Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1993, Side 16

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1993, Side 16
UMHVERFISMÁL ítarleg framkvæmdaáætlun í um- hverfis- og þróunarmálum Umhverfisráðuneytið hefur hafið undirbúning að gerð ítarlegrar fram- kvæmdaáætlunar í umhverfis- og þróunarmálum. Framkvæmdaáætlunin skal gerð á grundvelli skýrslu um stefnu ríkis- stjórnarinnar í umhverfismálum, sem kynnt var í mars sl. og ber heitið „Á leið til sjálfbærrar þróunar". Til þess að vinna að gerð þessarar framkvæmdaáætlunar hefur ráðu- neytið m.a. skipað sjö starfshópa og á sambandið fulltrúa í fjórum þeirra. Starfshópur um úrgangsmynd- un, sorphiröu og meöferö spilli- efna Starfshópur um úrgangsmyndun, sorphirðu og meðferð spilliefna hef- ur það verkefni að skilgreina sjálf- bæra þróun í þessum málaflokki, að setja honurn markmið til skenrmri og lengri tíma og að semja fram- kvæmdaáætlun í umhverfis- og þró- unarmálum til aldamóta. Starfshóp- urinn á að ljúka störfum eigi síðar en í mars 1994. Formaður starfshópsins er Sigur- björg Sæmundsdóttir, deildarstjóri í umhverfisráðuneytinu, en af hálfu sambandsins hafa Guðrún Hilmis- dóttir verkfræðingur og Ingvar Ingv- arsson, bæjarfulltrúi á Akranesi, ver- ið tilnefnd í starfshópinn. Umhverfismál og byggöarþróun Annar starfshópur ráðuneytisins hefur til umfjöllunar umhverfismál og byggðarþróun. í þann starfshóp skipaði stjórn sambandsins Guðrúnu Zoéga, borgarfulltrúa í Reykjavík, og Kristján G. Magnússon, hrepps- nefndarnrann í Vopnafjarðarhreppi. Formaður starfshópsins er Jón Gunnar Ottósson, skrifstofustjóri í umhverfisráðuneytinu. Umhverfismál, feróa- og samgöngumál Þriðji hópurinn ræðir umhverfis-, ferða- og samgöngumál. í þann hóp tilnefndi stjórn sambandsins Þórunni Gestsdóttur, ritstjóra í Reykjavík, og Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum. Formaður starfs- hópsins er Þórhallur Jósepsson, deildarstjóri í samgönguráðuneyt- inu. Umhverfismál, iönþróun og orkumál Fjórði hópurinn hefur til meðferð- ar umhverfismál, iðnþróun og orku- mál. Fulltrúar sambandsins í starfs- hópnum eru Eiríkur Finnur Greipsson, oddviti Flateyrarhrepps, og Jóhanna Reynisdóttir, sveitar- stjóri Vatnsleysustrandarhrepps. Formaður starfshópsins er Jón Ingi- marsson, skrifstofustjóri í iðnaðar- ráðuneytinu. Einn hinna hópanna fjallar um búnaðarmál og fræðslu. Fornraður þess hóps er Sigurður Á. Þráinsson, upplýsingafulltrúi í umhverfisráðu- neytinu. Annar þeirra fjallar um um- hverfismál og landbúnað og er for- maður Sveinbjörn Eyjólfsson, deildarstjóri búnaðarsviðs í landbún- aðarráðuneytinu, og sá þriðji ræðir umhverfismál og sjávarútveg og er formaður þess hóps Halldór Árna- son, aðstoðarmaður sjávarútvegsráð- herra. Guðlaugur Gauti Jónsson, deildar- sérfræðingur í umhverfisráðuneyt- inu, er starfsmaður allra hópanna. Sveitarstjórnir nýti lögleyfðar heimildir til að koma í veg fyrir að slæleg umgengni spilli umhverfi Á aðalfundi Landssambands kúa- bænda, sem haldinn var á Blönduósi 23. og 24. ágúst sl., var samþykkt svofelld tillaga sem beint var til sveitarfélaga um land allt: „Aðalfundur Landssambands kúa- bænda 1993 lýsir ánægju sinni með þann árangur sem náðst hefur í að bæta umgengni á bændabýlum. Því nriður má þó í flestum sveitum sjá bæi þar sem misbrestur er á þessu. Fund- urinn telur að sterkasta vopn bænda í baráttunni um hylli neytenda sé hreinleiki íslenskra landbúnaðaraf- urða og að góð ímynd sveitanna í hugum þeirra hljóti að vera forsenda fyrir árangri á því sviði. Það er því alls ekki einkamál landeigenda hvernig umgengni er háttað. Því skorar fund- urinn á sveitarstjórnir að nýta þær heimildir laga, sem fyrir hendi eru, til að koma í veg fyrir að umhverfi spillist af völdum slælegrar um- gengni." 262

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.