Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1993, Side 49

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1993, Side 49
ÍÞRÓTTIR OG ÚTIVIST íþróttahúsiö aö Flúöum. Myndirnar meö greininni tók Siguröur Sigmundsson. heimili Hrunamanna verið erfitt að fullnægja þörf fyrir íþróttasali þar sem svo margþætt starfsemi fer fram í félagsheimilinu og notkun á því húsi einhver sú mesta sem gerist í sam- bærilegum húsum. Þá verður að telj- ast mjög óhagkvæmt að stunda íþróttir á sömu gólfum og dansleikir og aðrar skyldar samkomur fara fram. Einnig var baðaðstaða í algeru lág- marki. Byggingarnefnd kosin 1988 A fundi hreppsnefndar hinn 15. mars 1988 var skipuð fimm manna byggingarnefnd íþróttahússins. í henni áttu sæti Loftur Þorsteinsson, Helga G. Halldórsdóttir, Bjarni H. Ansnes, Matthías B. Guðmundsson og Björn H. Einarsson. Nefndin vann að undirbúningi og framkvæmdum í samráði við hreppsnefnd og situr enn að störfum. Þá lá fyrir í skipulagi staðarval hússins; þvf var ætlaður staður vestan við skólahúsnæðið á Flúðum og gert var ráð fyrir samtengingu bygging- anna með gangi. Einnig lágu fyrir ýmsar tillöguteikningar svo og stærð- arútreikningar sem fylgt höfðu um- sóknum sem áður höfðu voru sendar. Byggingarnefndin aflaði sér upplýs- inga um önnur íþróttahús og ferðaðist nokkuð til að skoða slíkar byggingar. Strax í upphafi voru nefndarmenn sammála um að byggja skyldi húsið úr límtrésgrind og klæða hana með einingum frá Yleiningu hf., sem þá var að taka til starfa í Reykholti. Einnig voru menn sammála um að ekki væri geta til að byggja hús af fullri stærð, þ.e. sal sem er 28 x 40 m en til að spilla ekki möguleikum á að eignast þannig hús væri skynsamleg- ast að byggja húsið í fullri breidd og nota salinn þversum í húsinu til að byrja með, þá væri fyrir hendi mögu- leiki á lengingu salarins seinna. Varð það úr að stærð salarins er tæplega helmingur af löglegum handboltavelli en annað rými, þ.e. búnings- og bað- aðstaða, miðuð við fullstórt hús. Límtré hf. gerði tillöguteikningu að húsi sem uppfyllti þessi skilyrði og var ákveðið að styðjast við það fyrir- komulag að mestu. Það var síðan 13. febrúar 1990 að hreppsnefnd hélt fund með Skúla H. Norðdahl skipulagsarkitekt, Narfa Hjörleifssyni, verkfræðingi hjá VST, og Guðmundi Osvaldssyni, fram- kvæmdastjóra Límtrés hf. I framhaldi af þeim fundi var Skúla H. Norðdahl arkitekt falið að teikna húsið enda hafði Skúli teiknað Flúðaskóla. Lím- tré hf. var falið að annast hönnun á burðarvirki enda húsið byggt úr lím- trésrömmum með Yleiningarklæðn- ingu. Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen hf. annaðist síðan aðrar verkfræðiteikningar. Byggingarnefnd átti síðan marga og stranga fundi með arkitekt þar sem farið var yfir hugmyndir varðandi út- lit og ýmsar útfærslur á húsinu sem mætti gera það sem hagkvæmast í byggingu og auka notagildi þess. Vegna staðarvals hússins í nálægð skólans þótti ekki annað fært en að hafa samræmi í útliti að svo miklu leyti sem aðstæður leyfa. Því var ákveðið að láta húsið standa einni hæð neðar í landi en skólinn gerir auk þess sem hæð hússins hefði orðið mjög áberandi annars. Húsið er á sömu hæð og væntanlegur íþrótta- völlur verður en honum er ætlaður 295

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.