Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1993, Page 66

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1993, Page 66
KYNNING SVEITARSTJÓRNARMANNA Nýr byggingarfulltrúi í Reykjavík Magnús Sædal Svavarsson hefur verið ráðinn nýr byggingarfulltrúi í Reykjavík frá 1. nóvember. Magnús er fæddur í Ytri- Njarðvík 11. mars 1946 og voru for- eldrar hans Sigurbjörg Magnúsdóttir, húsmóðir frá Hnjóti, og Svavar Sig- finnsson, bifreiðarstjóri og múrara- meistari. Þau eru bæði látin. Magnús stundaði nám í húsasmíði og iðnskólanám í Keflavík, hlaut sveinsbréf 1965 og meistarabréf 1974. Hann tók lokapróf frá Tækni- skóla Islands í byggingatæknifræði í júní 1973. Að loknu sveinsprófi 1965 vann hann við húsasmíðar jafnframt tækninámi. Eftir lokapróf í tækni- fræði 1973 starfaði hann hjá Örygg- iseftirliti ríkisins og var þar fyrstur til að hafa eftirlit með öryggi á bygg- ingavinnustöðum. Réðst til Raf- magnsveitu Reykjavíkur 1. janúar 1974 og veitti forstöðu bygginga- deild þess fyrirtækis frá miðju ári 1975. Hann réðst 1. ágúst 1984 til bygg- ingadeildar borgarverkfræðings, fyrst sem deildarstjóri áætlanasviðs en frá 1986 tæknideildarstjóri. Auk almennra stjómunarstarfa og yfireft- irlits með verkum byggingadeildar hefur Magnús haft með höndum byggingastjóm við Borgarleikhús og endurbyggingu Viðeyjarstofu og Viðeyjarkirkju ásamt verkefnisstjóm við húsdýragarð og fjölskyldugarð, Korpúlfsstaði og endurbyggingu Iðnó. Hann átti sæti í stjóm Tæknifræð- ingafélags íslands 1974-1977 og var í fulltrúaráði Bandalags háskóla- manna. Formaður í stjóm Félags há- skólamanna hjá Reykjavíkurborg. Hann hefur verið í stjóm Sambands tæknimanna sveitarfélaga (SATS) frá 1992. Kona Magnúsar er Vilborg Gests- dóttir, ritari á lögfræðistofu, og eiga þau tvö börn. Nýr vatnsveitustjóri í Reykjavík Guðmundur Þóroddsson, verk- fræðingur og við- skiptafræðingur, hefur verið ráðinn vatnsveitustjóri í Reykjavík frá 1. nóvember. Tekur hann við starfinu af Þóroddi Th. Sigurðssyni, sem verið hefur vatns- veitustjóri í Reykjavík frá árinu 1958 en lætur nú af störfum fyrir aidurs sakir. Guðmundur er fæddur 20. desem- ber 1957 í Reykjavík, sonur Kristínar Guðmundsdóttur og Þórodds Th. Sigurðssonar, fráfarandi vatnsveitu- stjóra. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund í Reykja- vík árið 1978, prófi í vélaverkfræði frá Háskóla íslands 1983, meistara- prófi í vélaverkfræði frá Danska tækniháskólanum í Kaupmannahöfn 1985 og meistaraprófi í viðskipta- fræði og stjómun frá Wisconsinhá- skóla í Bandaríkjunum 1992. Hann starfaði á tæknideild Rannsókna- stofnunar fiskiðnaðarins 1985-90 þar sem hann var aðstoðardeildar- stjóri og í eitt ár deildarstjóri. Frá 1990 hefur hann starfað hjá fyrir- tækinu Verkvís sf. við almenn verk- fræðistörf, m.a. við hönnun á dælu- stöðvum, varaaflsstöðvum, loft- þurrkunarkerfum og fleiru fyrir Vatnsveitu Reykjavíkur. Guðmundur er kvæntur Halldóru Bjömsdóttur lækni og eiga þau eina dóttur. ÝMISLEGT Nýr forstjóri Innkaupa- stofnunar ríkisins sem nú heitir Ríkiskaup Júlíus Sæberg Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Hlaðbæjar-Colas hf., hefur verið ráðinn forstjóri Innkaupastofnunar ríkisins sem heita á Ríkiskaup frá 1. desember. Tekur hann við starfinu af Asgeiri Jóhann- essyni, fyrrum bæjarfulltrúa í Kópa- vogi, sem starfað hefur hjá Inn- kaupastofnun ríkisins frá árinu 1959, þar af sem forstjóri frá 1966. Júlíus er fæddur 20. mars 1943 á ísafirði og eru foreldrar hans Guð- laug Gísladóttir, húsmóðir frá Með- alnesi í Fellum, og Ólafur Kristinn Júlíusson, frá Snæfjöllum á Snæ- fjallaströnd. Júlíus lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1964 og kandídatsprófi í viðskiptafræði frá Háskóla íslands 1969. Var fram- kvæmdastjóri Félags íslenskra stór- kaupmanna 1969 til 1977, Félags bifreiðainnflytjenda 1969 til 1970 og Bílgreinasambandsins 1970 til 1977. Hann var skrifstofustjóri hjá Iðn- lánasjóði 1977 til 1978, fram- kvæmdastjóri hjá Kristjáni Ó. Skag- fjörð hf. 1978 til 1990 og mal- bikunarstöðinni Hlaðbæ-Colas hf. frá 1990. Júlíus átti sæti í stjóm Stjómunar- félags íslands 1970 til 1973, Sam- bands málm- og skipasmiðja 1975 til 1977, Húss verslunarinnar 1976 til 1977, Fjárfestingarsjóðs stórkaup- manna 1983 til 1992 og Verslunar- ráðs íslands frá 1988. Hann hefur verið formaður stjómar Tollvöru- geymslunnar hf. frá 1988. Kona Júlíusar er Sigríður Ingbjörg Claessen kennslumeinatæknir og eiga þau þrjú böm. 312

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.