsins, rakti aðdragandann að því að ráðist var í framkvæmdir og lýsti stöðinni. Hermann Svein- björnsson, framkvæmdastjóri Holl- ustuverndar ríkisins, ræsti stöðina, en sérstakt hlutafélag, Brennu-Flosi, sér um rekstur hennar. Fram- kvæmdastjóri Brennu-Flosa hf. er Olafur Sigurðsson, bóndi á Svína- felli. Öræfingar tókust á við þetta verk- efni af sama stórhug og einatt hefir einkennt þetta 120 manna samfélag en þeir voru meðal fyrstu Islendinga sem raflýstu híbýli sín með vatns- orku úr bæjarlækjunum. Fyrr á öld- um versluðu Öræfingar ýmist í Þor- lákshöfn eða á Fáskrúðsfirði og fóru þá fyrir vatnsföllin á jöklum eða yfir fjallvegi. Og nú hafa þeir eina ferð- ina enn „gengið fjallveg" og sett upp hjá sér snyrtilega sorporkustöð, sem eyðir öllum úrgangi úr sveitinni og þjónar jafnframt þjóðgarðinum í Skaftafelli yfir ferðatímann. Sorporkuvélin að Svínafelli getur fargað allt að 180 tonnum á ári af úrgangi frá heimilum, útgerð, land- búnaði, verslun, þjónustu og léttum iðnaði og getur því þjónað 300-350 manna byggðarlagi. Vélinni hefir verið valinn staður í ónotuðu loð- dýrahúsi og nam heildarkostnaður við uppsetningu stöðvarinnar - að undanskildu kaupverði loðdýrahúss- ins en framreiknaður á verðlag dags- ins - rúmum sex milljónum króna. Stöðin gekk samfellt þessa fyrstu KRULLAND hringlaga einingasundlaug af sömu gerö og verið er aö setja upp á Svínafelli. ferðavertíð og sannaði ágæti sitt í hvívetna. I tengslum við sorporkustöðina er verið að setja upp sundlaug fyrir ferðafólk, sem hituð verður með brennslunni, en við förgun á hverju Sorpmagn i Öræfasveit i kg/viku. Stólparitiö sýnir greinilega áhrif ferðaþjónustunnar á sorpmagnib 268
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.